Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 16:01 Ståle Solbakken tók við norska landsliðinu í lok árs 2020, af Lars Lagerbäck. Getty/Simon Stacpoole Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fékk sig fullsaddan af ítrekuðum spurningum blaðamanns VG um Martin Ödegaard og skipaði honum að róa sig niður. „Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken við blaðamanninn. Það var þó full ástæða fyrir norska fjölmiðlamenn að spyrja Solbakken og lækni landsliðsins, Ola Sand, út í stöðuna á Ödegaard. Landsliðsfyrirliðinn er nýkominn af stað eftir meiðsli en gat þó spilað níutíu mínútur fyrir Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn. Ödegaard var kallaður inn í norska landsliðshópinn á mánudaginn en niðurstaðan varð þó sú að hann færi aftur til Lundúna daginn eftir, til að sinna frekari endurhæfingu eftir tveggja mánaða ökklameiðsli sín. Hann verður því ekki með Noregi í landsleikjum gegn Slóveníu á morgun og gegn Kasakstan á sunnudaginn. Mats Arntzen, blaðamaður VG, þjarmaði að Solbakken á blaðamannafundi í gær og vildi meina að það væri alveg ljóst að Arsenal hefði forgang fram yfir norska landsliðið. Myndband frá fundinum má meðal annars sjá á vef NRK. „Ef að Arsenal hefði átt að mæta Manchester City á sunnudaginn, í stað þess að Noregur væri að fara að mæta Kasakstan, heldur þú þá ekki að það væri sennilegt að hann myndi spila þann leik?“ spurði Arntzen. Ladies and gentlemen, dette er vår landslagstrener🤡 Womp, Womp , Ståle! Hyller reporteren 11/10 ganger i uka!🙈 pic.twitter.com/rcHAGyEtrC— Marcus Haraldsen (@marcusharaldsen) November 12, 2024 „Ég ræð engu um það. Það yrðu bara getgátur,“ svaraði Ola Sand landsliðslæknir en Arntzen lét ekki þar við sitja og sagði: „En hann er annað hvort meiddur eða ekki meiddur?“ Við þetta brast Solbakken þolinmæðin og við tóku snörp orðaskipti á milli hans og Arntzen, og var landsliðsþjálfarinn ansi hvassyrtur. „Mátt ekki vera svona hörundsár“ „Þú mátt ekki vera svona hörundsár. Þú ert rosalega hörundsár. Þú verður að slappa aðeins af. Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken sem sagði engan mun á forgangi fyrir Arsenal og norska landsliðið. Hann treysti fullkomlega mati lækna og sjúkraþjálfara, og Ödegaards sjálfs. Þeir héldu áfram að skiptast á orðum og Arntzen benti á að Arsenal-mennirnir Declan Rice og Bukayo Saka væru ekki heldur með í komandi landsleikjum með Englandi. „Þú ert kannski með góðar upplýsingar um þá líka? Ég ætti kannski að taka þig inn í læknateymið því þú veist allt best,“ sagði Solbakken. Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira
Það var þó full ástæða fyrir norska fjölmiðlamenn að spyrja Solbakken og lækni landsliðsins, Ola Sand, út í stöðuna á Ödegaard. Landsliðsfyrirliðinn er nýkominn af stað eftir meiðsli en gat þó spilað níutíu mínútur fyrir Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn. Ödegaard var kallaður inn í norska landsliðshópinn á mánudaginn en niðurstaðan varð þó sú að hann færi aftur til Lundúna daginn eftir, til að sinna frekari endurhæfingu eftir tveggja mánaða ökklameiðsli sín. Hann verður því ekki með Noregi í landsleikjum gegn Slóveníu á morgun og gegn Kasakstan á sunnudaginn. Mats Arntzen, blaðamaður VG, þjarmaði að Solbakken á blaðamannafundi í gær og vildi meina að það væri alveg ljóst að Arsenal hefði forgang fram yfir norska landsliðið. Myndband frá fundinum má meðal annars sjá á vef NRK. „Ef að Arsenal hefði átt að mæta Manchester City á sunnudaginn, í stað þess að Noregur væri að fara að mæta Kasakstan, heldur þú þá ekki að það væri sennilegt að hann myndi spila þann leik?“ spurði Arntzen. Ladies and gentlemen, dette er vår landslagstrener🤡 Womp, Womp , Ståle! Hyller reporteren 11/10 ganger i uka!🙈 pic.twitter.com/rcHAGyEtrC— Marcus Haraldsen (@marcusharaldsen) November 12, 2024 „Ég ræð engu um það. Það yrðu bara getgátur,“ svaraði Ola Sand landsliðslæknir en Arntzen lét ekki þar við sitja og sagði: „En hann er annað hvort meiddur eða ekki meiddur?“ Við þetta brast Solbakken þolinmæðin og við tóku snörp orðaskipti á milli hans og Arntzen, og var landsliðsþjálfarinn ansi hvassyrtur. „Mátt ekki vera svona hörundsár“ „Þú mátt ekki vera svona hörundsár. Þú ert rosalega hörundsár. Þú verður að slappa aðeins af. Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken sem sagði engan mun á forgangi fyrir Arsenal og norska landsliðið. Hann treysti fullkomlega mati lækna og sjúkraþjálfara, og Ödegaards sjálfs. Þeir héldu áfram að skiptast á orðum og Arntzen benti á að Arsenal-mennirnir Declan Rice og Bukayo Saka væru ekki heldur með í komandi landsleikjum með Englandi. „Þú ert kannski með góðar upplýsingar um þá líka? Ég ætti kannski að taka þig inn í læknateymið því þú veist allt best,“ sagði Solbakken.
Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira