Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar 12. nóvember 2024 20:00 Íslenskar blóðmerar njóta sérstaklega mikillar samúðar hjá mér af öllum íslenskum dýrum í eldi sem þurfa að þjást í þágu mannsins. Vísir greinir frá að blóðmeramálið hafa ratað á borð nýs umboðsmanns Alþingis, Kristínar Benediktsdóttur, það sé í skoðun og óskað hafi verið frekari gagna. Þetta minnir mig á forna tíð, þegar frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917), kallaði eftir konum til dýraverndar, þær hefðu einfaldlega djúpa tilfinningu fyrir dýravernd og tilfinningum dýra. Hlutverk umboðsmanns er m.a. í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis. Ef umboðsmaður verður þess var að meinbugir séu á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum skal hann tilkynna það Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn. - Þetta tel ég að eigi við um heimild til blóðtöku úr fylfullum merum. Ætla má, þegar fullnægjandi gögn hafi borist, að umboðsmanni ofbjóði. . Það er því fagnaðarefni að ætla megi að umboðsmaður skoði að láta málið sig varða. Ég trúi því að umboðsmaður bendi löggjafanum á að blóðtakan stangist á við lög um velferð dýra og nýtt þing breyti lögum um velferð dýra og banni blóðtöku til framleiðslu hormóns sem leiðir til áframhaldandi dýraníðs í svínaeldi. Síðasti umboðsmaður stakk slíkum erindum undir stól, vildi engin afskipti hafa ef ég man rétt. Sagði blóðtökuleyfið vera með samþykkti löggjafans. Það væri við hann að eiga ekki sig. Ríkisendurskoðandi sneiddi, með slökum rökum, framhjá blóðmeramálinu í úttekt sinni á Matvælastofnun fyrr á þessu ári. Löggjafinn hefur komið því svo fyrir að hann hefur svipt almenning stjórnarskrárvörðu tjárningarfrelsi sínu með því að að lögfesta að einungis MAST sé heimilt að kæra illa meðferð dýra. Deila má um getu MAST til ákvarðanatöku í slíkum málum. Ríkisendurskoðandi taldi MAST fara alltof hægt í sakirnar. Þá eru hagsmunatengsl og mögulegir árekstar innanbúðarmanna hjá MAST klíkunnu, sem oft er svo nefnd, við hagsmunaaðila í blóðmeraníðinu augljósir. Pólitísk afskipti af starfsháttum MAST eru líka þekkt, sem dregur úr trú og áreiðanleika MAST við að sinna dýravernd. Það er því fagnaðarefni að opinber aðili, umboðsmaður Alþingis, hugi að því að taka blóðmeramálið í fang sitt og ýtir það máske undir þá tillögu mína í síðustu grein að blóðmeramálið verði að kosningamáli. Þörf er á umræðu og afstöðu frambjóðenda um málið. Engin hefur þorað í djúpu laug dýraverndarumræðunnar fyrir þessar kosningar ennþá. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Dýraheilbrigði Árni Stefán Árnason Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Íslenskar blóðmerar njóta sérstaklega mikillar samúðar hjá mér af öllum íslenskum dýrum í eldi sem þurfa að þjást í þágu mannsins. Vísir greinir frá að blóðmeramálið hafa ratað á borð nýs umboðsmanns Alþingis, Kristínar Benediktsdóttur, það sé í skoðun og óskað hafi verið frekari gagna. Þetta minnir mig á forna tíð, þegar frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917), kallaði eftir konum til dýraverndar, þær hefðu einfaldlega djúpa tilfinningu fyrir dýravernd og tilfinningum dýra. Hlutverk umboðsmanns er m.a. í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis. Ef umboðsmaður verður þess var að meinbugir séu á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum skal hann tilkynna það Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn. - Þetta tel ég að eigi við um heimild til blóðtöku úr fylfullum merum. Ætla má, þegar fullnægjandi gögn hafi borist, að umboðsmanni ofbjóði. . Það er því fagnaðarefni að ætla megi að umboðsmaður skoði að láta málið sig varða. Ég trúi því að umboðsmaður bendi löggjafanum á að blóðtakan stangist á við lög um velferð dýra og nýtt þing breyti lögum um velferð dýra og banni blóðtöku til framleiðslu hormóns sem leiðir til áframhaldandi dýraníðs í svínaeldi. Síðasti umboðsmaður stakk slíkum erindum undir stól, vildi engin afskipti hafa ef ég man rétt. Sagði blóðtökuleyfið vera með samþykkti löggjafans. Það væri við hann að eiga ekki sig. Ríkisendurskoðandi sneiddi, með slökum rökum, framhjá blóðmeramálinu í úttekt sinni á Matvælastofnun fyrr á þessu ári. Löggjafinn hefur komið því svo fyrir að hann hefur svipt almenning stjórnarskrárvörðu tjárningarfrelsi sínu með því að að lögfesta að einungis MAST sé heimilt að kæra illa meðferð dýra. Deila má um getu MAST til ákvarðanatöku í slíkum málum. Ríkisendurskoðandi taldi MAST fara alltof hægt í sakirnar. Þá eru hagsmunatengsl og mögulegir árekstar innanbúðarmanna hjá MAST klíkunnu, sem oft er svo nefnd, við hagsmunaaðila í blóðmeraníðinu augljósir. Pólitísk afskipti af starfsháttum MAST eru líka þekkt, sem dregur úr trú og áreiðanleika MAST við að sinna dýravernd. Það er því fagnaðarefni að opinber aðili, umboðsmaður Alþingis, hugi að því að taka blóðmeramálið í fang sitt og ýtir það máske undir þá tillögu mína í síðustu grein að blóðmeramálið verði að kosningamáli. Þörf er á umræðu og afstöðu frambjóðenda um málið. Engin hefur þorað í djúpu laug dýraverndarumræðunnar fyrir þessar kosningar ennþá. Höfundur er lögfræðingur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun