Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar 12. nóvember 2024 20:00 Íslenskar blóðmerar njóta sérstaklega mikillar samúðar hjá mér af öllum íslenskum dýrum í eldi sem þurfa að þjást í þágu mannsins. Vísir greinir frá að blóðmeramálið hafa ratað á borð nýs umboðsmanns Alþingis, Kristínar Benediktsdóttur, það sé í skoðun og óskað hafi verið frekari gagna. Þetta minnir mig á forna tíð, þegar frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917), kallaði eftir konum til dýraverndar, þær hefðu einfaldlega djúpa tilfinningu fyrir dýravernd og tilfinningum dýra. Hlutverk umboðsmanns er m.a. í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis. Ef umboðsmaður verður þess var að meinbugir séu á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum skal hann tilkynna það Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn. - Þetta tel ég að eigi við um heimild til blóðtöku úr fylfullum merum. Ætla má, þegar fullnægjandi gögn hafi borist, að umboðsmanni ofbjóði. . Það er því fagnaðarefni að ætla megi að umboðsmaður skoði að láta málið sig varða. Ég trúi því að umboðsmaður bendi löggjafanum á að blóðtakan stangist á við lög um velferð dýra og nýtt þing breyti lögum um velferð dýra og banni blóðtöku til framleiðslu hormóns sem leiðir til áframhaldandi dýraníðs í svínaeldi. Síðasti umboðsmaður stakk slíkum erindum undir stól, vildi engin afskipti hafa ef ég man rétt. Sagði blóðtökuleyfið vera með samþykkti löggjafans. Það væri við hann að eiga ekki sig. Ríkisendurskoðandi sneiddi, með slökum rökum, framhjá blóðmeramálinu í úttekt sinni á Matvælastofnun fyrr á þessu ári. Löggjafinn hefur komið því svo fyrir að hann hefur svipt almenning stjórnarskrárvörðu tjárningarfrelsi sínu með því að að lögfesta að einungis MAST sé heimilt að kæra illa meðferð dýra. Deila má um getu MAST til ákvarðanatöku í slíkum málum. Ríkisendurskoðandi taldi MAST fara alltof hægt í sakirnar. Þá eru hagsmunatengsl og mögulegir árekstar innanbúðarmanna hjá MAST klíkunnu, sem oft er svo nefnd, við hagsmunaaðila í blóðmeraníðinu augljósir. Pólitísk afskipti af starfsháttum MAST eru líka þekkt, sem dregur úr trú og áreiðanleika MAST við að sinna dýravernd. Það er því fagnaðarefni að opinber aðili, umboðsmaður Alþingis, hugi að því að taka blóðmeramálið í fang sitt og ýtir það máske undir þá tillögu mína í síðustu grein að blóðmeramálið verði að kosningamáli. Þörf er á umræðu og afstöðu frambjóðenda um málið. Engin hefur þorað í djúpu laug dýraverndarumræðunnar fyrir þessar kosningar ennþá. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Dýraheilbrigði Árni Stefán Árnason Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Íslenskar blóðmerar njóta sérstaklega mikillar samúðar hjá mér af öllum íslenskum dýrum í eldi sem þurfa að þjást í þágu mannsins. Vísir greinir frá að blóðmeramálið hafa ratað á borð nýs umboðsmanns Alþingis, Kristínar Benediktsdóttur, það sé í skoðun og óskað hafi verið frekari gagna. Þetta minnir mig á forna tíð, þegar frumkvöðull íslenskrar dýraverndar, Tryggvi Gunnarsson (1835-1917), kallaði eftir konum til dýraverndar, þær hefðu einfaldlega djúpa tilfinningu fyrir dýravernd og tilfinningum dýra. Hlutverk umboðsmanns er m.a. í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis. Ef umboðsmaður verður þess var að meinbugir séu á gildandi lögum eða almennum stjórnvaldsfyrirmælum skal hann tilkynna það Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn. - Þetta tel ég að eigi við um heimild til blóðtöku úr fylfullum merum. Ætla má, þegar fullnægjandi gögn hafi borist, að umboðsmanni ofbjóði. . Það er því fagnaðarefni að ætla megi að umboðsmaður skoði að láta málið sig varða. Ég trúi því að umboðsmaður bendi löggjafanum á að blóðtakan stangist á við lög um velferð dýra og nýtt þing breyti lögum um velferð dýra og banni blóðtöku til framleiðslu hormóns sem leiðir til áframhaldandi dýraníðs í svínaeldi. Síðasti umboðsmaður stakk slíkum erindum undir stól, vildi engin afskipti hafa ef ég man rétt. Sagði blóðtökuleyfið vera með samþykkti löggjafans. Það væri við hann að eiga ekki sig. Ríkisendurskoðandi sneiddi, með slökum rökum, framhjá blóðmeramálinu í úttekt sinni á Matvælastofnun fyrr á þessu ári. Löggjafinn hefur komið því svo fyrir að hann hefur svipt almenning stjórnarskrárvörðu tjárningarfrelsi sínu með því að að lögfesta að einungis MAST sé heimilt að kæra illa meðferð dýra. Deila má um getu MAST til ákvarðanatöku í slíkum málum. Ríkisendurskoðandi taldi MAST fara alltof hægt í sakirnar. Þá eru hagsmunatengsl og mögulegir árekstar innanbúðarmanna hjá MAST klíkunnu, sem oft er svo nefnd, við hagsmunaaðila í blóðmeraníðinu augljósir. Pólitísk afskipti af starfsháttum MAST eru líka þekkt, sem dregur úr trú og áreiðanleika MAST við að sinna dýravernd. Það er því fagnaðarefni að opinber aðili, umboðsmaður Alþingis, hugi að því að taka blóðmeramálið í fang sitt og ýtir það máske undir þá tillögu mína í síðustu grein að blóðmeramálið verði að kosningamáli. Þörf er á umræðu og afstöðu frambjóðenda um málið. Engin hefur þorað í djúpu laug dýraverndarumræðunnar fyrir þessar kosningar ennþá. Höfundur er lögfræðingur.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun