Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 15:32 Í flestum siðuðum ríkjum þykir það eðlilegur hlut af góðum stjórnarháttum, að koma í veg fyrir spillingu til að viðhalda heilbrigði kerfisins og þar með trausti til þess. Stjórnunarkerfisstaðlar eru notaðir víða um heim með góðum árangri sem mælist í aukinni hagkvæmni og framleiðni, bættum gæðum og öryggi fólks, auknum árangri í umhverfisvernd, betri samvirkni kerfa og öruggum fjarskiptum. Staðlar gera fólki líka kleift að treysta kerfum, vörum og þjónustu og samkeppnishæfni notenda þeirra eykst. Hér á landi hafa hagsmunasamtök lagt ofuráherslu á meiri verðmætasköpun, aukinn hagvöxt og minna regluverk sem lið í að bæta samkeppnishæfni. En samkeppnishæfni felst ekki bara í hækkandi hagtölum og færri reglum. Hún er ekki síður falin í trausti okkar á stjórnvöld og samfélagið sem við búum við. ISO 37001 Anti-bribary Management Systems er kröfustaðall sem skilgreinir helstu hugtök spillingar og segir til um hvernig búið er til kerfi með röð aðgerða, mælinga og ferla til að fyrirbyggja, auðkenna og takast á við mútur og annars konar spillingu. Kerfið, virkni þess og árangur af notkun þess má svo fá vottaðan af faggiltum vottunaraðila. Skilgreiningar hugtaka eru nauðsynlegar svo umræðunni sé ekki drepið á dreif með því að kalla hlutina ólíkum nöfnum og/eða bera saman epli og appelsínur. Ef tekið er dæmi af skilgreiningu á enska orðinu „bribary“ í ISO 37001er hún; -að bjóða, lofa, gefa, þiggja eða óska eftir ótilhlýðilegum ávinningi af hvaða verðmæti sem er (fjárhagslegu eða ófjárhagslegu) beint eða óbeint, án tillits til staðsetningar, í bága við gildandi lög, sem hvatningu eða umbun fyrir athafnir eða athafnaleysi einstaklings í tengslum við tiltekna frammistöðu. Enska orðið „bribary“ nær því ekki bara yfir reiðufé í brúnum umslögum heldur hvers kyns misnotkun valdstöðu í eigin þágu eða tengdra aðila, s.s. skyldmenna, vina og samstarfsfélaga. ISO 37001 var skrifaður af yfir 100 sérfræðingum frá 50 löndum til að svara spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Þeir þáðu ekki sérstakar greiðslur fyrir, heldur tóku þátt í vinnutíma sínum og á kostnað vinnuveitanda. Mörg þúsund stofnanir og fyrirtæki um allan heim hafa fengið and-spillingar-stjórnunarkerfið sitt vottað af faggildum vottunaraðila. Í þeim hópi eru m.a. byggingaverktakar, opinberar stofnanir, samgöngufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, heildsölur, raftækjaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Í leiðbeiningum með staðlinum má finna ýmis dæmi um mútur og spillingu. Ráðning skyldmenna, vina og samstarfsmanna er þannig skýrt dæmi um spillingu sem og leyfisveitingar og greiði gegn greiða þar sem misfarið er með völd. Peningagreiðslur eru að sjálfsögðu mútur sem og greiðsla ýmis konar kostnaðar. Þá fellur athafnaleysi embættismanna einnig undir skilgreininguna því athafnaleysi getur svo sannarlega leitt til ákjósanlegrar stöðu fyrir þann sem hyggst hagnast á því. Í sömu staðlafjölskyldu er að finna fleiri staðla sem auðvelda uppsetningu kerfa sem vernda uppljóstrara, um framkvæmdir innri rannsókna og auðvitað staðla um stjórnun stofnana en allir byggja þeir á sama kjarna og aðrir stjórnunarkerfisstaðlar, þ.m.t. ISO 9001 Gæðastjórnun. Gjörið svo vel kæru frambjóðendur. Hér eru viðurkennd og örugg verkfæri sem eru auðveld í notkun, til að vinna gegn skaðlegum áhrifum spillingar í stjórnkerfinu, auka traust á það og bæta samkeppnishæfni. Það eina sem þarf er vilji. X-ISO 37001 Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í flestum siðuðum ríkjum þykir það eðlilegur hlut af góðum stjórnarháttum, að koma í veg fyrir spillingu til að viðhalda heilbrigði kerfisins og þar með trausti til þess. Stjórnunarkerfisstaðlar eru notaðir víða um heim með góðum árangri sem mælist í aukinni hagkvæmni og framleiðni, bættum gæðum og öryggi fólks, auknum árangri í umhverfisvernd, betri samvirkni kerfa og öruggum fjarskiptum. Staðlar gera fólki líka kleift að treysta kerfum, vörum og þjónustu og samkeppnishæfni notenda þeirra eykst. Hér á landi hafa hagsmunasamtök lagt ofuráherslu á meiri verðmætasköpun, aukinn hagvöxt og minna regluverk sem lið í að bæta samkeppnishæfni. En samkeppnishæfni felst ekki bara í hækkandi hagtölum og færri reglum. Hún er ekki síður falin í trausti okkar á stjórnvöld og samfélagið sem við búum við. ISO 37001 Anti-bribary Management Systems er kröfustaðall sem skilgreinir helstu hugtök spillingar og segir til um hvernig búið er til kerfi með röð aðgerða, mælinga og ferla til að fyrirbyggja, auðkenna og takast á við mútur og annars konar spillingu. Kerfið, virkni þess og árangur af notkun þess má svo fá vottaðan af faggiltum vottunaraðila. Skilgreiningar hugtaka eru nauðsynlegar svo umræðunni sé ekki drepið á dreif með því að kalla hlutina ólíkum nöfnum og/eða bera saman epli og appelsínur. Ef tekið er dæmi af skilgreiningu á enska orðinu „bribary“ í ISO 37001er hún; -að bjóða, lofa, gefa, þiggja eða óska eftir ótilhlýðilegum ávinningi af hvaða verðmæti sem er (fjárhagslegu eða ófjárhagslegu) beint eða óbeint, án tillits til staðsetningar, í bága við gildandi lög, sem hvatningu eða umbun fyrir athafnir eða athafnaleysi einstaklings í tengslum við tiltekna frammistöðu. Enska orðið „bribary“ nær því ekki bara yfir reiðufé í brúnum umslögum heldur hvers kyns misnotkun valdstöðu í eigin þágu eða tengdra aðila, s.s. skyldmenna, vina og samstarfsfélaga. ISO 37001 var skrifaður af yfir 100 sérfræðingum frá 50 löndum til að svara spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Þeir þáðu ekki sérstakar greiðslur fyrir, heldur tóku þátt í vinnutíma sínum og á kostnað vinnuveitanda. Mörg þúsund stofnanir og fyrirtæki um allan heim hafa fengið and-spillingar-stjórnunarkerfið sitt vottað af faggildum vottunaraðila. Í þeim hópi eru m.a. byggingaverktakar, opinberar stofnanir, samgöngufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, heildsölur, raftækjaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Í leiðbeiningum með staðlinum má finna ýmis dæmi um mútur og spillingu. Ráðning skyldmenna, vina og samstarfsmanna er þannig skýrt dæmi um spillingu sem og leyfisveitingar og greiði gegn greiða þar sem misfarið er með völd. Peningagreiðslur eru að sjálfsögðu mútur sem og greiðsla ýmis konar kostnaðar. Þá fellur athafnaleysi embættismanna einnig undir skilgreininguna því athafnaleysi getur svo sannarlega leitt til ákjósanlegrar stöðu fyrir þann sem hyggst hagnast á því. Í sömu staðlafjölskyldu er að finna fleiri staðla sem auðvelda uppsetningu kerfa sem vernda uppljóstrara, um framkvæmdir innri rannsókna og auðvitað staðla um stjórnun stofnana en allir byggja þeir á sama kjarna og aðrir stjórnunarkerfisstaðlar, þ.m.t. ISO 9001 Gæðastjórnun. Gjörið svo vel kæru frambjóðendur. Hér eru viðurkennd og örugg verkfæri sem eru auðveld í notkun, til að vinna gegn skaðlegum áhrifum spillingar í stjórnkerfinu, auka traust á það og bæta samkeppnishæfni. Það eina sem þarf er vilji. X-ISO 37001 Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun