Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 09:01 Síðastliðin sextíu ár hefur verið til nokkuð sem kallast Íslensk málnefnd. Verkefni málnefndarinnar eru öll unnin í þágu íslensku, tungumálsins sem er opinbert mál á Íslandi og hefur verið talað og skrifað á landinu í rúm þúsund ár. Um íslenska tungu eru til sérstök lög sem hafa að markmiði að vernda og efla tungumálið. Þar er meðal annars kveðið á um íslenskt táknmál og verkefni íslenskrar málnefndar. Þar er ekkert að finna um viðurlög eða refsingar. En það er til lítils að vísa aftur í tímann eða í lagabókstaf ef viðhorf landsmanna til íslensku er dauft eða ósýnilegt. En hvað vitum við um viðhorf landsmanna til íslensku? Fyrr á þessu ári lét Menningar- og viðskiptaráðuneytið gera viðhorfskönnun sem leiddi í ljós að 97 % landsmanna þykir vænt um íslenska tungu. Litlu færri sögðust nota íslensku mikið í daglegu lífi sínu en 66% sögðust hafa miklar áhyggjur af áhrifum ensku á færni barna og ungmenna í íslensku. Á degi íslenskrar tungu er ástæða til að fagna velviljanum sem birtist í því að nánast allir á Íslandi hafi sterkar og jákvæðar tilfinningar til tungumálsins og telji það skipta máli. Um leið má hvetja landsmenn til að nota tungumálið sem víðast og sem mest, sýna velvilja sinn og samtöðu í verki með því að vanda til verka og nýta þann gnægtabrunn sem tungumálið er til að skapa, tjá, gleðja, tengja, bulla, vinna, kenna, grínast, minnast , rökstyðja, hugsa og leika. Því er eins farið um íslensku og væntumþykjuna, því meira sem þetta tvennt er notað, því meira styrkist hvort tveggja. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Síðastliðin sextíu ár hefur verið til nokkuð sem kallast Íslensk málnefnd. Verkefni málnefndarinnar eru öll unnin í þágu íslensku, tungumálsins sem er opinbert mál á Íslandi og hefur verið talað og skrifað á landinu í rúm þúsund ár. Um íslenska tungu eru til sérstök lög sem hafa að markmiði að vernda og efla tungumálið. Þar er meðal annars kveðið á um íslenskt táknmál og verkefni íslenskrar málnefndar. Þar er ekkert að finna um viðurlög eða refsingar. En það er til lítils að vísa aftur í tímann eða í lagabókstaf ef viðhorf landsmanna til íslensku er dauft eða ósýnilegt. En hvað vitum við um viðhorf landsmanna til íslensku? Fyrr á þessu ári lét Menningar- og viðskiptaráðuneytið gera viðhorfskönnun sem leiddi í ljós að 97 % landsmanna þykir vænt um íslenska tungu. Litlu færri sögðust nota íslensku mikið í daglegu lífi sínu en 66% sögðust hafa miklar áhyggjur af áhrifum ensku á færni barna og ungmenna í íslensku. Á degi íslenskrar tungu er ástæða til að fagna velviljanum sem birtist í því að nánast allir á Íslandi hafi sterkar og jákvæðar tilfinningar til tungumálsins og telji það skipta máli. Um leið má hvetja landsmenn til að nota tungumálið sem víðast og sem mest, sýna velvilja sinn og samtöðu í verki með því að vanda til verka og nýta þann gnægtabrunn sem tungumálið er til að skapa, tjá, gleðja, tengja, bulla, vinna, kenna, grínast, minnast , rökstyðja, hugsa og leika. Því er eins farið um íslensku og væntumþykjuna, því meira sem þetta tvennt er notað, því meira styrkist hvort tveggja. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar