Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Gunnar Reynir Valþórsson og Árni Sæberg skrifa 11. nóvember 2024 06:47 Forsetarnir tveir ræddu saman í síma. Þessi mynd er tekin árið 2019. Mikhail Svetlov/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins Washington Post. Heimildir þeirra herma að Trump hafi varað Pútín eindregið við því að stigmagna stríðið í Úkraínu og á forsetinn verðandi að hafa minnt Pútín á að Bandaríkjamenn séu enn með töluverðan herafla í Evrópu. Úkraínumenn vissu ekki af samtalinu Þá er sagt að Trump hafi farið fram á frekari viðræður við Pútín, með það að markmiði að ná fram friðsamlegri lausn í Úkraínu. Trump hefur margoft sagt síðustu misserin að það væri létt verk að leysa Úkraínustríðið, án þess að hann hafi farið nánar út í þá sálma. Talsmenn Úkraínuforseta segja að þeir hafi ekki haft veður af samtali Trumps og Pútíns fyrir fram og raunar hafa talsmenn Trumps ekki staðfest að það hafi í raun átt sér stað. Tjá sig ekki um einstök símtöl Í svari til Reuters segir Steven Cheung, samskiptastjóri Trumps að ekki sé hægt að tjá sig um einstök símtöl sem Trump eigi við þjóðarleiðtoga heimsins. Búist er við því að Trump og Joe Biden fráfarandi forseti hittist í Hvíta húsinu á miðvikudaginn kemur, og er talið að Biden muni eyða miklu púðri í að reyna að fá Trump til að halda áfram stuðningi við Úkraínu á hernaðarsviðinu. Uppfært 9:10 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur haldið því fram að yfirmaður sinn hafi ekki rætt við Trump. Þar að auki liggi ekki fyrir áætlanir um að þeir muni tala saman á næstunni. Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fleiri fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Sjá meira
Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins Washington Post. Heimildir þeirra herma að Trump hafi varað Pútín eindregið við því að stigmagna stríðið í Úkraínu og á forsetinn verðandi að hafa minnt Pútín á að Bandaríkjamenn séu enn með töluverðan herafla í Evrópu. Úkraínumenn vissu ekki af samtalinu Þá er sagt að Trump hafi farið fram á frekari viðræður við Pútín, með það að markmiði að ná fram friðsamlegri lausn í Úkraínu. Trump hefur margoft sagt síðustu misserin að það væri létt verk að leysa Úkraínustríðið, án þess að hann hafi farið nánar út í þá sálma. Talsmenn Úkraínuforseta segja að þeir hafi ekki haft veður af samtali Trumps og Pútíns fyrir fram og raunar hafa talsmenn Trumps ekki staðfest að það hafi í raun átt sér stað. Tjá sig ekki um einstök símtöl Í svari til Reuters segir Steven Cheung, samskiptastjóri Trumps að ekki sé hægt að tjá sig um einstök símtöl sem Trump eigi við þjóðarleiðtoga heimsins. Búist er við því að Trump og Joe Biden fráfarandi forseti hittist í Hvíta húsinu á miðvikudaginn kemur, og er talið að Biden muni eyða miklu púðri í að reyna að fá Trump til að halda áfram stuðningi við Úkraínu á hernaðarsviðinu. Uppfært 9:10 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur haldið því fram að yfirmaður sinn hafi ekki rætt við Trump. Þar að auki liggi ekki fyrir áætlanir um að þeir muni tala saman á næstunni.
Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fleiri fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Sjá meira
Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21