Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Valur Páll Eiríksson skrifar 9. nóvember 2024 07:01 Arnór Smárason skilur sáttur við langan og farsælan feril. Hann er ekki að flýta sér að taka ákvörðun varðandi næstu skref. Vísir/Einar Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. Arnór lék sinn síðasta leik er ÍA mætti Val í lokaumferð Bestu deildarinnar. Það var jafnframt lokaleikur Birkis Más Sævarssonar, fyrrum félaga hans hjá Hammarby. Fjölskylda Arnórs kom honum þá á óvart með stórum borða í stúkunni. Það var því sérstök stund. „Ég reiknaði ekki með þessu. Þetta var æðisleg stund. Það var fljótt í leiknum sem ég var hættur að pæla í því hver staðan í leiknum væri. Maður var bara að njóta augnabliksins með mínu fólki í stúkunni sem hefur stutt mig í gegnum allan minn feril. Ég var mjög þakklátur fyrir þetta augnablik,“ segir Arnór. Fjölskylda Arnórs kom honum á óvart og var íklædd treyjur liða sem hann lék með á löngum ferli sínum.Mynd/Jón Gautir Hannesson Kaflaskil eru því hjá Arnóri í hans lífi. Hvað framtíðina varðar er hann þó ekki mikið að stressa sig. Hann er farinn í sólina á Tenerife og leyfir framhaldinu að ráðast. „Ég mun klárlega vera áfram í kringum knattspyrnu. Það er alveg á hreinu. Þetta er það sem ég hef gert öll þessi ár. Þetta er það sem ég kann og það sem ég hef áhuga á,“ segir Arnór og bætir við: „Við fjölskyldan ætlum bara að byrja á því að fara í smá frí til útlanda núna í tvær vikur að njóta og anda rólega,“ „Það er allt opið með framhaldið og mér finnst það spennandi. Ég hef bara lifað þannig eiginlega allan minn feril. Sem fótboltamaður veistu aldrei hvað gerist í næstu viku hvað er að fara gerast, fyrr en samningur er kominn á borðið hér eða þar. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég er mjög rólegur en vil velja rétt, mitt næsta skref, hvar sem það verður,“ segir Arnór. ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Arnór lék sinn síðasta leik er ÍA mætti Val í lokaumferð Bestu deildarinnar. Það var jafnframt lokaleikur Birkis Más Sævarssonar, fyrrum félaga hans hjá Hammarby. Fjölskylda Arnórs kom honum þá á óvart með stórum borða í stúkunni. Það var því sérstök stund. „Ég reiknaði ekki með þessu. Þetta var æðisleg stund. Það var fljótt í leiknum sem ég var hættur að pæla í því hver staðan í leiknum væri. Maður var bara að njóta augnabliksins með mínu fólki í stúkunni sem hefur stutt mig í gegnum allan minn feril. Ég var mjög þakklátur fyrir þetta augnablik,“ segir Arnór. Fjölskylda Arnórs kom honum á óvart og var íklædd treyjur liða sem hann lék með á löngum ferli sínum.Mynd/Jón Gautir Hannesson Kaflaskil eru því hjá Arnóri í hans lífi. Hvað framtíðina varðar er hann þó ekki mikið að stressa sig. Hann er farinn í sólina á Tenerife og leyfir framhaldinu að ráðast. „Ég mun klárlega vera áfram í kringum knattspyrnu. Það er alveg á hreinu. Þetta er það sem ég hef gert öll þessi ár. Þetta er það sem ég kann og það sem ég hef áhuga á,“ segir Arnór og bætir við: „Við fjölskyldan ætlum bara að byrja á því að fara í smá frí til útlanda núna í tvær vikur að njóta og anda rólega,“ „Það er allt opið með framhaldið og mér finnst það spennandi. Ég hef bara lifað þannig eiginlega allan minn feril. Sem fótboltamaður veistu aldrei hvað gerist í næstu viku hvað er að fara gerast, fyrr en samningur er kominn á borðið hér eða þar. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég er mjög rólegur en vil velja rétt, mitt næsta skref, hvar sem það verður,“ segir Arnór.
ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira