Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar 7. nóvember 2024 19:01 Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika. Samt vitum við öll að þetta er þvættingur – vegna þess að það er sama hvað flokkur X segist ætla að gera; honum mun aldrei takast það nema mögulega í stjórnarsamstarfi með flokki Y. En í ríkjandi rugl-fyrirkomulagi geta allir lofað öllu fögru, einmitt vegna þess að þeir vita að þeir muni aldrei þurfa að standa við stóru orðin. Þetta heitir víst „lýðræðisleg umræða“ á milli fólks í ólíkum stjórnmálaflokkum, ellefu talsins, sem allt telur sig eiga erindi í næstu ríkisstjórn, en alls ekki neinn hinna. Og allt mun snúast um keppnina um efstu sætin í skoðanakönnunum og fyrirtæki sem gera slíkar kannanir halda fylleríshátíð á meðan líkt og fjölmiðlar. En fólkið í landinu vill eitthvað annað en þetta fjölmiðlafyllerí. Því eftir öskrin fara fram kosningar; eftir talningu atkvæða fær sá flokkur, sem mest hefur fylgið, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Og þá byrjar baktjaldamakkið (sem auðvitað var löngu byrjað), hrossakaup og vílíngar og dílingar, „ef þú færð kvef skal ég hnerra fyrir þig“ og „ef þú hnerrar fyrir mig skal ég gefa þér snýtibréf“ o.sv.fr. o.sv.fr. Síðan er mynduð ríkisstjórn, í minnsta lagi stjórn tveggja flokka, mögulega stjórn þriggja flokka, fjögurra flokka gæti líka orðið raunin - og þessi stjórn kynnir stjórnarsáttmála – sem engin veit neitt um hvernig verður – hann er verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar út næsta kjörtímabil. Gjöriðisvovel! Almenningur starir á plaggið og hugsar: Þetta var nú ekki það sem ég kaus. Og þar liggur hundurinn grafinn, þar stendur hnífurinn í kúnni - að almenningur fær sjaldan, ef nokkurn tímann, það sem hann kaus – vegna þess að almenningur hefur ekki val um að kjósa sér ríkisstjórn með verkefnaskrá. Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög, þau einu hér á landi sem fá ríkulegt rekstrarfé úr ríkissjóði, sem þau skömmtuðu sér sjálf – nokkurs konar listamannalaun. Kjósendur eiga því beinharða kröfu á flokkana að þeir stígi fram af þeirri alvöru sem samfélagið þarf á að halda og hætti með þetta fáránlega hopp og hí í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eins og einhverjir fjandans áhrifavaldar. Ef leiðtogar stjórnmálaflokka hefðu hins vegar manndóm og nægilega sannfæringu fyrir málstað sínum, til þess að hætta að vera trúðar fyrir kosningar, en gengju hreint og heiðarlega til verks, semdu sín á milli um kosningabandalög og settu niður verkefnaskrá til næstu fjögurra ára – þá hefði almenningur um eitthvað raunverulegt að kjósa. Þá hefði almenningur raunverulegt val um hver næsta ríkisstjórn yrði. Og þá hefðu stjórnmálamenn um eitthvað raunverulegt og málefnalegt að ræða fyrir kosningar, í stað þess að stökkva á milli þess að svívirða hver annan um eitthvað sem er löngu liðið og skiptir ekki máli, og kvaka þess á milli fagurgala til kjósenda um framtíðaráform sem útilokað er að einn flokkur geti komið í framkvæmd. Að kjósa á milli þriggja til fjögurra trúverðugra kosningabandalaga, hvert með sína niðurnegldu verkefnaskrá og fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn, er ólíkt lýðræðislegri staða fyrir hinn almenna kjósanda, heldur en sú stjórn og sá stjórnarsáttmáli sem settur er saman eftir á, í þessum svokölluðu stjórnarmyndunarviðræðum, sem eru víðs fjarri augum og eyrum kjósenda. Þess í stað gæti flokkur X og flokkur Y kynnt í sameiningu sína ríkisstjórn og verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil, og sagt: Svona verður ríkisstjórnin skipuð, þetta ætlum við að gera á kjörtímabilinu og svona ætlum við að gera það. Það væri ekki eingöngu gagnsærra, trúverðugra og heiðvirðara gagnvart kjósendum ef stjórnmálaflokkar gengju til kosninga bundnir kosningabandalögum, með ákveðna ríkisstjórn og tilbúinn stjórnarsáttmála/verkefnaskrá - það væri líka í lýðræðislegum þungavigtarflokki á móti ruglinu, sirkusnum og tvískinnungnum sem núverandi fyrirkomulag er og hefur ætíð verið. Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Friðrik Erlingsson Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á næstu vikum fara fjölmiðlar á fyllerí með hópi fólks sem ætlar að æsa sig hvert gegn öðru, ætlar að fara fram með ásakanir, svívirðingar, afhjúpanir, vandlætingar, upphrópanir og áfellsidóma – og margt, margt fleira, um leið og þetta fólk lofar okkur kjósendum öllu fögru, einmitt öllu því sem okkur hefur svo lengi langað til að heyra, svo lengi óskað að komið yrði í framkvæmd – já, einmitt núna lofa þau okkur að þetta muni allt verða að veruleika. Samt vitum við öll að þetta er þvættingur – vegna þess að það er sama hvað flokkur X segist ætla að gera; honum mun aldrei takast það nema mögulega í stjórnarsamstarfi með flokki Y. En í ríkjandi rugl-fyrirkomulagi geta allir lofað öllu fögru, einmitt vegna þess að þeir vita að þeir muni aldrei þurfa að standa við stóru orðin. Þetta heitir víst „lýðræðisleg umræða“ á milli fólks í ólíkum stjórnmálaflokkum, ellefu talsins, sem allt telur sig eiga erindi í næstu ríkisstjórn, en alls ekki neinn hinna. Og allt mun snúast um keppnina um efstu sætin í skoðanakönnunum og fyrirtæki sem gera slíkar kannanir halda fylleríshátíð á meðan líkt og fjölmiðlar. En fólkið í landinu vill eitthvað annað en þetta fjölmiðlafyllerí. Því eftir öskrin fara fram kosningar; eftir talningu atkvæða fær sá flokkur, sem mest hefur fylgið, stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands. Og þá byrjar baktjaldamakkið (sem auðvitað var löngu byrjað), hrossakaup og vílíngar og dílingar, „ef þú færð kvef skal ég hnerra fyrir þig“ og „ef þú hnerrar fyrir mig skal ég gefa þér snýtibréf“ o.sv.fr. o.sv.fr. Síðan er mynduð ríkisstjórn, í minnsta lagi stjórn tveggja flokka, mögulega stjórn þriggja flokka, fjögurra flokka gæti líka orðið raunin - og þessi stjórn kynnir stjórnarsáttmála – sem engin veit neitt um hvernig verður – hann er verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar út næsta kjörtímabil. Gjöriðisvovel! Almenningur starir á plaggið og hugsar: Þetta var nú ekki það sem ég kaus. Og þar liggur hundurinn grafinn, þar stendur hnífurinn í kúnni - að almenningur fær sjaldan, ef nokkurn tímann, það sem hann kaus – vegna þess að almenningur hefur ekki val um að kjósa sér ríkisstjórn með verkefnaskrá. Stjórnmálaflokkar eru áhugamannafélög, þau einu hér á landi sem fá ríkulegt rekstrarfé úr ríkissjóði, sem þau skömmtuðu sér sjálf – nokkurs konar listamannalaun. Kjósendur eiga því beinharða kröfu á flokkana að þeir stígi fram af þeirri alvöru sem samfélagið þarf á að halda og hætti með þetta fáránlega hopp og hí í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, eins og einhverjir fjandans áhrifavaldar. Ef leiðtogar stjórnmálaflokka hefðu hins vegar manndóm og nægilega sannfæringu fyrir málstað sínum, til þess að hætta að vera trúðar fyrir kosningar, en gengju hreint og heiðarlega til verks, semdu sín á milli um kosningabandalög og settu niður verkefnaskrá til næstu fjögurra ára – þá hefði almenningur um eitthvað raunverulegt að kjósa. Þá hefði almenningur raunverulegt val um hver næsta ríkisstjórn yrði. Og þá hefðu stjórnmálamenn um eitthvað raunverulegt og málefnalegt að ræða fyrir kosningar, í stað þess að stökkva á milli þess að svívirða hver annan um eitthvað sem er löngu liðið og skiptir ekki máli, og kvaka þess á milli fagurgala til kjósenda um framtíðaráform sem útilokað er að einn flokkur geti komið í framkvæmd. Að kjósa á milli þriggja til fjögurra trúverðugra kosningabandalaga, hvert með sína niðurnegldu verkefnaskrá og fyrirfram ákveðnu ríkisstjórn, er ólíkt lýðræðislegri staða fyrir hinn almenna kjósanda, heldur en sú stjórn og sá stjórnarsáttmáli sem settur er saman eftir á, í þessum svokölluðu stjórnarmyndunarviðræðum, sem eru víðs fjarri augum og eyrum kjósenda. Þess í stað gæti flokkur X og flokkur Y kynnt í sameiningu sína ríkisstjórn og verkefnaskrá fyrir næsta kjörtímabil, og sagt: Svona verður ríkisstjórnin skipuð, þetta ætlum við að gera á kjörtímabilinu og svona ætlum við að gera það. Það væri ekki eingöngu gagnsærra, trúverðugra og heiðvirðara gagnvart kjósendum ef stjórnmálaflokkar gengju til kosninga bundnir kosningabandalögum, með ákveðna ríkisstjórn og tilbúinn stjórnarsáttmála/verkefnaskrá - það væri líka í lýðræðislegum þungavigtarflokki á móti ruglinu, sirkusnum og tvískinnungnum sem núverandi fyrirkomulag er og hefur ætíð verið. Höfundur er kjósandi.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun