Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 15:47 Leikskólinn var sótthreinsaður og þrifinn áður en börnin fengu að fara aftur í leikskólann. Ekkert barn fær að koma aftur nema það hafi verið einkennalaust í tvo daga og niðurstöður úr rannsóknum séu neikvæðar. Vísir/Einar Foreldrum barna á Mánagarði hefur verið tilkynnt af Félagsstofnun stúdenta, FS, að þau geti tilkynnt mál sín og veikindi barna þeirra vegna E. coli sýkingar á leikskólanum til Sjóva. FS hefur fundað með Sjóvá og var niðurstaðan af þeim fundi að bótaskyldan væri viðurkennd. Þetta kemur fram í pósti frá FS til foreldra. Eins og fram kom í síðustu viku var niðurstaða rannsóknar starfshóps á uppruna smitsins að um hefði verið að ræða sýkt hakk frá Kjarnafæði sem hefði ekki verið meðhöndlað með réttum hætti í eldhúsi Mánagarðs. Allt að 45 börn veiktust á leikskólanum. Enn er einhver fjöldi inniliggjandi á Barnaspítalanum. Fyrr í vikunni var eitt barn á gjörgæslu í öndunarvél. Leikskólinn opnaði aftur á þriðjudag. Börnin fá nú mat frá Skólamat en áður var hann undirbúinn á staðnum. „FS harmar þau mistök og vill enn og aftur ítreka að hugur FS er hjá þeim börnum sem veiktust, foreldrum og öllum aðstandendum þeirra. Það er einlæg ósk okkar að þau börn sem eru enn að berjast við sýkinguna hressist sem fyrst og nái fullum bata,“ segir í póstinum sem sendur var á foreldra. Bent á að tilkynna til Sjóvá Þar kemur einnig fram að öll börn á leikskólum FS séu tryggð hjá Sjóvá auk þess sem FS sé með ábyrgðartryggingu hjá þeim, og að bótaskylda sé viðurkennd. „Ykkur er vinsamlega bent á að tilkynna mál ykkar barna beint á vefsíðu Sjóvá, bæði til þess að tryggja bótarétt barnsins ef langvinnar afleiðingar verða af sýkingunni og til þess að sækja bætur vegna tekjutaps eða kostnaðar sem kann að hljótast af veikindunum,“ segir í tölvupóstinum og að búast megi við því að það muni taka tíma að vinna málin og safna gögnum. Þá er foreldrum að endingu bent á að hafa samband við Sjóva og að FS geti aðstoðað ef þörf er á. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Háskólar Leikskólar Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40 E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03 Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Eins og fram kom í síðustu viku var niðurstaða rannsóknar starfshóps á uppruna smitsins að um hefði verið að ræða sýkt hakk frá Kjarnafæði sem hefði ekki verið meðhöndlað með réttum hætti í eldhúsi Mánagarðs. Allt að 45 börn veiktust á leikskólanum. Enn er einhver fjöldi inniliggjandi á Barnaspítalanum. Fyrr í vikunni var eitt barn á gjörgæslu í öndunarvél. Leikskólinn opnaði aftur á þriðjudag. Börnin fá nú mat frá Skólamat en áður var hann undirbúinn á staðnum. „FS harmar þau mistök og vill enn og aftur ítreka að hugur FS er hjá þeim börnum sem veiktust, foreldrum og öllum aðstandendum þeirra. Það er einlæg ósk okkar að þau börn sem eru enn að berjast við sýkinguna hressist sem fyrst og nái fullum bata,“ segir í póstinum sem sendur var á foreldra. Bent á að tilkynna til Sjóvá Þar kemur einnig fram að öll börn á leikskólum FS séu tryggð hjá Sjóvá auk þess sem FS sé með ábyrgðartryggingu hjá þeim, og að bótaskylda sé viðurkennd. „Ykkur er vinsamlega bent á að tilkynna mál ykkar barna beint á vefsíðu Sjóvá, bæði til þess að tryggja bótarétt barnsins ef langvinnar afleiðingar verða af sýkingunni og til þess að sækja bætur vegna tekjutaps eða kostnaðar sem kann að hljótast af veikindunum,“ segir í tölvupóstinum og að búast megi við því að það muni taka tíma að vinna málin og safna gögnum. Þá er foreldrum að endingu bent á að hafa samband við Sjóva og að FS geti aðstoðað ef þörf er á.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Háskólar Leikskólar Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40 E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03 Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. 5. nóvember 2024 12:40
E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur á spítala vegna E. coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E. coli-sýkingu. 3. nóvember 2024 20:03
Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13