Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 07:03 Sem barn með ógreint ADHD átti ég það til að týna öllu. Íþróttatöskur, handklæði, lyklar, síminn - nefndu það og ég týndi því. Þegar ég var níu ára týndi ég körfuboltaskónum mínum, korter í æfingu. Ég lét mig hafa það og mætti á æfingu, skólaus. Reyndir leikmenn geta alveg séð hvert þetta stefnir, ég tábrotnaði. Ég teipaði saman tærnar í einhverju flýti og dröslaðist svo heim. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Mamma mín vissi það svo við fórum á bráðamóttökuna, ég níu ára og kjökrandi en mjög fegin að enda ekki með afmyndaða tá eða verki til lengri tíma. Tábrotið mitt fékk skjóta afgreiðslu áður en vandinn varð þungur og þörf var á miklum aðgerðum. Því miður hefur samfélagið brugðist þeim börnum sem glíma við ósýnilegan sársauka, það er ekki fyrr en verkir eru langvarandi og andlegt ástand nánast afmyndað sem við segjum „björgum börnunum“. Börnin eiga betra skilið en svo. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með vímuefnum. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með ofbeldi. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín sjálf. Við eigum að vera fyrirmyndarsamfélag í málefnum barna og ungmenna. Við eigum ekki að sætta okkur við að geðheilsa þeirra fari versnandi. Við eigum ekki að sætta okkur við að ofbeldi sé að aukast. Það þarf að styrkja þjónustu við börn á öllum stigum. Að laga hlutina strax þegar kemur að börnum er líka oftast ódýrara en að bíða með það. Í þyngsta málaflokknum er úrræðaleysi til staðar. Á Íslandi eru starfrækt tvö meðferðarheimili, Stuðlar í Reykjavík fyrir ungmenni og Bjargey í Eyjafirði fyrir stúlkur og stálp. Vöntun er á heimili sem einungis er ætlað drengjum. Það vantar langtíma meðferðarúrræði fyrir drengi. Við þurfum mun fleiri og sérhæfðari úrræði í málaflokkinn sem grípa utan um fjölbreyttan hóp barna. Breytum þessu. Áður en börn þurfa á sérhæfðum úrræðum að halda þarf að hjálpa þeim að teipa brotið. Útrýmum biðlistum, bjóðum þeim ókeypis sálfræðiþjónustu, sköpum þeim samfélag þar sem þau fá að blómstra. Ég hef verið spurð hvort þjálfarinn hefði ekki leyft mér að vera á útiskónum, hvort ég hefði getað fengið lánaða skó og hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir tábrotið. Því spyr ég, hvers vegna erum við ekki að fyrirbyggja vímuefnaneyslu barna, ofbeldisbrot og að áföll fylgi þeim út ævina? Við þurfum að tryggja öllum börnum nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu. Við þurfum að ráðast í átak gegn úrræðaleysinu sem blasir við. Við þurfum að koma til móts við starfsfólkið á gólfinu sem berst í bökkum dag hvern að tryggja börnum öruggt umhverfi. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Sem barn með ógreint ADHD átti ég það til að týna öllu. Íþróttatöskur, handklæði, lyklar, síminn - nefndu það og ég týndi því. Þegar ég var níu ára týndi ég körfuboltaskónum mínum, korter í æfingu. Ég lét mig hafa það og mætti á æfingu, skólaus. Reyndir leikmenn geta alveg séð hvert þetta stefnir, ég tábrotnaði. Ég teipaði saman tærnar í einhverju flýti og dröslaðist svo heim. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Mamma mín vissi það svo við fórum á bráðamóttökuna, ég níu ára og kjökrandi en mjög fegin að enda ekki með afmyndaða tá eða verki til lengri tíma. Tábrotið mitt fékk skjóta afgreiðslu áður en vandinn varð þungur og þörf var á miklum aðgerðum. Því miður hefur samfélagið brugðist þeim börnum sem glíma við ósýnilegan sársauka, það er ekki fyrr en verkir eru langvarandi og andlegt ástand nánast afmyndað sem við segjum „björgum börnunum“. Börnin eiga betra skilið en svo. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með vímuefnum. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með ofbeldi. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín sjálf. Við eigum að vera fyrirmyndarsamfélag í málefnum barna og ungmenna. Við eigum ekki að sætta okkur við að geðheilsa þeirra fari versnandi. Við eigum ekki að sætta okkur við að ofbeldi sé að aukast. Það þarf að styrkja þjónustu við börn á öllum stigum. Að laga hlutina strax þegar kemur að börnum er líka oftast ódýrara en að bíða með það. Í þyngsta málaflokknum er úrræðaleysi til staðar. Á Íslandi eru starfrækt tvö meðferðarheimili, Stuðlar í Reykjavík fyrir ungmenni og Bjargey í Eyjafirði fyrir stúlkur og stálp. Vöntun er á heimili sem einungis er ætlað drengjum. Það vantar langtíma meðferðarúrræði fyrir drengi. Við þurfum mun fleiri og sérhæfðari úrræði í málaflokkinn sem grípa utan um fjölbreyttan hóp barna. Breytum þessu. Áður en börn þurfa á sérhæfðum úrræðum að halda þarf að hjálpa þeim að teipa brotið. Útrýmum biðlistum, bjóðum þeim ókeypis sálfræðiþjónustu, sköpum þeim samfélag þar sem þau fá að blómstra. Ég hef verið spurð hvort þjálfarinn hefði ekki leyft mér að vera á útiskónum, hvort ég hefði getað fengið lánaða skó og hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir tábrotið. Því spyr ég, hvers vegna erum við ekki að fyrirbyggja vímuefnaneyslu barna, ofbeldisbrot og að áföll fylgi þeim út ævina? Við þurfum að tryggja öllum börnum nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu. Við þurfum að ráðast í átak gegn úrræðaleysinu sem blasir við. Við þurfum að koma til móts við starfsfólkið á gólfinu sem berst í bökkum dag hvern að tryggja börnum öruggt umhverfi. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun