Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir og Gunnar Hersveinn skrifa 8. nóvember 2024 08:01 Nú marrar í malbikinu undan nöglum vetrardekkja, í níu stiga hita í nóvember. Yfir Esjunni svífur ekki lengur sólroðið ský, heldur brúnleitt mengunarský af svifrykinu sem nagladekkin losa af götunum. Margar leiðir eru færar til að losna við þennan ófögnuð, sem ógnar heilsu borgarbúa, loftslaginu og umhverfinu öllu. Nokkur dekkjaverkstæði fullyrða að betri lausnir finnist nú í annarskonar vetrardekkjum en þeim gamaldags negldu dekkjum sem við mörg erum vönust. Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum. Það er sinnum, ekki 20-40% meira heldur 2000% meira. Þrátt fyrir að nú sé vetur, hálka líkleg í efri byggðum á morgnana, Hellisheiðin varasöm og hálka í roki á Kjalarnesinu, þá finnast margar ólíkar leiðir til að forðast nagladekkin sem líka eru skaðleg. Það er ekki sjálfgefið að aka á nöglum þótt almanakið leyfi það frá 1. nóvember til 15. apríl. Sífellt betri naglalaus dekk eru í boði, vetrardekkjakönnun 2024 sem FÍB hefur birt staðfestir það. Þar fá valin naglalaus dekk mjög góða umsögn og háa einkunn. Fyrir þá sem enn treysta á nagla þegar farið er um hála fjallvegi má benda á möguleikann á skammtímaleigu vetrardekkja sem hægt er að nýta fyrir stakar ferðir. Landvernd og Reykjavíkurborg taka nú höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Við hvetjum fólk til að taka upplýsta ákvörðun áður en nagladekkin eru sett undir. Að fólk kynni sér aðra kosti og reyni í lengstu lög að komast hjá því að spæna upp malbikið. Því það er skaðlegt á svo margan hátt. Það er dýrt, það er veldur loftmengun, ertingu í öndunarvegum og er heilsuspillandi. Nagladekk skila ekki meira öryggi en góð, vönduð og margprófuð naglalaus vetrardekk. Nagladekk eru ekki aðeins slæm fyrir loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu heldur skapa þau hávaða og kostnaður við viðhald gatna hækkar. Skemmdir í malbiki draga líka verulega úr viðunandi akstursskilyrðum. Naglar í dekkjum hjálpa til dæmis ekki til við akstur í snjó heldur aðeins við ákveðin skilyrði við ísingu á götum. Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2024 var þannig að 40,3% ökutækja voru á negldum dekkjum í Reykjavík. Þetta er alltof há tala á svæði þar sem vetrarþjónusta gatna er góð og hægt að nýta almenningssamgöngur til að fara á milli staða. Nú sem aldrei fyrr er ástæða til að velja góð vetrardekk og sleppa nöglunum. Gerum þetta saman – loftgæði eru lífsgæði! Aðrir og betri hjólbarðar eru þegar á markmiði og nefna má að innviðir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur hafa stórbatnað á höfuðborgarsvæðinu. Höfundar starfa fyrir Landvernd og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Nagladekk Umhverfismál Samgöngur Reykjavík Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Nú marrar í malbikinu undan nöglum vetrardekkja, í níu stiga hita í nóvember. Yfir Esjunni svífur ekki lengur sólroðið ský, heldur brúnleitt mengunarský af svifrykinu sem nagladekkin losa af götunum. Margar leiðir eru færar til að losna við þennan ófögnuð, sem ógnar heilsu borgarbúa, loftslaginu og umhverfinu öllu. Nokkur dekkjaverkstæði fullyrða að betri lausnir finnist nú í annarskonar vetrardekkjum en þeim gamaldags negldu dekkjum sem við mörg erum vönust. Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum. Það er sinnum, ekki 20-40% meira heldur 2000% meira. Þrátt fyrir að nú sé vetur, hálka líkleg í efri byggðum á morgnana, Hellisheiðin varasöm og hálka í roki á Kjalarnesinu, þá finnast margar ólíkar leiðir til að forðast nagladekkin sem líka eru skaðleg. Það er ekki sjálfgefið að aka á nöglum þótt almanakið leyfi það frá 1. nóvember til 15. apríl. Sífellt betri naglalaus dekk eru í boði, vetrardekkjakönnun 2024 sem FÍB hefur birt staðfestir það. Þar fá valin naglalaus dekk mjög góða umsögn og háa einkunn. Fyrir þá sem enn treysta á nagla þegar farið er um hála fjallvegi má benda á möguleikann á skammtímaleigu vetrardekkja sem hægt er að nýta fyrir stakar ferðir. Landvernd og Reykjavíkurborg taka nú höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Við hvetjum fólk til að taka upplýsta ákvörðun áður en nagladekkin eru sett undir. Að fólk kynni sér aðra kosti og reyni í lengstu lög að komast hjá því að spæna upp malbikið. Því það er skaðlegt á svo margan hátt. Það er dýrt, það er veldur loftmengun, ertingu í öndunarvegum og er heilsuspillandi. Nagladekk skila ekki meira öryggi en góð, vönduð og margprófuð naglalaus vetrardekk. Nagladekk eru ekki aðeins slæm fyrir loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu heldur skapa þau hávaða og kostnaður við viðhald gatna hækkar. Skemmdir í malbiki draga líka verulega úr viðunandi akstursskilyrðum. Naglar í dekkjum hjálpa til dæmis ekki til við akstur í snjó heldur aðeins við ákveðin skilyrði við ísingu á götum. Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2024 var þannig að 40,3% ökutækja voru á negldum dekkjum í Reykjavík. Þetta er alltof há tala á svæði þar sem vetrarþjónusta gatna er góð og hægt að nýta almenningssamgöngur til að fara á milli staða. Nú sem aldrei fyrr er ástæða til að velja góð vetrardekk og sleppa nöglunum. Gerum þetta saman – loftgæði eru lífsgæði! Aðrir og betri hjólbarðar eru þegar á markmiði og nefna má að innviðir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur hafa stórbatnað á höfuðborgarsvæðinu. Höfundar starfa fyrir Landvernd og Reykjavíkurborg.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun