Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Guðmundur Þórarinsson í leik með FC Noah í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Domenic Aquilina/Getty Images Guðmundur Þórarinsson og félagar í liðinu Noah frá Armeníu mæta á Brúnna, Stamford Bridge, í kvöld í Sambandsdeild Evrópu og mæta þar heimamönnum í Chelsea. Liðið er nefnt eftir sögunni um örkina hans Nóa og er sagt vera tilbúið að „leggja örkinni“ í leik kvöldsins. The Athletic birtir langa grein um lið FC Noah frá Armeníu. Eflaust voru fæst hér á landi sem vissu nokkuð um tilurð liðsins fyrr en í sumar þegar hinn 32 ára gamli Guðmundur gekk í raðir þess í júlí síðastliðnum. Félagið var stofnað í Armavir árið 2017 og hét upphaflega FC Artsakh. Aðeins tveimur árum síðar var nafninu breytt og það nafn á sér talsvert lengri sögu enda félagið í dag nefnt í höfuðið á örkinni hans Nóa sem á rætur sínar að rekja til trúarrita sem eru hátt í þúsund ára gömul. Hvað félagið í dag varðar þá situr það í 4. sæti efstu deildar, tíu stigum á eftir toppliðinu Urartu. Fyrir tímabilið ákvað félagið að sækja fjölda leikmanna í von um að komast þangað sem það er í dag, í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. https://t.co/kVwB2sL8t4 Who are FC Noah? They’re named after biblical tale and are willing to ‘park the ark’ against Chelsea 👇— Simon Johnson (@SJohnsonSport) November 6, 2024 Ásamt Guðmundi sótti það 15 aðra leikmenn, flesta erlendis frá. Það hefur ekki dugað til að setja gera atlögu að titlinum en liðið er þó komið alla leið í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vonast liðið til að skrá sig enn frekar í sögubækurnar sem og að vekja athygli á Armeníu og fótboltanum þar í landi með góðum úrslitum á Brúnni í kvöld. Til þess er það tilbúið að „leggja örkinni“ en hvort það dugi verður að koma í ljós. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
The Athletic birtir langa grein um lið FC Noah frá Armeníu. Eflaust voru fæst hér á landi sem vissu nokkuð um tilurð liðsins fyrr en í sumar þegar hinn 32 ára gamli Guðmundur gekk í raðir þess í júlí síðastliðnum. Félagið var stofnað í Armavir árið 2017 og hét upphaflega FC Artsakh. Aðeins tveimur árum síðar var nafninu breytt og það nafn á sér talsvert lengri sögu enda félagið í dag nefnt í höfuðið á örkinni hans Nóa sem á rætur sínar að rekja til trúarrita sem eru hátt í þúsund ára gömul. Hvað félagið í dag varðar þá situr það í 4. sæti efstu deildar, tíu stigum á eftir toppliðinu Urartu. Fyrir tímabilið ákvað félagið að sækja fjölda leikmanna í von um að komast þangað sem það er í dag, í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. https://t.co/kVwB2sL8t4 Who are FC Noah? They’re named after biblical tale and are willing to ‘park the ark’ against Chelsea 👇— Simon Johnson (@SJohnsonSport) November 6, 2024 Ásamt Guðmundi sótti það 15 aðra leikmenn, flesta erlendis frá. Það hefur ekki dugað til að setja gera atlögu að titlinum en liðið er þó komið alla leið í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vonast liðið til að skrá sig enn frekar í sögubækurnar sem og að vekja athygli á Armeníu og fótboltanum þar í landi með góðum úrslitum á Brúnni í kvöld. Til þess er það tilbúið að „leggja örkinni“ en hvort það dugi verður að koma í ljós.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira