Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2024 08:15 Við kennarar þurfum að fá okkur góðan slurk af hroka. Að tala um hvað við erum miklir naglar. Kennarastarfið er gífurlega töff starfsvettvangur. Þú þarft að vera með bein í nefinu til að endast. Við þurfum að koma því á dagskrá í almennri umræðu. Að geta svarað með kjarki og hrakið ómálefnaleg rök, skítkast og skilað því til föðurhúsanna. Auðvitað þurfum við áfram að vera málefnaleg og fagleg. Við erum sérfræðingar og fræðimenn. Fagstétt með langa glæsta sögu. Starf sem mönnum stóð stuggur af. Það er ekki að ástæðulausu að rætt var um prestinn, sýslumanninn og kennarann sem toppana hér áður fyrr. Þetta er okkar bolti til að halda á lofti. En við erum ekki fórnarlömb og við þurfum ekki að auglýsa hvað við erum góðar manneskjur til þess að heyja þessa baráttu. Hvað með BÖRNIN er að mínu mati þreytt tugga sem er alltaf kastað í báðar áttir. Sem var einmitt það fyrsta sem spyrill Ríkisútvarpsins reyndi að grilla formanninn okkar með þegar verkfallsaðgerðir voru upprunalega kynntar. „En er það sanngjarnt?“ Það er að mínu mati barnaleg nálgun á erfitt mál. Ég spyr þá einfaldlega, hefði verið betra fyrir Ísland ef allir nemendur landsins hefðu misst úr skóla þvert á línuna. Svo ástandið væri jafn glatað fyrir alla. Ég er ekki viss um að það væri eitthvað betra. Er ekki betra að takmarka skaðann sem aðgerðir munu hafa frekar en að allir hafi það jafn skítt. Síðan má ekki gleyma því að þegar kennarar hafa farið í allsherjar verkfall hefur sú vegferð iðulega endað með lagasetningu. Sem er ekkert rosalega sanngjarnt, er það nokkuð? Mig langar til að mynda að benda á eina létta vitleysu sem hefur verið hent fram í ljósi sanngyrnis röksemdafærslunnar. Veikindahlutfall kennara. Var sérstaklega sanngjarnt að slengja fram tölum frá 2020. Sennilega ekki í ljósi þess að öllum nema framlínufólki var boðið að vinna heima. „Við erum öll í þessu saman.” Það er enginn hvati til að hringja sig inn veikan þegar viðkomandi þarf ekki að yfirgefa húsið til að mæta í vinnuna. Mér fannst allavega meira töff að þurfa að mæta á staðinn. En það er bara ég. En hey, þetta var vel spilað viðskiptaráð. Fast skot sem málaði kennara upp sem lata vesalinga. Var það ekki annars meiningin? Við kennarar ættum að geta borið virðingu fyrir öflugri spilamennsku. Svo sjáum við hvað næsta lota ber í skauti sér. Við erum töff, við tökum þetta á kassann. Hvað með ykkur? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Við kennarar þurfum að fá okkur góðan slurk af hroka. Að tala um hvað við erum miklir naglar. Kennarastarfið er gífurlega töff starfsvettvangur. Þú þarft að vera með bein í nefinu til að endast. Við þurfum að koma því á dagskrá í almennri umræðu. Að geta svarað með kjarki og hrakið ómálefnaleg rök, skítkast og skilað því til föðurhúsanna. Auðvitað þurfum við áfram að vera málefnaleg og fagleg. Við erum sérfræðingar og fræðimenn. Fagstétt með langa glæsta sögu. Starf sem mönnum stóð stuggur af. Það er ekki að ástæðulausu að rætt var um prestinn, sýslumanninn og kennarann sem toppana hér áður fyrr. Þetta er okkar bolti til að halda á lofti. En við erum ekki fórnarlömb og við þurfum ekki að auglýsa hvað við erum góðar manneskjur til þess að heyja þessa baráttu. Hvað með BÖRNIN er að mínu mati þreytt tugga sem er alltaf kastað í báðar áttir. Sem var einmitt það fyrsta sem spyrill Ríkisútvarpsins reyndi að grilla formanninn okkar með þegar verkfallsaðgerðir voru upprunalega kynntar. „En er það sanngjarnt?“ Það er að mínu mati barnaleg nálgun á erfitt mál. Ég spyr þá einfaldlega, hefði verið betra fyrir Ísland ef allir nemendur landsins hefðu misst úr skóla þvert á línuna. Svo ástandið væri jafn glatað fyrir alla. Ég er ekki viss um að það væri eitthvað betra. Er ekki betra að takmarka skaðann sem aðgerðir munu hafa frekar en að allir hafi það jafn skítt. Síðan má ekki gleyma því að þegar kennarar hafa farið í allsherjar verkfall hefur sú vegferð iðulega endað með lagasetningu. Sem er ekkert rosalega sanngjarnt, er það nokkuð? Mig langar til að mynda að benda á eina létta vitleysu sem hefur verið hent fram í ljósi sanngyrnis röksemdafærslunnar. Veikindahlutfall kennara. Var sérstaklega sanngjarnt að slengja fram tölum frá 2020. Sennilega ekki í ljósi þess að öllum nema framlínufólki var boðið að vinna heima. „Við erum öll í þessu saman.” Það er enginn hvati til að hringja sig inn veikan þegar viðkomandi þarf ekki að yfirgefa húsið til að mæta í vinnuna. Mér fannst allavega meira töff að þurfa að mæta á staðinn. En það er bara ég. En hey, þetta var vel spilað viðskiptaráð. Fast skot sem málaði kennara upp sem lata vesalinga. Var það ekki annars meiningin? Við kennarar ættum að geta borið virðingu fyrir öflugri spilamennsku. Svo sjáum við hvað næsta lota ber í skauti sér. Við erum töff, við tökum þetta á kassann. Hvað með ykkur? Höfundur er kennari.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun