Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2024 08:07 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var einn helsti andstæðingur stjórnarskrárbreytingartillögunnar. Paul Hennessy/Getty Samhliða forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær voru atkvæði greidd um rétt kvenna til þungunarrofs í nokkrum ríkjum. Íbúar Flórída urðu fyrstir til þess að fella tillögu um stjórnarskrárbreytingu sem festir réttinn í sessi. Eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hafði í áratugi tryggt konum rétt til þungunarrofs árið 2022 hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Í Flórída var bann við þungunarrofi eftir sjöttu viku meðgöngu lögleitt í kjölfar dóms hæstaréttar. Þessu vildu aðgerðarsinnar breyta með tillögu að breytingum á stjórnarskrá ríkisins sem myndi heimila þungunarrof fram að þeim tímapunkti sem fóstur myndi líklega lifa af utan móðurkviðs. Það er um það bil fram að 22. viku meðgöngu. Til samanburðar er þungunarrof almennt heimilt hér á landi til og með 22. viku. Meirihlutinn vildi breytingar Í frétt AP segir að meirihluti greiddra atkvæða í Flórída hafi verið með stjórnarskrárbreytingunni. Þar þurfi aftur á móti aukinn meirihluta, sextíu prósent, til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi, sem hafi ekki náðst. Þar með er talið að ríkisstjórinn Ron DeSantis hafi unnið mikinn pólitískan sigur en hann barðist ötullega gegn stjórnarskrárbreytingartillögunni. Öfugt í Missouri Íbúar Missouri greiddu einnig atkvæði um sams konar stjórnarskrárbreytingu. Þar á bæ bjuggu íbúar við eina ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna. Lög ríksins lögðu blátt bann við þungunarrofi nema þungun ógnaði heilsu móðurinnar. Meirihluti kjósenda í ríkinu greiddi atkvæði með stjórnarskrárbreytingu sem takmarkar heimild löggjafans til að bann þungunarrof við þungunarrof eftir þann tímapunkt sem fóstur myndi lifa af utan móðurkviðs. „Í dag skrifuðu íbúar Missouri söguna og sendu skýr skilaboð; ákvarðanir um þungun, þar á meðal um þungunarrof, getnaðarvarnir og þjónustu við konur sem missa fóstur, eru persónulegar og einkamál og eiga að liggja hjá skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra, ekki stjórnmálamönnum,“ hefur AP eftir Rachel Sweet, sem stýrði kosningabaráttu samtaka sem börðust fyrir breytingunni. Sigur Sweet og félaga er þó ekki enn í höfn en aðgerðarsinnar þurfa nú að láta reyna á gildi þungunarrofsbanns ríkisins fyrir dómstólum. Í Colorado og Maryland var réttur til þungunarrofs, sem þegar var til staðar, festur í sessi með stjórnarskrárbreytingum. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að þungunarrof væri heimilt hér á landi til og með 20. viku meðgöngu. Rétt er að þungunarrof er heimilt til og með 22. viku meðgöngu. Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hafði í áratugi tryggt konum rétt til þungunarrofs árið 2022 hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Í Flórída var bann við þungunarrofi eftir sjöttu viku meðgöngu lögleitt í kjölfar dóms hæstaréttar. Þessu vildu aðgerðarsinnar breyta með tillögu að breytingum á stjórnarskrá ríkisins sem myndi heimila þungunarrof fram að þeim tímapunkti sem fóstur myndi líklega lifa af utan móðurkviðs. Það er um það bil fram að 22. viku meðgöngu. Til samanburðar er þungunarrof almennt heimilt hér á landi til og með 22. viku. Meirihlutinn vildi breytingar Í frétt AP segir að meirihluti greiddra atkvæða í Flórída hafi verið með stjórnarskrárbreytingunni. Þar þurfi aftur á móti aukinn meirihluta, sextíu prósent, til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi, sem hafi ekki náðst. Þar með er talið að ríkisstjórinn Ron DeSantis hafi unnið mikinn pólitískan sigur en hann barðist ötullega gegn stjórnarskrárbreytingartillögunni. Öfugt í Missouri Íbúar Missouri greiddu einnig atkvæði um sams konar stjórnarskrárbreytingu. Þar á bæ bjuggu íbúar við eina ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna. Lög ríksins lögðu blátt bann við þungunarrofi nema þungun ógnaði heilsu móðurinnar. Meirihluti kjósenda í ríkinu greiddi atkvæði með stjórnarskrárbreytingu sem takmarkar heimild löggjafans til að bann þungunarrof við þungunarrof eftir þann tímapunkt sem fóstur myndi lifa af utan móðurkviðs. „Í dag skrifuðu íbúar Missouri söguna og sendu skýr skilaboð; ákvarðanir um þungun, þar á meðal um þungunarrof, getnaðarvarnir og þjónustu við konur sem missa fóstur, eru persónulegar og einkamál og eiga að liggja hjá skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra, ekki stjórnmálamönnum,“ hefur AP eftir Rachel Sweet, sem stýrði kosningabaráttu samtaka sem börðust fyrir breytingunni. Sigur Sweet og félaga er þó ekki enn í höfn en aðgerðarsinnar þurfa nú að láta reyna á gildi þungunarrofsbanns ríkisins fyrir dómstólum. Í Colorado og Maryland var réttur til þungunarrofs, sem þegar var til staðar, festur í sessi með stjórnarskrárbreytingum. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að þungunarrof væri heimilt hér á landi til og með 20. viku meðgöngu. Rétt er að þungunarrof er heimilt til og með 22. viku meðgöngu.
Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira