Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2024 08:07 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var einn helsti andstæðingur stjórnarskrárbreytingartillögunnar. Paul Hennessy/Getty Samhliða forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær voru atkvæði greidd um rétt kvenna til þungunarrofs í nokkrum ríkjum. Íbúar Flórída urðu fyrstir til þess að fella tillögu um stjórnarskrárbreytingu sem festir réttinn í sessi. Eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hafði í áratugi tryggt konum rétt til þungunarrofs árið 2022 hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Í Flórída var bann við þungunarrofi eftir sjöttu viku meðgöngu lögleitt í kjölfar dóms hæstaréttar. Þessu vildu aðgerðarsinnar breyta með tillögu að breytingum á stjórnarskrá ríkisins sem myndi heimila þungunarrof fram að þeim tímapunkti sem fóstur myndi líklega lifa af utan móðurkviðs. Það er um það bil fram að 22. viku meðgöngu. Til samanburðar er þungunarrof almennt heimilt hér á landi til og með 22. viku. Meirihlutinn vildi breytingar Í frétt AP segir að meirihluti greiddra atkvæða í Flórída hafi verið með stjórnarskrárbreytingunni. Þar þurfi aftur á móti aukinn meirihluta, sextíu prósent, til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi, sem hafi ekki náðst. Þar með er talið að ríkisstjórinn Ron DeSantis hafi unnið mikinn pólitískan sigur en hann barðist ötullega gegn stjórnarskrárbreytingartillögunni. Öfugt í Missouri Íbúar Missouri greiddu einnig atkvæði um sams konar stjórnarskrárbreytingu. Þar á bæ bjuggu íbúar við eina ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna. Lög ríksins lögðu blátt bann við þungunarrofi nema þungun ógnaði heilsu móðurinnar. Meirihluti kjósenda í ríkinu greiddi atkvæði með stjórnarskrárbreytingu sem takmarkar heimild löggjafans til að bann þungunarrof við þungunarrof eftir þann tímapunkt sem fóstur myndi lifa af utan móðurkviðs. „Í dag skrifuðu íbúar Missouri söguna og sendu skýr skilaboð; ákvarðanir um þungun, þar á meðal um þungunarrof, getnaðarvarnir og þjónustu við konur sem missa fóstur, eru persónulegar og einkamál og eiga að liggja hjá skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra, ekki stjórnmálamönnum,“ hefur AP eftir Rachel Sweet, sem stýrði kosningabaráttu samtaka sem börðust fyrir breytingunni. Sigur Sweet og félaga er þó ekki enn í höfn en aðgerðarsinnar þurfa nú að láta reyna á gildi þungunarrofsbanns ríkisins fyrir dómstólum. Í Colorado og Maryland var réttur til þungunarrofs, sem þegar var til staðar, festur í sessi með stjórnarskrárbreytingum. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að þungunarrof væri heimilt hér á landi til og með 20. viku meðgöngu. Rétt er að þungunarrof er heimilt til og með 22. viku meðgöngu. Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hafði í áratugi tryggt konum rétt til þungunarrofs árið 2022 hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Í Flórída var bann við þungunarrofi eftir sjöttu viku meðgöngu lögleitt í kjölfar dóms hæstaréttar. Þessu vildu aðgerðarsinnar breyta með tillögu að breytingum á stjórnarskrá ríkisins sem myndi heimila þungunarrof fram að þeim tímapunkti sem fóstur myndi líklega lifa af utan móðurkviðs. Það er um það bil fram að 22. viku meðgöngu. Til samanburðar er þungunarrof almennt heimilt hér á landi til og með 22. viku. Meirihlutinn vildi breytingar Í frétt AP segir að meirihluti greiddra atkvæða í Flórída hafi verið með stjórnarskrárbreytingunni. Þar þurfi aftur á móti aukinn meirihluta, sextíu prósent, til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi, sem hafi ekki náðst. Þar með er talið að ríkisstjórinn Ron DeSantis hafi unnið mikinn pólitískan sigur en hann barðist ötullega gegn stjórnarskrárbreytingartillögunni. Öfugt í Missouri Íbúar Missouri greiddu einnig atkvæði um sams konar stjórnarskrárbreytingu. Þar á bæ bjuggu íbúar við eina ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna. Lög ríksins lögðu blátt bann við þungunarrofi nema þungun ógnaði heilsu móðurinnar. Meirihluti kjósenda í ríkinu greiddi atkvæði með stjórnarskrárbreytingu sem takmarkar heimild löggjafans til að bann þungunarrof við þungunarrof eftir þann tímapunkt sem fóstur myndi lifa af utan móðurkviðs. „Í dag skrifuðu íbúar Missouri söguna og sendu skýr skilaboð; ákvarðanir um þungun, þar á meðal um þungunarrof, getnaðarvarnir og þjónustu við konur sem missa fóstur, eru persónulegar og einkamál og eiga að liggja hjá skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra, ekki stjórnmálamönnum,“ hefur AP eftir Rachel Sweet, sem stýrði kosningabaráttu samtaka sem börðust fyrir breytingunni. Sigur Sweet og félaga er þó ekki enn í höfn en aðgerðarsinnar þurfa nú að láta reyna á gildi þungunarrofsbanns ríkisins fyrir dómstólum. Í Colorado og Maryland var réttur til þungunarrofs, sem þegar var til staðar, festur í sessi með stjórnarskrárbreytingum. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að þungunarrof væri heimilt hér á landi til og með 20. viku meðgöngu. Rétt er að þungunarrof er heimilt til og með 22. viku meðgöngu.
Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira