Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 07:30 Þrátt fyrir ákall um alvöru hagstjórn helst leikstíll ríkisstjórnarinnar óbreyttur alveg fram á lokadag. Eitt allra síðasta verk hennar er að skila af sér fjárlögum á háum yfirdrætti. Fjárlög þar sem útgjöld er miklu meiri en tekjurnar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti fjárlagafrumvarp í september leit dæmið þannig út að hallinn var 41 milljarður. En á örfáum vikum hefur ríkisstjórninni – sem nú er orðin starfsstjórn– hins vegar tekist að skila af sér niðurstöðu upp á tæplega 59 milljarða halla. Vaxtakostnaður fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins Lántökur ríkisins hafa verið svo miklar að vaxtakostnaður er núna fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Um 120 milljarðar munu fara í vaxtakostnað næsta ári. Fá ef nokkur Evrópuríki borga jafn hátt hlutfall í vexti. Þegar svo stór hluti af tekjunum fer í að borga vexti blasir við að ekki er rými til að fjárfesta í innviði eða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Þetta skilur allt venjulegt fólk. Afleiðingarnar blasa við. Heilbrigðis- og menntakerfið er í ólestri. Samgönguáætlun er ófjármögnuð. Löggæsla hefur verið vanfjármögnuð. Úrræði fyrir börn með alvarlegan vanda eru ekki til staðar. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Á þessari stöðu ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð. Sá flokkur hefur setið í fjármálaráðuneytinu allt þetta samstarf nema nú rétt á lokametrunum. Þessi sami flokkur háir nú einhverra hluta vegna kosningabaráttu þar sem hann varar við því að aðrir flokkar komist í ríkisstjórn. Það sé hættulegt að treysta öðrum en Sjálfstæðismönnum fyrir peningunum okkar. Það er auðvitað nákvæmlega engin jarðtenging í þessari afstöðu. Forsætisráðherra virðist raunverulega trúa því að hann sé andlit trausts í ríkisfjármálum. Og nú heyrum við rant Sjálfstæðismanna um hvað stjórnarandstaðan sé eiginlega að meina að gagnrýna þennan ábyrga flokk. En það var af einhverri ástæðu sem Seðlabankinn hækkaði stýrivexti fjórtán sinnum í röð og meira og hærra en nokkur seðlabanki í nágrannalöndunum. Af einhverri ástæðu hafa stýrivextir nú verið 9% í meira en ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum stjórnvalda í heil fjögur ár og miklu lengur en í löndunum í kringum okkur. Greiningaraðilar spá því að verðbólga verði áfram hluti af veruleika fólks og fyrirtækja alveg til ársins 2027. Reikningurinn sendur á heimili og fyrirtæki Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu. Fólk finnur fyrir þessu ójafnvægi. Það borgar hátt verð fyrir þessa óstjórn. Vaxtakostnaður heimila í fyrra jókst um heila 39 milljarða. Fyrir framan nefið á ríkisstjórninni teiknaðist í kjölfarið upp fasteignabóla. Ungt fólk í foreldrahúsum mun ekki geta keypt íbúð nema að eiga pabba og mömmu sem geta hjálpað. Það er ekki hægt öðruvísi. Viðreisn hefur bent á skattbyrði vinnandi fólks á Íslandi. Um önnur hver króna sem hagkerfið skapar fer í skatta eða í lífeyrissjóði. Þetta er með því allra hæsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Svo hár skattur á auðvitað að skila þjónustu og innviðum sem stenst samanburð við kerfi annars staðar á Norðurlöndum en það er ekki staðan. Og árið 2025 munu skattar lögaðila hækka um 1%. Þessi skattahækkun er í boði Sjálfstæðisflokksins. Það er með ólíkindum að hækka skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í mörg ár hefur Viðreisn varað við. Við höfum hvatt til forgangsröðunar, hvatt til jafnvægis og hvatt stjórnina til að sýna ábyrgð. Við höfum einfaldlega talað fyrir því að ríkisstjórnin rói sig aðeins í útgjöldum og forgangsraði af einhverri skynsemi. Það verkefni bíður næstu ríkisstjórnar. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir ákall um alvöru hagstjórn helst leikstíll ríkisstjórnarinnar óbreyttur alveg fram á lokadag. Eitt allra síðasta verk hennar er að skila af sér fjárlögum á háum yfirdrætti. Fjárlög þar sem útgjöld er miklu meiri en tekjurnar. Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti fjárlagafrumvarp í september leit dæmið þannig út að hallinn var 41 milljarður. En á örfáum vikum hefur ríkisstjórninni – sem nú er orðin starfsstjórn– hins vegar tekist að skila af sér niðurstöðu upp á tæplega 59 milljarða halla. Vaxtakostnaður fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins Lántökur ríkisins hafa verið svo miklar að vaxtakostnaður er núna fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Um 120 milljarðar munu fara í vaxtakostnað næsta ári. Fá ef nokkur Evrópuríki borga jafn hátt hlutfall í vexti. Þegar svo stór hluti af tekjunum fer í að borga vexti blasir við að ekki er rými til að fjárfesta í innviði eða þjónustu fyrir fólkið í landinu. Þetta skilur allt venjulegt fólk. Afleiðingarnar blasa við. Heilbrigðis- og menntakerfið er í ólestri. Samgönguáætlun er ófjármögnuð. Löggæsla hefur verið vanfjármögnuð. Úrræði fyrir börn með alvarlegan vanda eru ekki til staðar. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Á þessari stöðu ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuðábyrgð. Sá flokkur hefur setið í fjármálaráðuneytinu allt þetta samstarf nema nú rétt á lokametrunum. Þessi sami flokkur háir nú einhverra hluta vegna kosningabaráttu þar sem hann varar við því að aðrir flokkar komist í ríkisstjórn. Það sé hættulegt að treysta öðrum en Sjálfstæðismönnum fyrir peningunum okkar. Það er auðvitað nákvæmlega engin jarðtenging í þessari afstöðu. Forsætisráðherra virðist raunverulega trúa því að hann sé andlit trausts í ríkisfjármálum. Og nú heyrum við rant Sjálfstæðismanna um hvað stjórnarandstaðan sé eiginlega að meina að gagnrýna þennan ábyrga flokk. En það var af einhverri ástæðu sem Seðlabankinn hækkaði stýrivexti fjórtán sinnum í röð og meira og hærra en nokkur seðlabanki í nágrannalöndunum. Af einhverri ástæðu hafa stýrivextir nú verið 9% í meira en ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum stjórnvalda í heil fjögur ár og miklu lengur en í löndunum í kringum okkur. Greiningaraðilar spá því að verðbólga verði áfram hluti af veruleika fólks og fyrirtækja alveg til ársins 2027. Reikningurinn sendur á heimili og fyrirtæki Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu. Fólk finnur fyrir þessu ójafnvægi. Það borgar hátt verð fyrir þessa óstjórn. Vaxtakostnaður heimila í fyrra jókst um heila 39 milljarða. Fyrir framan nefið á ríkisstjórninni teiknaðist í kjölfarið upp fasteignabóla. Ungt fólk í foreldrahúsum mun ekki geta keypt íbúð nema að eiga pabba og mömmu sem geta hjálpað. Það er ekki hægt öðruvísi. Viðreisn hefur bent á skattbyrði vinnandi fólks á Íslandi. Um önnur hver króna sem hagkerfið skapar fer í skatta eða í lífeyrissjóði. Þetta er með því allra hæsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Svo hár skattur á auðvitað að skila þjónustu og innviðum sem stenst samanburð við kerfi annars staðar á Norðurlöndum en það er ekki staðan. Og árið 2025 munu skattar lögaðila hækka um 1%. Þessi skattahækkun er í boði Sjálfstæðisflokksins. Það er með ólíkindum að hækka skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki sem nú þegar finna fyrir miklum kostnaði vegna verðbólgu og hárra vaxta. Í mörg ár hefur Viðreisn varað við. Við höfum hvatt til forgangsröðunar, hvatt til jafnvægis og hvatt stjórnina til að sýna ábyrgð. Við höfum einfaldlega talað fyrir því að ríkisstjórnin rói sig aðeins í útgjöldum og forgangsraði af einhverri skynsemi. Það verkefni bíður næstu ríkisstjórnar. Þetta þarf ekki að vera svona – breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar