Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 21:32 Gakktu hægt um gleðinnar dyr, batnandi manni er best að lifa, allt er best þegar þrennt er, en hvað með sorgina? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Lögreglan fylgir verkferlum, hjúkrunarfræðingar og öll heilbrigðisstéttin gera það líka, en hvaða verkferlum á fjölskylda að fylgja? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Glæðing vonar? Fjölskylda fær ekki leiðbeiningar, heyra fréttir í útvarpi og sjónvarpi. Glæðing vonleysis. Fjölskylda hefur samband við Rauða krossinn, biðja um áfallahjálp, en hvað með þær fjölskyldur sem vita ekki hvert á að leita? Eins og bæn en enginn er að hlusta, búðarferð en búðin er tóm, hringja í 1717 en enginn svarar í símann. Sem hjúkrunarfræðingur ert þú málsvari skjólstæðinga þinna, eru fjölmiðlar málsvari almennings? Er ég sem hjúkrunarfræðinemi málsvari minnar fjölskyldu? Eru þau skjólstæðingar mínir? Hver er málsvari ömmu og afa, mömmu og pabba, systkina og frændfólks. Hvert á að leita. Glæðing vonar eða glæðing vonleysis. Erum við í alvörunni öll hedónistar? Ég átti samtal við frábæran lækni. Hann sagði að öll þau fallegustu listaverk verða til þegar hægt er að nota sorgina. Kannski er ég að gera það núna. Reiði, sorg, gleði, hlátur, vonleysi. Er þetta mitt verkferli? Ég veit um eina manneskju sem var glæðing vonar. Allir hafa sín bjargráð, en hvernig á að hjálpa fjölskyldu. Ég hlusta á fólkið mitt, eins og að hlusta á tónlist, er það nóg? Við fórum á leiksýningu árið 2006 eða 2007 í Þjóðleikhúsinu, Sitji guðs englar. Erum við þar? Þegar fjölskyldan umkringdi útvarpið eins og ástvin. Ég var 5 eða 6 ára, en ég gleymi þessari leiksýningu aldrei. Lykillinn að lausninni er fjölskyldan, sama hvernig hún er samsett. Ég veit ekki mikið, en ég veit nóg. Kannski er það allt í lagi. Era-t maður alls vesall, þátt hann sé illa heill: Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnu, sumur af verkum vel. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Höfundur er nemandi við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Gakktu hægt um gleðinnar dyr, batnandi manni er best að lifa, allt er best þegar þrennt er, en hvað með sorgina? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Lögreglan fylgir verkferlum, hjúkrunarfræðingar og öll heilbrigðisstéttin gera það líka, en hvaða verkferlum á fjölskylda að fylgja? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Glæðing vonar? Fjölskylda fær ekki leiðbeiningar, heyra fréttir í útvarpi og sjónvarpi. Glæðing vonleysis. Fjölskylda hefur samband við Rauða krossinn, biðja um áfallahjálp, en hvað með þær fjölskyldur sem vita ekki hvert á að leita? Eins og bæn en enginn er að hlusta, búðarferð en búðin er tóm, hringja í 1717 en enginn svarar í símann. Sem hjúkrunarfræðingur ert þú málsvari skjólstæðinga þinna, eru fjölmiðlar málsvari almennings? Er ég sem hjúkrunarfræðinemi málsvari minnar fjölskyldu? Eru þau skjólstæðingar mínir? Hver er málsvari ömmu og afa, mömmu og pabba, systkina og frændfólks. Hvert á að leita. Glæðing vonar eða glæðing vonleysis. Erum við í alvörunni öll hedónistar? Ég átti samtal við frábæran lækni. Hann sagði að öll þau fallegustu listaverk verða til þegar hægt er að nota sorgina. Kannski er ég að gera það núna. Reiði, sorg, gleði, hlátur, vonleysi. Er þetta mitt verkferli? Ég veit um eina manneskju sem var glæðing vonar. Allir hafa sín bjargráð, en hvernig á að hjálpa fjölskyldu. Ég hlusta á fólkið mitt, eins og að hlusta á tónlist, er það nóg? Við fórum á leiksýningu árið 2006 eða 2007 í Þjóðleikhúsinu, Sitji guðs englar. Erum við þar? Þegar fjölskyldan umkringdi útvarpið eins og ástvin. Ég var 5 eða 6 ára, en ég gleymi þessari leiksýningu aldrei. Lykillinn að lausninni er fjölskyldan, sama hvernig hún er samsett. Ég veit ekki mikið, en ég veit nóg. Kannski er það allt í lagi. Era-t maður alls vesall, þátt hann sé illa heill: Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnu, sumur af verkum vel. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Höfundur er nemandi við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri