Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 21:32 Gakktu hægt um gleðinnar dyr, batnandi manni er best að lifa, allt er best þegar þrennt er, en hvað með sorgina? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Lögreglan fylgir verkferlum, hjúkrunarfræðingar og öll heilbrigðisstéttin gera það líka, en hvaða verkferlum á fjölskylda að fylgja? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Glæðing vonar? Fjölskylda fær ekki leiðbeiningar, heyra fréttir í útvarpi og sjónvarpi. Glæðing vonleysis. Fjölskylda hefur samband við Rauða krossinn, biðja um áfallahjálp, en hvað með þær fjölskyldur sem vita ekki hvert á að leita? Eins og bæn en enginn er að hlusta, búðarferð en búðin er tóm, hringja í 1717 en enginn svarar í símann. Sem hjúkrunarfræðingur ert þú málsvari skjólstæðinga þinna, eru fjölmiðlar málsvari almennings? Er ég sem hjúkrunarfræðinemi málsvari minnar fjölskyldu? Eru þau skjólstæðingar mínir? Hver er málsvari ömmu og afa, mömmu og pabba, systkina og frændfólks. Hvert á að leita. Glæðing vonar eða glæðing vonleysis. Erum við í alvörunni öll hedónistar? Ég átti samtal við frábæran lækni. Hann sagði að öll þau fallegustu listaverk verða til þegar hægt er að nota sorgina. Kannski er ég að gera það núna. Reiði, sorg, gleði, hlátur, vonleysi. Er þetta mitt verkferli? Ég veit um eina manneskju sem var glæðing vonar. Allir hafa sín bjargráð, en hvernig á að hjálpa fjölskyldu. Ég hlusta á fólkið mitt, eins og að hlusta á tónlist, er það nóg? Við fórum á leiksýningu árið 2006 eða 2007 í Þjóðleikhúsinu, Sitji guðs englar. Erum við þar? Þegar fjölskyldan umkringdi útvarpið eins og ástvin. Ég var 5 eða 6 ára, en ég gleymi þessari leiksýningu aldrei. Lykillinn að lausninni er fjölskyldan, sama hvernig hún er samsett. Ég veit ekki mikið, en ég veit nóg. Kannski er það allt í lagi. Era-t maður alls vesall, þátt hann sé illa heill: Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnu, sumur af verkum vel. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Höfundur er nemandi við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Gakktu hægt um gleðinnar dyr, batnandi manni er best að lifa, allt er best þegar þrennt er, en hvað með sorgina? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Lögreglan fylgir verkferlum, hjúkrunarfræðingar og öll heilbrigðisstéttin gera það líka, en hvaða verkferlum á fjölskylda að fylgja? Hvaða verkferli fer í gang við missi. Glæðing vonar? Fjölskylda fær ekki leiðbeiningar, heyra fréttir í útvarpi og sjónvarpi. Glæðing vonleysis. Fjölskylda hefur samband við Rauða krossinn, biðja um áfallahjálp, en hvað með þær fjölskyldur sem vita ekki hvert á að leita? Eins og bæn en enginn er að hlusta, búðarferð en búðin er tóm, hringja í 1717 en enginn svarar í símann. Sem hjúkrunarfræðingur ert þú málsvari skjólstæðinga þinna, eru fjölmiðlar málsvari almennings? Er ég sem hjúkrunarfræðinemi málsvari minnar fjölskyldu? Eru þau skjólstæðingar mínir? Hver er málsvari ömmu og afa, mömmu og pabba, systkina og frændfólks. Hvert á að leita. Glæðing vonar eða glæðing vonleysis. Erum við í alvörunni öll hedónistar? Ég átti samtal við frábæran lækni. Hann sagði að öll þau fallegustu listaverk verða til þegar hægt er að nota sorgina. Kannski er ég að gera það núna. Reiði, sorg, gleði, hlátur, vonleysi. Er þetta mitt verkferli? Ég veit um eina manneskju sem var glæðing vonar. Allir hafa sín bjargráð, en hvernig á að hjálpa fjölskyldu. Ég hlusta á fólkið mitt, eins og að hlusta á tónlist, er það nóg? Við fórum á leiksýningu árið 2006 eða 2007 í Þjóðleikhúsinu, Sitji guðs englar. Erum við þar? Þegar fjölskyldan umkringdi útvarpið eins og ástvin. Ég var 5 eða 6 ára, en ég gleymi þessari leiksýningu aldrei. Lykillinn að lausninni er fjölskyldan, sama hvernig hún er samsett. Ég veit ekki mikið, en ég veit nóg. Kannski er það allt í lagi. Era-t maður alls vesall, þátt hann sé illa heill: Sumur er af sonum sæll, sumur af frændum, sumur af fé ærnu, sumur af verkum vel. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Höfundur er nemandi við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar