Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. nóvember 2024 20:49 Bandaríkjamenn hafa margir þurft að bíða í röðum til að fá að kjósa en við gætum þurft að bíða í nokkra daga eftir niðurstöðu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, ræddi kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. EINAR/EPA „Miðað við það sem ég hef verið að lesa upp á síðkastið þá sýnist mér þetta vera jöfnustu kosningar í rúma öld, frá aldamótunum 1900. Það verður mjög gaman að sjá hvort mælingarnar fram að þessu hafi verið nákvæmar. Skekkjan getur verið allt að þrjú til fjögur prósent og því getur þetta orðið stórsigur fyrir annan hvorn frambjóðandann þó við séum að búast við jafnri útkomu.“ Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, spurð hvort að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem standa nú yfir séu þær mest spennandi í stjórnmálasögu Bandaríkjanna í samtali við fréttastofu. Fyrstu kjörstaðir vestanhafs voru opnuðu klukkan tíu í morgun á íslenskum tíma og þeim síðustu í Alaska verður lokað klukkan sex í fyrramálið. Ljóst er að það er mjög spennandi nótt og jafnvel dagar fram undan á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Pennsylvanía hnífjöfn „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta haldist svona jafnt svona lengi. Skemmtilegt að sjá þarna í Dixville Notch að þar falla atkvæðin að jöfnu. Það er það sem við erum að horfa á, bæði á landsvísu og í svo mörgum ríkjum að það er varla sjónarmunur á þessum hermilíkönum og spálíkönum. Staðan er ótrúlega jöfn.“ Silja segist alls ekki geta spáð fyrir um úrslit og tekur fram að þessar kosningar séu óvenjulegar að því leyti að það sé ekki hægt að benda á neitt sem muni ráða úrslitum. Um sé að ræða sjö sveifluríki sem munu ráða niðurstöðum kosninganna. Pennsylvanía er eitt helsta barátturíkið sem mun skera úr um hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, eða Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði næst forseti. „Pennsylvanía er svo jöfn að það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér að þaðan komi úrslit. Þau eru líka lengi að telja vegna þess hvernig þau meðhöndla utankjörfundaratkvæði sérstaklega. Ef ekkert gerist óvænt þá gætum við verið að bíða í nokkra daga eins og 2020.“ Kosningafundur Trump sérstök upplifun Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er stödd í Pennsylvaníu vegna kosninganna. Hún segir það greinilegt að allt snúist um kosningarnar þar vestanhafs í dag. „Ég byrjaði morguninn í vöruhúsi þar sem atkvæði Filadelfíubúa eru talin og þar er ströng öryggisgæsla eins og annars staðar. Það er mjög áberandi lögregla hérna út um allt og reyndar líka blaðamenn á sveimi.“ Hún tekur fram að mikil spenna og stemmning sé í Pennsylvaníu en tekur fram að fólk sé einnig nokkuð uggandi. Í gær fór Hólmfríður á kosningafund hjá Donald Trump sem hún segir hafa verið sérstaka upplifun. „Það var líka mikil öryggisgæsla þar, það þurfti að skrá sig fyrir fram. Ég fór þarna inn sem almennur borgari og þetta var áhugavert svo ekki sé meira sagt. Karlinn lét aðeins bíða eftir sér. Það var athyglisverðast að fylgjast með þeim sem voru mættir þarna. Þetta var svipað stef og maður kannast við hjá honum en þetta var upplifun.“ Hólmfríður mun fylgjast með því hvernig kosningunum vindur fram á kosningafundi Kamala Harris, frambjóðanda Demókrata, í Washington Dc, höfuðborg Bandaríkjanna. „Hún mun vera þar með eiginmanni sínum og teymi að bíða eftir niðurstöðum, Veislan verður þeim mun skemmtilegri ef hún vinnur eða ef þetta lýtur vel út fyrir hana, en hitt verður líka áhugavert.“ Sjö ríki skipta öllu máli Silja Bára fór yfir sveifluríkin í kvöldfréttunum og skýrði hvers vegna þau skipta svona miklu máli. „Í Bandaríkjunum liggur mjög gjarnan fyrir hvernig atkvæði falla innan hvers ríkis og við erum að horfa á 51 kosningu framkvæmda í dag. Það er eins og flestir vita ekki heildar atkvæðafjöldinn heldur kjörmannaatkvæðin sem skipta máli. Nú er það þannig að í þessum sjö ríkjum er nægilega mjótt á munum svo að vitum ekki hvernig atkvæði í þessum ríkjum munu falla. Stundum eru þau færri en núna erum við með sjö ríki þannig að það eru um 20 leiðir fyrir hvern frambjóðanda að sigri. Einbeitingin hefur verið mjög mikil á Pennsylvaníu því hún er fjölmennust og flestir kjörmenn þar.“ Silja segir að Norður Karólínu-ríki, þar sem eru sextán kjörmenn, bjóði einnig upp á nýja möguleika en ríkið hefur verið að sýna merki um breytingar undanfarið. „Ef Harris fær hana sem við höfum ekki verið að reikna með þá opnast fleiri leiðir að markinu og þá gætum við fengið niðurstöðuna fyrr en ef við þurfum að bíða eftir Pennsylvaníu þá erum við kannski að horfa á nokkra daga sem við þurfum að bíða.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, spurð hvort að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem standa nú yfir séu þær mest spennandi í stjórnmálasögu Bandaríkjanna í samtali við fréttastofu. Fyrstu kjörstaðir vestanhafs voru opnuðu klukkan tíu í morgun á íslenskum tíma og þeim síðustu í Alaska verður lokað klukkan sex í fyrramálið. Ljóst er að það er mjög spennandi nótt og jafnvel dagar fram undan á meðan beðið er eftir niðurstöðu. Pennsylvanía hnífjöfn „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að þetta haldist svona jafnt svona lengi. Skemmtilegt að sjá þarna í Dixville Notch að þar falla atkvæðin að jöfnu. Það er það sem við erum að horfa á, bæði á landsvísu og í svo mörgum ríkjum að það er varla sjónarmunur á þessum hermilíkönum og spálíkönum. Staðan er ótrúlega jöfn.“ Silja segist alls ekki geta spáð fyrir um úrslit og tekur fram að þessar kosningar séu óvenjulegar að því leyti að það sé ekki hægt að benda á neitt sem muni ráða úrslitum. Um sé að ræða sjö sveifluríki sem munu ráða niðurstöðum kosninganna. Pennsylvanía er eitt helsta barátturíkið sem mun skera úr um hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, eða Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði næst forseti. „Pennsylvanía er svo jöfn að það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér að þaðan komi úrslit. Þau eru líka lengi að telja vegna þess hvernig þau meðhöndla utankjörfundaratkvæði sérstaklega. Ef ekkert gerist óvænt þá gætum við verið að bíða í nokkra daga eins og 2020.“ Kosningafundur Trump sérstök upplifun Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er stödd í Pennsylvaníu vegna kosninganna. Hún segir það greinilegt að allt snúist um kosningarnar þar vestanhafs í dag. „Ég byrjaði morguninn í vöruhúsi þar sem atkvæði Filadelfíubúa eru talin og þar er ströng öryggisgæsla eins og annars staðar. Það er mjög áberandi lögregla hérna út um allt og reyndar líka blaðamenn á sveimi.“ Hún tekur fram að mikil spenna og stemmning sé í Pennsylvaníu en tekur fram að fólk sé einnig nokkuð uggandi. Í gær fór Hólmfríður á kosningafund hjá Donald Trump sem hún segir hafa verið sérstaka upplifun. „Það var líka mikil öryggisgæsla þar, það þurfti að skrá sig fyrir fram. Ég fór þarna inn sem almennur borgari og þetta var áhugavert svo ekki sé meira sagt. Karlinn lét aðeins bíða eftir sér. Það var athyglisverðast að fylgjast með þeim sem voru mættir þarna. Þetta var svipað stef og maður kannast við hjá honum en þetta var upplifun.“ Hólmfríður mun fylgjast með því hvernig kosningunum vindur fram á kosningafundi Kamala Harris, frambjóðanda Demókrata, í Washington Dc, höfuðborg Bandaríkjanna. „Hún mun vera þar með eiginmanni sínum og teymi að bíða eftir niðurstöðum, Veislan verður þeim mun skemmtilegri ef hún vinnur eða ef þetta lýtur vel út fyrir hana, en hitt verður líka áhugavert.“ Sjö ríki skipta öllu máli Silja Bára fór yfir sveifluríkin í kvöldfréttunum og skýrði hvers vegna þau skipta svona miklu máli. „Í Bandaríkjunum liggur mjög gjarnan fyrir hvernig atkvæði falla innan hvers ríkis og við erum að horfa á 51 kosningu framkvæmda í dag. Það er eins og flestir vita ekki heildar atkvæðafjöldinn heldur kjörmannaatkvæðin sem skipta máli. Nú er það þannig að í þessum sjö ríkjum er nægilega mjótt á munum svo að vitum ekki hvernig atkvæði í þessum ríkjum munu falla. Stundum eru þau færri en núna erum við með sjö ríki þannig að það eru um 20 leiðir fyrir hvern frambjóðanda að sigri. Einbeitingin hefur verið mjög mikil á Pennsylvaníu því hún er fjölmennust og flestir kjörmenn þar.“ Silja segir að Norður Karólínu-ríki, þar sem eru sextán kjörmenn, bjóði einnig upp á nýja möguleika en ríkið hefur verið að sýna merki um breytingar undanfarið. „Ef Harris fær hana sem við höfum ekki verið að reikna með þá opnast fleiri leiðir að markinu og þá gætum við fengið niðurstöðuna fyrr en ef við þurfum að bíða eftir Pennsylvaníu þá erum við kannski að horfa á nokkra daga sem við þurfum að bíða.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent