Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar 4. nóvember 2024 10:01 Ein algengasti og mest ofnotaði frasi í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag er: „Þetta gerðist á ykkar vakt.“. Þetta heyrist í hvert einasta skipti sem bent er á að staðan í stórum málaflokkum sé óviðunandi. Þetta er samt kjaftæði. Þessu er hent fram í umræðu um stöðu mála hvað hælisleitendur varðar og þegar fjallað er um ríkisútgjöld. Alltaf kemur sama svarið: „Þetta gerðist á ykkar vakt“. Innviðafjárfestingar, lestrarkennslan og orkumálin. Allt á að hafa orðið lakara á okkar vakt. Húsnæðismálin, matarverðið, verðbólgan, ruglið og bullið, alltaf er vísað í „okkar vakt“. Eitt sinn var Sjálfstæðisflokkurinn stjórnandi á vaktinni. Hann var skipstjórinn og tók þær ákvarðanir sem leiddu þjóðina til þeirrar velmegunar sem eftir er tekið í hinni víðu veröld. Hann hefur setið í 22 af 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans. Hann fékk umboð þjóðarinnar til leiða í jörðu stækkun landhelginnar, rafvæðingu landsins, aukið viðskiptafrelsi, þátttöku í Nató, viðbrögðin við óðaverðbólgunni og svo margt annað. Á seinustu árum hefur orðið breyting. Við lok seinustu aldar dansaði fylgið oft um og yfir 40% Í kosningum 2016 fengum við Sjálfstæðismenn 29% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Umboðið var áfram skýrt, þjóðin vildi hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hún vildi að hann bæri ábyrgðina, færi með stjórnina á vaktinni. Í kosningum 2017 var fylgið orðið 24,4%. Sjálfstæðisflokkurinn var enn á vaktinni, en í stað þess að gegna hlutverki skipstjóra var hann nú orðinn bátsmaður. Hann stjórnaði ekki lengur veiðiferðinni. Pólitískt vægi hafði minnkað verulega og þar með stjórnunin á skipinu. Stefnumálin náðu því síður fram að ganga enda það eðlilegt þegar unnið er með flokkum sem hafa gjörólíka stefnu í lykilmálaflokkum. Það má vel vera að það hafi verið mistök að standa vaktina með vinstriflokkunum jafn lengi og raunin varð. Ef til vill væri staðan í fylgiskönnunum önnur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði skráð sig af vaktinni og neitað ábyrgð. Svo mikið er víst að staðan í stærstu málaflokkum væri önnur og betri ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði áfram farið með stjórnina á vaktinni. Þeir sem sárast kvarta yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð stefnumálum sínum fram á yfirstandandi kjörtímabili fá núna möguleika til að gera þar Bragabót á. Það er bara ein leið til að tryggja þær áherslur sem kvartað er undan með frasanum „Þetta gerðist á ykkar vakt. Það er að tryggja Sjálfstæðisflokknum nægilega gott kjör til að hann fari með vaktformennsku. Að hann sé í hlutverki skipstjóra, ekki bátsmanns. Þannig, -og bara þannig- verður hann ábyrgur fyrir vaktinni. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ein algengasti og mest ofnotaði frasi í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag er: „Þetta gerðist á ykkar vakt.“. Þetta heyrist í hvert einasta skipti sem bent er á að staðan í stórum málaflokkum sé óviðunandi. Þetta er samt kjaftæði. Þessu er hent fram í umræðu um stöðu mála hvað hælisleitendur varðar og þegar fjallað er um ríkisútgjöld. Alltaf kemur sama svarið: „Þetta gerðist á ykkar vakt“. Innviðafjárfestingar, lestrarkennslan og orkumálin. Allt á að hafa orðið lakara á okkar vakt. Húsnæðismálin, matarverðið, verðbólgan, ruglið og bullið, alltaf er vísað í „okkar vakt“. Eitt sinn var Sjálfstæðisflokkurinn stjórnandi á vaktinni. Hann var skipstjórinn og tók þær ákvarðanir sem leiddu þjóðina til þeirrar velmegunar sem eftir er tekið í hinni víðu veröld. Hann hefur setið í 22 af 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans. Hann fékk umboð þjóðarinnar til leiða í jörðu stækkun landhelginnar, rafvæðingu landsins, aukið viðskiptafrelsi, þátttöku í Nató, viðbrögðin við óðaverðbólgunni og svo margt annað. Á seinustu árum hefur orðið breyting. Við lok seinustu aldar dansaði fylgið oft um og yfir 40% Í kosningum 2016 fengum við Sjálfstæðismenn 29% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Umboðið var áfram skýrt, þjóðin vildi hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hún vildi að hann bæri ábyrgðina, færi með stjórnina á vaktinni. Í kosningum 2017 var fylgið orðið 24,4%. Sjálfstæðisflokkurinn var enn á vaktinni, en í stað þess að gegna hlutverki skipstjóra var hann nú orðinn bátsmaður. Hann stjórnaði ekki lengur veiðiferðinni. Pólitískt vægi hafði minnkað verulega og þar með stjórnunin á skipinu. Stefnumálin náðu því síður fram að ganga enda það eðlilegt þegar unnið er með flokkum sem hafa gjörólíka stefnu í lykilmálaflokkum. Það má vel vera að það hafi verið mistök að standa vaktina með vinstriflokkunum jafn lengi og raunin varð. Ef til vill væri staðan í fylgiskönnunum önnur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði skráð sig af vaktinni og neitað ábyrgð. Svo mikið er víst að staðan í stærstu málaflokkum væri önnur og betri ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði áfram farið með stjórnina á vaktinni. Þeir sem sárast kvarta yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð stefnumálum sínum fram á yfirstandandi kjörtímabili fá núna möguleika til að gera þar Bragabót á. Það er bara ein leið til að tryggja þær áherslur sem kvartað er undan með frasanum „Þetta gerðist á ykkar vakt. Það er að tryggja Sjálfstæðisflokknum nægilega gott kjör til að hann fari með vaktformennsku. Að hann sé í hlutverki skipstjóra, ekki bátsmanns. Þannig, -og bara þannig- verður hann ábyrgur fyrir vaktinni. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun