Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 1. nóvember 2024 12:01 Staðan á húsnæðismarkaði hér á landi er slæm. Framboð og eftirspurn fara ekki saman og fyrir vikið hefur fasteigna- og leiguverð rokið upp úr öllu valdi. Það er því ljóst að grípa þarf til aðgerða strax. Frá árinu 2013 hefur fjölskyldum fjölgað tvöfalt meira en íbúðum sem veldur ójafnvægi á fasteigna- og leiguverði. Tryggja þarf nægt framboð íbúða og auka jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar, um landið allt. Það verður að gera með kerfisbreytingum. Bráðaaðgerðir strax Þær aðgerðir sem grípa verður til eru meðal annars að: Tryggja að þær íbúðir eru til staðar á markaðnum nýtist fólki sem heimili, ekki fjárfestum til rekstrar. Heimilum uppbyggingu færanlegs húsnæðis á þeim stöðum þar sem auðvelt er að koma fyrir byggð á skömmum tíma, slíkt þarf að gera með vönduðu húsnæði og í góðu samstarfi við byggingaraðila. Skapa þarf hvata til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Vaxtakostnaður á Íslandi verður að lækka enda stendur hann í vegi fyrir framkvæmdum. En það er ljóst að bráðaaðgerðir einar og sér duga ekki til lengri tíma. Því er mikilvægt að allir aðilar á byggingamarkaði, ríki, sveitarfélög og byggingaraðilar taki höndum saman við að leiða áfram hraðari uppbyggingu þar sem kostnaður sveitarfélaga við innviði verður ekki hindrun í ferlinu. Jafnframt verði það sameiginlegir hagsmunir samfélagsins og framkvæmdaraðila sem ráði för. Almennar íbúðir Fjölgun leiguíbúða á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eru byggðar með stuðningi ríkis og sveitarfélaga er forsenda þess að við getum tryggt húsnæðisöryggi allra á Íslandi. Lagaumgjörðin um almenna íbúðakerfið var sett í þessum tilgangi í tengslum við kjarasamninga árið 2015. Frá þeim tíma hefur uppbygging gengið hægar en nauðsynlegt er. Til þess að örva þá uppbyggingu, auk lægri vaxtakostnaðar, þarf að styðja betur við slík félög til dæmis með skattalegum hvötum. Endurgreiðsla virðisaukaskatts skiptir þar miklu máli. Nýta má í meira mæli lóðir sem eru í eigu ríkisins. Liðka verður fyrir aðkomu lífeyrissjóða að aðkomu við uppbyggingu félagslegs eignaríbúðakerfis. Íbúðarhúsnæði verði nýtt til búsetu í stað skammtímaleigu Íbúum á Íslandi hefur fjölgað meira en í nokkru öðru OECD ríki síðastliðinn áratug. Sú mikla fólksfjölgun hefur gert það að verkum að okkur hefur tekist að manna mikilvægar starfsgreinar samfélagsins og eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir samfélagið, en okkur ber að taka á móti fólki á mannsæmandi hátt, með góðu húsnæði, íslenskum launakjörum og góðu starfsumhverfi. Við þurfum að forgangsraða hvernig við nýtum húsnæði hér á landi, hvar við viljum vera með íbúðarhúsnæði sem er í skammtímaleigu og hvar fólk á að búa. Bætt staða verður aðeins fengin með skýrri sýn á uppbyggingu og raunverulegum aðgerðum þar sem fyrirsjáanleiki og stöðug uppbygging ræður för. Alltof háir vextir! Við höfum búið við það í alltof langan tíma að greiða of háa vexti hér á landi. Í meira en ár hafa óverðtryggðir vextir verið vel yfir 10% og þeir verðtryggðu hafa hækkað mjög á undanförnum misserum. Með þessu hefur okkur, heimilum á Íslandi sem skulda, verið gert að endurgreiða okkar fjárfestingu margfalt til baka. Ríkisstjórnin hefur skilað auðu í aðgerðum til að vinna gegn háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Í núverandi umhverfi er okkur sagt að þetta sé okkur eðlislægt og að við munum sætta okkur við þetta. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta ástand. Aðrar þjóðir geta búið við stöðug hagkerfi, tekið lán á lágum vöxtum en jafnframt tekist á við verðbólguskot sem gengur yfir á skömmum tíma. Þetta er mögulegt þegar allir takast á við sama verkefnið en njóta ekki góðs af ástandinu. Lærum af reynslu nágranna okkar í Danmörku þar sem rekið er gott og stöðugt húsnæðislánakerfi sem hefur verið rekið um langt skeið. Þar sem áhættudreifing er sanngjarnari á milli lántaka og fjármagnseigenda. Fjárfestingar í fasteignum Hluti núverandi vanda er að fjárfestar og fyrirtæki hafa í miklum mæli ákveðið að fjárfesta í íbúðarhúsnæði, í steypu. Á sama tíma taka sömu aðilar íbúðir af markaðnum sem ella hefðu nýst venjulegu fólki til búsetu. Hver er ástæða þessa? Jú þessir sömu aðilar taka stöðu á fasteignamarkaði til þess að tryggja sér áframhaldandi hækkun á fasteignaverði sem síðar mun skila sér í enn hærra fasteignaverði þar sem neytendur, íbúar landsins, munu þurfa að greiða hærra verð fyrir fasteign hvort sem íbúð sé keypt eða leigð. Þetta þarf að stöðva. Tökum á þeim vanda sem Airbnb útleiga veldur nálægt miðkjörnum þéttbýla. Tökum upp tómthúsgjald þar sem enginn er skráður með lögheimili í íbúðarhúsnæði. Sköpum forsendur fyrir jafnvægi á milli framboðs íbúðarhúsnæðis og eftirspurnar. Þetta eru örfá dæmi um það sem Samfylkingin setti fram í nýju útspili um Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Við leggjum áherslu á að með þeirri framkvæmdaáætlun verði unnið að aðgerðum sem eru fjármagnaðar. Þar sem við nýtum styrk samfélagsins, nýtum aukin verðmæti og stækkum “kökuna” sem er til skiptanna fyrir land og þjóð. Veljum stórhuga stjórnmál með virku samtali við þjóðina. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hér á landi er slæm. Framboð og eftirspurn fara ekki saman og fyrir vikið hefur fasteigna- og leiguverð rokið upp úr öllu valdi. Það er því ljóst að grípa þarf til aðgerða strax. Frá árinu 2013 hefur fjölskyldum fjölgað tvöfalt meira en íbúðum sem veldur ójafnvægi á fasteigna- og leiguverði. Tryggja þarf nægt framboð íbúða og auka jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar, um landið allt. Það verður að gera með kerfisbreytingum. Bráðaaðgerðir strax Þær aðgerðir sem grípa verður til eru meðal annars að: Tryggja að þær íbúðir eru til staðar á markaðnum nýtist fólki sem heimili, ekki fjárfestum til rekstrar. Heimilum uppbyggingu færanlegs húsnæðis á þeim stöðum þar sem auðvelt er að koma fyrir byggð á skömmum tíma, slíkt þarf að gera með vönduðu húsnæði og í góðu samstarfi við byggingaraðila. Skapa þarf hvata til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Vaxtakostnaður á Íslandi verður að lækka enda stendur hann í vegi fyrir framkvæmdum. En það er ljóst að bráðaaðgerðir einar og sér duga ekki til lengri tíma. Því er mikilvægt að allir aðilar á byggingamarkaði, ríki, sveitarfélög og byggingaraðilar taki höndum saman við að leiða áfram hraðari uppbyggingu þar sem kostnaður sveitarfélaga við innviði verður ekki hindrun í ferlinu. Jafnframt verði það sameiginlegir hagsmunir samfélagsins og framkvæmdaraðila sem ráði för. Almennar íbúðir Fjölgun leiguíbúða á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eru byggðar með stuðningi ríkis og sveitarfélaga er forsenda þess að við getum tryggt húsnæðisöryggi allra á Íslandi. Lagaumgjörðin um almenna íbúðakerfið var sett í þessum tilgangi í tengslum við kjarasamninga árið 2015. Frá þeim tíma hefur uppbygging gengið hægar en nauðsynlegt er. Til þess að örva þá uppbyggingu, auk lægri vaxtakostnaðar, þarf að styðja betur við slík félög til dæmis með skattalegum hvötum. Endurgreiðsla virðisaukaskatts skiptir þar miklu máli. Nýta má í meira mæli lóðir sem eru í eigu ríkisins. Liðka verður fyrir aðkomu lífeyrissjóða að aðkomu við uppbyggingu félagslegs eignaríbúðakerfis. Íbúðarhúsnæði verði nýtt til búsetu í stað skammtímaleigu Íbúum á Íslandi hefur fjölgað meira en í nokkru öðru OECD ríki síðastliðinn áratug. Sú mikla fólksfjölgun hefur gert það að verkum að okkur hefur tekist að manna mikilvægar starfsgreinar samfélagsins og eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir samfélagið, en okkur ber að taka á móti fólki á mannsæmandi hátt, með góðu húsnæði, íslenskum launakjörum og góðu starfsumhverfi. Við þurfum að forgangsraða hvernig við nýtum húsnæði hér á landi, hvar við viljum vera með íbúðarhúsnæði sem er í skammtímaleigu og hvar fólk á að búa. Bætt staða verður aðeins fengin með skýrri sýn á uppbyggingu og raunverulegum aðgerðum þar sem fyrirsjáanleiki og stöðug uppbygging ræður för. Alltof háir vextir! Við höfum búið við það í alltof langan tíma að greiða of háa vexti hér á landi. Í meira en ár hafa óverðtryggðir vextir verið vel yfir 10% og þeir verðtryggðu hafa hækkað mjög á undanförnum misserum. Með þessu hefur okkur, heimilum á Íslandi sem skulda, verið gert að endurgreiða okkar fjárfestingu margfalt til baka. Ríkisstjórnin hefur skilað auðu í aðgerðum til að vinna gegn háum vöxtum og mikilli verðbólgu. Í núverandi umhverfi er okkur sagt að þetta sé okkur eðlislægt og að við munum sætta okkur við þetta. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta ástand. Aðrar þjóðir geta búið við stöðug hagkerfi, tekið lán á lágum vöxtum en jafnframt tekist á við verðbólguskot sem gengur yfir á skömmum tíma. Þetta er mögulegt þegar allir takast á við sama verkefnið en njóta ekki góðs af ástandinu. Lærum af reynslu nágranna okkar í Danmörku þar sem rekið er gott og stöðugt húsnæðislánakerfi sem hefur verið rekið um langt skeið. Þar sem áhættudreifing er sanngjarnari á milli lántaka og fjármagnseigenda. Fjárfestingar í fasteignum Hluti núverandi vanda er að fjárfestar og fyrirtæki hafa í miklum mæli ákveðið að fjárfesta í íbúðarhúsnæði, í steypu. Á sama tíma taka sömu aðilar íbúðir af markaðnum sem ella hefðu nýst venjulegu fólki til búsetu. Hver er ástæða þessa? Jú þessir sömu aðilar taka stöðu á fasteignamarkaði til þess að tryggja sér áframhaldandi hækkun á fasteignaverði sem síðar mun skila sér í enn hærra fasteignaverði þar sem neytendur, íbúar landsins, munu þurfa að greiða hærra verð fyrir fasteign hvort sem íbúð sé keypt eða leigð. Þetta þarf að stöðva. Tökum á þeim vanda sem Airbnb útleiga veldur nálægt miðkjörnum þéttbýla. Tökum upp tómthúsgjald þar sem enginn er skráður með lögheimili í íbúðarhúsnæði. Sköpum forsendur fyrir jafnvægi á milli framboðs íbúðarhúsnæðis og eftirspurnar. Þetta eru örfá dæmi um það sem Samfylkingin setti fram í nýju útspili um Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Við leggjum áherslu á að með þeirri framkvæmdaáætlun verði unnið að aðgerðum sem eru fjármagnaðar. Þar sem við nýtum styrk samfélagsins, nýtum aukin verðmæti og stækkum “kökuna” sem er til skiptanna fyrir land og þjóð. Veljum stórhuga stjórnmál með virku samtali við þjóðina. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun