„Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar 1. nóvember 2024 08:16 Ef munnlegir samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á, hvers virði eru þá skriflegir samningar? Árið 2016 skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga undir samning við opinbera starfsmenn. Samningurinn var um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða. Blekið var vart þornað þegar ráðist var í að jafna lífeyrisréttindin. Lífeyrisréttindi starfsfólks á almenna markaðnum voru bætt, ríkisábyrgð aflétt af lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þetta hafði meðal annars í för með sér að árið 2023 voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna skert um 60 þúsund krónur á mann að meðaltali, það eru rúmlega 700 þúsund krónur á ári. Ekki hefur verið hróflað við launaliðnum. Nú eru kennarar í verkfalli vegna þess að samninganefndir hins opinbera hafa neitað að ræða hvernig eigi að efna þau ákvæði samningsins frá 2016 sem snýr að jöfnun launa milli markaða. Kennarar vilja miða sig við sérfræðinga á almennum markaði og hafa bent á að laun þeirra séu að meðaltali nokkuð hærri en meðallaun kennara. Þá hafa kennarar setið eftir þegar kemur að launaþróun og þegar launavísitalan er skoðuð þá munar allnokkru á launahækkunum kennara og meðaltals hækkunum annarra hópa launafólks. Grundvallaratriðið er samt þetta: Þegar fólk skrifar undir samninga þá skal staðið við þá. Samningar eiga að gilda, almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðafólk skrifi ekki undir eitthvað í dag og geri síðan eitthvað allt, allt annað á morgun. Nú veit ég að að þeir Bjarni Ben og Sigurður Ingi eiga marga góða kosti. Til dæmis var Bjarni í eina tíð mjög góður í fótbolta, hann á meira að segja landsleiki og skoraði þar nokkur mörk. Sigurður Ingi Jóhannsson er víst nokkuð lunkinn hestamaður og hefur tekið þátt í glæsilegri hópreið íslensks hestafólks um kóngsins Kaupmannahöfn. Nú veit ég að þessir menn gengu ekki persónulegar ábyrgðir fyrir hið opinbera en það vill hins vegar svo til að þessir tveir menn hafa setið í ríkisstjórn nánast allan þann tíma frá því að samningurinn um „jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða“ var undirritaður. Því fýsir mig að vita af hverju geta íslenskir stjórnmálamenn ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Almenningur í landinu verður að geta gert þá kröfu að staðið sé við gerða samninga. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ef munnlegir samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skrifaðir á, hvers virði eru þá skriflegir samningar? Árið 2016 skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra Sveitarfélaga undir samning við opinbera starfsmenn. Samningurinn var um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða. Blekið var vart þornað þegar ráðist var í að jafna lífeyrisréttindin. Lífeyrisréttindi starfsfólks á almenna markaðnum voru bætt, ríkisábyrgð aflétt af lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þetta hafði meðal annars í för með sér að árið 2023 voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna skert um 60 þúsund krónur á mann að meðaltali, það eru rúmlega 700 þúsund krónur á ári. Ekki hefur verið hróflað við launaliðnum. Nú eru kennarar í verkfalli vegna þess að samninganefndir hins opinbera hafa neitað að ræða hvernig eigi að efna þau ákvæði samningsins frá 2016 sem snýr að jöfnun launa milli markaða. Kennarar vilja miða sig við sérfræðinga á almennum markaði og hafa bent á að laun þeirra séu að meðaltali nokkuð hærri en meðallaun kennara. Þá hafa kennarar setið eftir þegar kemur að launaþróun og þegar launavísitalan er skoðuð þá munar allnokkru á launahækkunum kennara og meðaltals hækkunum annarra hópa launafólks. Grundvallaratriðið er samt þetta: Þegar fólk skrifar undir samninga þá skal staðið við þá. Samningar eiga að gilda, almenningur í landinu verður að geta treyst því að ráðafólk skrifi ekki undir eitthvað í dag og geri síðan eitthvað allt, allt annað á morgun. Nú veit ég að að þeir Bjarni Ben og Sigurður Ingi eiga marga góða kosti. Til dæmis var Bjarni í eina tíð mjög góður í fótbolta, hann á meira að segja landsleiki og skoraði þar nokkur mörk. Sigurður Ingi Jóhannsson er víst nokkuð lunkinn hestamaður og hefur tekið þátt í glæsilegri hópreið íslensks hestafólks um kóngsins Kaupmannahöfn. Nú veit ég að þessir menn gengu ekki persónulegar ábyrgðir fyrir hið opinbera en það vill hins vegar svo til að þessir tveir menn hafa setið í ríkisstjórn nánast allan þann tíma frá því að samningurinn um „jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða“ var undirritaður. Því fýsir mig að vita af hverju geta íslenskir stjórnmálamenn ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Almenningur í landinu verður að geta gert þá kröfu að staðið sé við gerða samninga. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun