Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 19:28 Vísir/Samsett Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. Niðurstöður könnunar á vegum Umboðsmanns barna voru birtar á dögunum og þær leiddu það í ljós að tæpur helmingur, 45 prósent, grunnskóla á landsvísu hefðu bannað síma. Flestir skólar, eða 52 prósent, leyfa síma með takmörkunum. Könnunin var send til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst síðastliðins og svör bárust frá 126 þeirra. Þegar spurt var um hvort reglur væru í skólanum um símanotkun svöruðu allir því játandi. Þegar spurt var um fyrir hvaða aldur símar væru leyfðir kom í ljós að flestir skólar eru með strangari reglur, eða símabann, fyrir nemendur í yngri bekkjum grunskóla. Allir grunnskólar hafi einhverjar reglur Í flestum þátttökuskólum voru símar aðeins leyfðir á unglingastigi og þá með takmörkunum en sums staðar voru símar leyfðir hjá yngri börnunum. Meðal þeirra takmarkanna sem hér er vísað til og eru tekin fram á heimasíðu Umboðsmanns barna eru þær að heimilt sé að koma með síma í skóla en að notkun þeirra sé ekki leyfð á skólatíma, að síminn skuli vera geymdur í töskunni á flugvélarstillingu, eða þá að síminn skuli vera skorðaður í töskunni og ekki notaður nema í frímínútum eða öðru slíku. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að allir grunnskólar hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun, þær reglur geta t.d. verið að banna símanotkun alfarið eða leyfa hana með takmörkunum, sem er algengast,“ segir á heimasíðu Umboðsmanns barna. Unglingastigið orðið of stillt Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn sem tók nýlega þá ákvörðun að banna símanotkun eftir umfangsmikið samráð við nemendur, foreldra þeirra og starfsfólk. Hún segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið sorglegt að ganga um skólann og sjá alla krakkana með nefið ofan í símanum. „Unglingastigið var eigilega orðið of stillt, það var svo lítil gleði og leikur,“ segir Ólína. Hún segir fund hafi verið haldinn með foreldrum þar sem kynntar hafi verið niðurstöður hinna ýmsu rannsókna. Í kjölfarið hafi verið kosið og um níutíu prósent foreldra kaus með því að símar yrðu bannaðir í skólanum. „Þá fræddum við krakkana, héldum fund með öllum krökkunum og kynntum þeim þessar rannsóknir. Svo kusu þau líka og það voru 30 prósent nemenda vildu hafa símalausan grunnskóla. Ég hélt að það yrðu aðeins færri en var ánægð með 30 prósent. Þau komu með fullt af tillögum um hvað væri hægt að gera í staðinn. Ég er bara spennt að sjá hvernig gengur á mánudaginn,“ segir Ólína. „Þessi unglingsár eru tækifæri til að taka út svo mikinn félagslegan þroska og við erum svolítið að ræna þau þessum tækifærum með því að leyfa það að þau feli sig á bak við skjá.“ Grunnskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Fíkn Ölfus Símanotkun barna Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Niðurstöður könnunar á vegum Umboðsmanns barna voru birtar á dögunum og þær leiddu það í ljós að tæpur helmingur, 45 prósent, grunnskóla á landsvísu hefðu bannað síma. Flestir skólar, eða 52 prósent, leyfa síma með takmörkunum. Könnunin var send til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst síðastliðins og svör bárust frá 126 þeirra. Þegar spurt var um hvort reglur væru í skólanum um símanotkun svöruðu allir því játandi. Þegar spurt var um fyrir hvaða aldur símar væru leyfðir kom í ljós að flestir skólar eru með strangari reglur, eða símabann, fyrir nemendur í yngri bekkjum grunskóla. Allir grunnskólar hafi einhverjar reglur Í flestum þátttökuskólum voru símar aðeins leyfðir á unglingastigi og þá með takmörkunum en sums staðar voru símar leyfðir hjá yngri börnunum. Meðal þeirra takmarkanna sem hér er vísað til og eru tekin fram á heimasíðu Umboðsmanns barna eru þær að heimilt sé að koma með síma í skóla en að notkun þeirra sé ekki leyfð á skólatíma, að síminn skuli vera geymdur í töskunni á flugvélarstillingu, eða þá að síminn skuli vera skorðaður í töskunni og ekki notaður nema í frímínútum eða öðru slíku. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að allir grunnskólar hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun, þær reglur geta t.d. verið að banna símanotkun alfarið eða leyfa hana með takmörkunum, sem er algengast,“ segir á heimasíðu Umboðsmanns barna. Unglingastigið orðið of stillt Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn sem tók nýlega þá ákvörðun að banna símanotkun eftir umfangsmikið samráð við nemendur, foreldra þeirra og starfsfólk. Hún segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið sorglegt að ganga um skólann og sjá alla krakkana með nefið ofan í símanum. „Unglingastigið var eigilega orðið of stillt, það var svo lítil gleði og leikur,“ segir Ólína. Hún segir fund hafi verið haldinn með foreldrum þar sem kynntar hafi verið niðurstöður hinna ýmsu rannsókna. Í kjölfarið hafi verið kosið og um níutíu prósent foreldra kaus með því að símar yrðu bannaðir í skólanum. „Þá fræddum við krakkana, héldum fund með öllum krökkunum og kynntum þeim þessar rannsóknir. Svo kusu þau líka og það voru 30 prósent nemenda vildu hafa símalausan grunnskóla. Ég hélt að það yrðu aðeins færri en var ánægð með 30 prósent. Þau komu með fullt af tillögum um hvað væri hægt að gera í staðinn. Ég er bara spennt að sjá hvernig gengur á mánudaginn,“ segir Ólína. „Þessi unglingsár eru tækifæri til að taka út svo mikinn félagslegan þroska og við erum svolítið að ræna þau þessum tækifærum með því að leyfa það að þau feli sig á bak við skjá.“
Grunnskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Fíkn Ölfus Símanotkun barna Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira