Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2024 13:30 Alexis Morris ögraði Keflvíkingum með léttum dansi í leikslok og það fór illa í Friðrik Inga Rúnarsson þjálfara Keflavíkur. Stöð 2 Sport Það var hiti í fólki eftir dramatískan endi á leik Grindavíkur og Keflavíkur í Bónus-deild kvenna í körfubolta, og þjálfari Keflvíkinga kallaði „fuck off!“ að leikmanni Grindavíkur. Hin bandaríska Alexis Morris, sem áður var með Harlem Globetrotter, átti stjörnuleik fyrir Grindvíkinga í fyrrakvöld og skoraði til að mynda 33 stig, þar af sigurkörfuna í 68-67 sigri gegn Keflavík. Eftir að lokaflautið gall stríddi Morris Keflvíkingum með því að fara dansandi og veifandi í átt að varamannabekk þeirra. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, kallaði þá reiður að henni „fuck off!“ eins og sjá má í myndböndunum hér að neðan. „Er þetta ekki bara hitinn í leiknum og menn æstir? Friðrik Ingi er nú eldri en tvævetur í þessu,“ sagði Hörður Unnsteinsson þegar atvikið var skoðað í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Hallveig Jónsdóttir tók undir það: „Mér finnst þetta bara geðveikt. Hiti og leiðindi. Hún augljóslega stuðaði Keflavík. Hún er góð í því og kann það, og fólk bregst svona við. Mér finnst þetta bara stemning.“ „Hún var búin að vera með svona handabendingar í átt að Keflavíkurbekknum. Hún var greinilega að reyna að vekja einhver viðbrögð hjá leikmönnum og Friðriki, og það virkaði,“ sagði Hörður og Berglind Gunnarsdóttir tók undir: „Ég held að með leikmann eins og Alexis Morris þá sé GEGGJAÐ að spila með henni, en ÓÞOLANDI að spila á móti henni. Hún triggerar andstæðinginn eðlilega, og er með einhverjar handabendingar til Frikka sem fóru ekki vel í karlinn.“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Hin bandaríska Alexis Morris, sem áður var með Harlem Globetrotter, átti stjörnuleik fyrir Grindvíkinga í fyrrakvöld og skoraði til að mynda 33 stig, þar af sigurkörfuna í 68-67 sigri gegn Keflavík. Eftir að lokaflautið gall stríddi Morris Keflvíkingum með því að fara dansandi og veifandi í átt að varamannabekk þeirra. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, kallaði þá reiður að henni „fuck off!“ eins og sjá má í myndböndunum hér að neðan. „Er þetta ekki bara hitinn í leiknum og menn æstir? Friðrik Ingi er nú eldri en tvævetur í þessu,“ sagði Hörður Unnsteinsson þegar atvikið var skoðað í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Hallveig Jónsdóttir tók undir það: „Mér finnst þetta bara geðveikt. Hiti og leiðindi. Hún augljóslega stuðaði Keflavík. Hún er góð í því og kann það, og fólk bregst svona við. Mér finnst þetta bara stemning.“ „Hún var búin að vera með svona handabendingar í átt að Keflavíkurbekknum. Hún var greinilega að reyna að vekja einhver viðbrögð hjá leikmönnum og Friðriki, og það virkaði,“ sagði Hörður og Berglind Gunnarsdóttir tók undir: „Ég held að með leikmann eins og Alexis Morris þá sé GEGGJAÐ að spila með henni, en ÓÞOLANDI að spila á móti henni. Hún triggerar andstæðinginn eðlilega, og er með einhverjar handabendingar til Frikka sem fóru ekki vel í karlinn.“
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum