Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir Landspítalann hafa haft sjö mánuði til að bregðast við launamuninum en hafi ekki gert það. Vísir/Sigurjón Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur sent inn kæru til Kærunefndar jafnréttismála vegna þess að forstöðuhjúkrunarfræðingar á tveimur sviðum Landspítalans fá greidd um 150 þúsund krónum lægri laun en forstöðulæknar á sömu sviðu. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að allir hjúkrunarfræðingarnir eru konur og allir læknarnir karlar. Þar kemur jafnframt fram að forstöðumennirnir heyri allir undir framkvæmdastjóra sviðanna tveggja. Alls séu sex svið á Landspítalanum sem sé stýrt af bæði hjúkrunarfræðingum og læknum en þau séu öll á sömu launum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir um alvarlegt misrétti að ræða. Það sé alveg skýrt í starfslýsingu að sama þó um sé að ræða hjúkrunarfræðing eða lækni í stöðu forstöðumanns séu þau með sömu starfslýsingu. Landspítalanum tilkynnt um málið fyrir sjö mánuðum Hún segir að Landspítalanum hafi verið gert viðvart um þennan mun í apríl á þessu ári og því hafi spítalinn haft góðan tíma til að bregðast við, en hafi ekki gert það. „Þetta er kynbundinn launamunur. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Guðbjörg. Starfslýsingin sé eins fyrir störfin tvö. Þetta sé stjórnunarstaða og komi sérhæfingu læknisins eða hjúkrunarfræðingsins til dæmis ekki við. „Þau sinna sömu störfum. Þetta er stjórnunarstarf og starfslýsingin er eftir því,“ segir Guðbjörg. Í samanburði þeirra á þeim komi fram að ábyrgð, skyldur, umgjörð og starfssvið sé það sama. Þá sinni þau sömu verkefnum eins og mannauðsmálum, fjárhagsáætlanagerð og að samhæfa verklag. Þá bendir Guðbjörg á að til dæmis hafi þau leyst hvert annað af síðasta sumar. „Það er ekkert óeðlilegt því þetta er stjórnarstarf. Það má ekki rugla þessu með því að ota saman læknum og hjúkrunarfræðinga. Þetta snýst um virðingu starfsins og þau eru að sinna nákvæmlega sama starfi. Þetta er það sem við erum alltaf að tala um í kjaramálum, að reyna að setja miða á virði starfsins.“ Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að allir hjúkrunarfræðingarnir eru konur og allir læknarnir karlar. Þar kemur jafnframt fram að forstöðumennirnir heyri allir undir framkvæmdastjóra sviðanna tveggja. Alls séu sex svið á Landspítalanum sem sé stýrt af bæði hjúkrunarfræðingum og læknum en þau séu öll á sömu launum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir um alvarlegt misrétti að ræða. Það sé alveg skýrt í starfslýsingu að sama þó um sé að ræða hjúkrunarfræðing eða lækni í stöðu forstöðumanns séu þau með sömu starfslýsingu. Landspítalanum tilkynnt um málið fyrir sjö mánuðum Hún segir að Landspítalanum hafi verið gert viðvart um þennan mun í apríl á þessu ári og því hafi spítalinn haft góðan tíma til að bregðast við, en hafi ekki gert það. „Þetta er kynbundinn launamunur. Það er það sem við erum að benda á,“ segir Guðbjörg. Starfslýsingin sé eins fyrir störfin tvö. Þetta sé stjórnunarstaða og komi sérhæfingu læknisins eða hjúkrunarfræðingsins til dæmis ekki við. „Þau sinna sömu störfum. Þetta er stjórnunarstarf og starfslýsingin er eftir því,“ segir Guðbjörg. Í samanburði þeirra á þeim komi fram að ábyrgð, skyldur, umgjörð og starfssvið sé það sama. Þá sinni þau sömu verkefnum eins og mannauðsmálum, fjárhagsáætlanagerð og að samhæfa verklag. Þá bendir Guðbjörg á að til dæmis hafi þau leyst hvert annað af síðasta sumar. „Það er ekkert óeðlilegt því þetta er stjórnarstarf. Það má ekki rugla þessu með því að ota saman læknum og hjúkrunarfræðinga. Þetta snýst um virðingu starfsins og þau eru að sinna nákvæmlega sama starfi. Þetta er það sem við erum alltaf að tala um í kjaramálum, að reyna að setja miða á virði starfsins.“
Kjaramál Landspítalinn Heilbrigðismál Jafnréttismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira