Ný flaug flaug lengra en áður Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 11:09 Tæpt ár er síðan Norður-Kóreumenn skutu síðast skotflaug á loft. AP/Lee Jin-man Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert. Um ár er síðan skotflaug var síðast skotið frá Norður-Kóreu Yonhap hefur eftir herforingjaráði Suður-Kóreu og yfirvöldum í Japan að eldflaugin hafi flogið í um 86 mínútur og ferðast um þúsund kílómetra áður en hún féll í hafið. Eldflaugin er sögð hafa farið í sjö þúsund kílómetra hæð frá jörðu. Sé eldflaugum sem þessum skotið með hefðbundnum hætti gætu þær hæglega náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kóreumenn staðfestu tilraunaskotið seinna í morgun og sögðu það „mikilvæga tilraun“ í vopnaþróun ríkisins. Í yfirlýsingu frá Kim Jong Un, einræðisherra, hét hann því að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og að með tilraunaskotinu væri verið að senda óvinum Norður-Kóreu skýr skilaboð. AP fréttaveitan segir líklegt að tilraunaskotinu hafi verið ætlað að fanga athygli Bandaríkjamanna og hafi verið viðbragð við gagnrýni á flutning hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Fréttaveitan hefur eftir eldflaugasérfræðingum að Norður-Kóreumönnum hafi áður tekist að sýna fram á að langdrægar skotflaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna. Þetta tilraunaskot hafi líklega verið liður í því að kanna hvort eldflaugarnar geti borið stærri kjarnaodda. Einn sagði líklegt að þessi nýja eldflaug, ef hún reynist ný, gæti borið stærstu kjarnaodda Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa náð töluverðum árangri í þróun eldflauga á undanförnum árum en sérfræðingar telja margir að hæpið sé að þeir búi yfir langdrægum skotflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Hins vegar gætu þeir gert kjarnorkuárásir um alla Suður-Kóreu og nærliggjandi svæði. Þá eru uppi áhyggjur í Suður-Kóreu og víðar um að Kim muni fá aðstoð frá ríkisstjórn Vladimírs Pútín í Rússlandi við þróun eldflauga sinn, í skiptum fyrir aðstoð við innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa fengið mikið magn skotfæra og annarskonar hergagna frá Norður-Kóreu og nú er einnig talið að norðurkóreskir hermenn muni taka þátt í átökunum við Úkraínumenn. Einn sérfræðingur sagði í samtali við AP að tilraunaskotið í morgun gefi til kynna að Rússar hafi mögulega veitt Norður-Kóreumönnum aðstoð við framleiðslu eldflaugaeldsneytis í föstu formi. Eldflaugar sem skotið er á loft með eldsneyti í föstu formi gera notendum þeirra kleift að fela þær auðveldar og skjóta þeim á loft með minni fyrirvara en eldflaugum með fljótandi eldsneyti, þar sem ekki þarf að dæla eldsneytinu á þær skömmu fyrir skot. Hægt er að geyma þær með eldsneytinu innanborðs. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Sjá meira
Um ár er síðan skotflaug var síðast skotið frá Norður-Kóreu Yonhap hefur eftir herforingjaráði Suður-Kóreu og yfirvöldum í Japan að eldflaugin hafi flogið í um 86 mínútur og ferðast um þúsund kílómetra áður en hún féll í hafið. Eldflaugin er sögð hafa farið í sjö þúsund kílómetra hæð frá jörðu. Sé eldflaugum sem þessum skotið með hefðbundnum hætti gætu þær hæglega náð til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kóreumenn staðfestu tilraunaskotið seinna í morgun og sögðu það „mikilvæga tilraun“ í vopnaþróun ríkisins. Í yfirlýsingu frá Kim Jong Un, einræðisherra, hét hann því að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og að með tilraunaskotinu væri verið að senda óvinum Norður-Kóreu skýr skilaboð. AP fréttaveitan segir líklegt að tilraunaskotinu hafi verið ætlað að fanga athygli Bandaríkjamanna og hafi verið viðbragð við gagnrýni á flutning hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Fréttaveitan hefur eftir eldflaugasérfræðingum að Norður-Kóreumönnum hafi áður tekist að sýna fram á að langdrægar skotflaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna. Þetta tilraunaskot hafi líklega verið liður í því að kanna hvort eldflaugarnar geti borið stærri kjarnaodda. Einn sagði líklegt að þessi nýja eldflaug, ef hún reynist ný, gæti borið stærstu kjarnaodda Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa náð töluverðum árangri í þróun eldflauga á undanförnum árum en sérfræðingar telja margir að hæpið sé að þeir búi yfir langdrægum skotflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Hins vegar gætu þeir gert kjarnorkuárásir um alla Suður-Kóreu og nærliggjandi svæði. Þá eru uppi áhyggjur í Suður-Kóreu og víðar um að Kim muni fá aðstoð frá ríkisstjórn Vladimírs Pútín í Rússlandi við þróun eldflauga sinn, í skiptum fyrir aðstoð við innrás Rússa í Úkraínu. Rússar hafa fengið mikið magn skotfæra og annarskonar hergagna frá Norður-Kóreu og nú er einnig talið að norðurkóreskir hermenn muni taka þátt í átökunum við Úkraínumenn. Einn sérfræðingur sagði í samtali við AP að tilraunaskotið í morgun gefi til kynna að Rússar hafi mögulega veitt Norður-Kóreumönnum aðstoð við framleiðslu eldflaugaeldsneytis í föstu formi. Eldflaugar sem skotið er á loft með eldsneyti í föstu formi gera notendum þeirra kleift að fela þær auðveldar og skjóta þeim á loft með minni fyrirvara en eldflaugum með fljótandi eldsneyti, þar sem ekki þarf að dæla eldsneytinu á þær skömmu fyrir skot. Hægt er að geyma þær með eldsneytinu innanborðs.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Sjá meira