Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar 30. október 2024 20:17 Á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 hafa 894 einstaklingar frá Úkraínu fengið mannúðarleyfi til dvalar hér á landi vegna stríðsástandsins og 158 einstaklingar samanlagt frá stærstu hópum annarra landa sem hafa hlotið alþjóðlega vernd. Stærstu hóparnir sem hafa fengið alþjóðlega vernd samanstanda af 56 einstaklingum frá Venesúela og 38 frá Palestínu. Á Íslandi búa nú 65.870 erlendir ríkisborgarar samkvæmt Hagstofunni, fólk sem við köllum oft einu nafni útlendinga. Sá hópur hefur stækkað um 0,24% það sem af er ári ef þau sem hafa fengið alþjóðlega vernd eru talin, en um 1,58% ef Úkraínumenn eru teknir með. Því spyr ég: Hvað ætla flokkarnir, sem sífellt tala um að „taka á útlendingamálum“ og „ná stjórn á landamærunum“, raunverulega að gera? Er markmiðið að minnka þann hóp útlendinga sem hingað kemur? Vilja þeir hætta að ráða útlendinga í vinnu? Ganga úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES)? Hætta að taka á móti Úkraínumönnum eða sleppa því alfarið að veita alþjóðlega vernd, sem væri brot á Genfarsáttmálanum frá 1951? Staðan í málefnum flóttafólks hefur í raun lítið breyst undanfarin ár, nema fyrir þá stóru hópa Úkraínumanna og Venesúelabúa sem íslensk stjórnvöld ákváðu að veita vernd vegna sérstakra aðstæðna í heimalöndum þeirra. Úkraínumenn flúðu stríðsástandið í Úkraínu og fengu mannúðarleyfi, en Venesúelabúar fengu tímabundna viðbótarvernd samkvæmt sérstakri ákvörðun þar um, vegna efnahags- og pólitískrar kreppu í heimalandi sínu. Þessir hópar hafa verið helstu drifkraftarnir á bak við aukinn fjölda flóttafólks og hækkandi kostnað í útlendingamálum. Í því samhengi er vert að nefna að sérstaklega voru Venesúelabúar með mjög háa atvinnuþátttöku, eða 86,5%, sem var hærri en meðal innfæddra. Þeir greiddu skatta og stóðu undir sér fjárhagslega, sem hafði jákvæð áhrif á samfélagið. Hins vegar, þegar stjórnvöld breyttu fyrri stefnu sinni og hættu að veita þeim vernd, misstu þeir rétt til að vinna og urðu háðir opinberri framfærslu áður en þeir voru sendir úr landi. Þetta leiddi til verulegs kostnaðarauka fyrir ríkið, þar sem fólk sem áður var sjálfbjarga þurfti nú að treysta á húsnæði og framfærslu frá opinberum aðilum. Þetta atriði útskýrir fyrst og fremst af hverju kostnaður við útlendingamálin jókst. Ástæðan var ekki almenn fjölgun flóttafólks heldur meðvituð ákvörðun um stefnu stjórnvalda gagnvart þessum tilteknu hópum. Þannig er kostnaðaraukningin fyrst og fremst tengd stefnubreytingum sem höfðu áhrif á atvinnuréttindi Venesúelabúa. Nánar er hægt að lesa sér til um þennan kostnað á síðu Stjórnarráðsins sem finna má á hlekk í heimildum hér neðar í greininni. Flokkarnir sem tala um að „taka á útlendingamálunum“ þurfa þá að útskýra hvort þeir ætli að hætta að taka á móti Úkraínumönnum eða erlendu vinnuafli. Ef svo er, hvaða atvinnugreinar eiga þá að taka á sig búsifjar vegna starfsmannaskorts? Margir lykilgeirar í íslensku hagkerfi reiða sig í auknum mæli á erlent vinnuafl til að halda uppi rekstri, í hvaða atvinnugreinum vilja þessir stjórnmálamenn helst skera niður í? Hér eru nokkur dæmi, en engan veginn tæmandi listi: Ferðaþjónusta: Ferðaþjónustan er ein stærsta atvinnugrein landsins og treystir á erlenda starfsmenn til að manna þjónustustörfin. Byggingariðnaður: Mörg stór framkvæmda- og byggingaverkefni væru ekki möguleg án erlends vinnuafls sem sinnir bæði sérhæfðum og almennum störfum. Hjúkrunarheimili og leikskólar: Velferðar- og menntageirinn reiðir sig á erlent vinnuafl til að tryggja nægjanlegan fjölda starfsfólks á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og annarri grunnþjónustu. Samgöngufyrirtæki: Erlendir starfsmenn gegna mikilvægu hlutverki í flutningum og samgöngum. Landbúnaður: Kjötframleiðsla hefur áratugum saman reitt sig á erlenda starfsmenn, þar sem innlent vinnuafl hefur ekki dugað til að mæta eftirspurn. Sjávarútvegur: Fiskvinnsla hefur einnig áratugum saman reitt sig á erlent vinnuafl, þar sem íslenskir starfsmenn fylla ekki öll störf í greininni. Tæknigeirinn: Íslensk fyrirtæki í hugbúnaðar- og upplýsingatækni hafa leitað í síauknum mæli til erlendra sérfræðinga vegna sérhæfðra starfa. Heilbrigðisþjónusta: Sjúkrahús og heilsugæsla reiða sig á erlent starfsfólk til að mæta þörfum í heilbrigðiskerfinu. Matvælaiðnaður: Fisk- og kjötvinnsla, ásamt gróðurhúsaræktun, notar erlent vinnuafl til að tryggja framleiðslu, sem annars væri erfitt að manna með íslensku vinnuafli. Þrif og viðhald: Starfsfólk í hreingerningum og viðhaldi á fasteignum er að stórum hluta erlent, og sú þjónusta er ómissandi í samfélaginu. Ef erlendu starfsfólki yrði fækkað myndi það setja þrýsting á þessar greinar og þar með allt samfélagið. Skortur á starfsfólki myndi leiða til minna framboðs á þjónustu og samdráttar í framleiðslu, hagvexti, lífsgæðum og velferð. Þannig vaknar spurningin: Eru flokkarnir, sem tala um að „taka á útlendingamálum“, tilbúnir að takast á við þessar afleiðingar? Fjöldi útlendinga á árinu 2024 skiptist þannig í prósentum: Erlent vinnuafl: 98,43% Úkraínumenn: 1,34% Aðrir: 0,24% Hvers vegna er allur fókus umræðunnar 2024 á þessum 0,24% sem Excel tekst ekki einu sinni að gera greinileg fyrir mig á kökuriti? Getur verið að stóru viðfangsefnin í stjórnmálunum sé að finna annars staðar en hjá þessum agnarsmáa hópi flóttafólks, eða hjá mikilvægu vinnandi fólki í samfélaginu okkar? Heimildir Hagstofa Íslands. (2024). Mannfjöldinn 1. janúar 2024. Sótt af https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/mannfjoldinn-1-januar-2024 Útlendingastofnun. (2024). Tölfræði verndarsviðs janúar-september 2024. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2rqOXRQXw7zneGGCmfCY0P/6568c254a71bc06d7e4abbdac8e192d3/T_lfr__i_verndarsvi_s_jan_ar-september_2024.pdf Stjórnarráðið. (2024). Fjármálaáætlun 2025–2029: Greinargerð. Sótt af https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=408ba390-fa51-11ee-b883-005056bcde1f Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hælisleitendur Venesúela Palestína Úkraína Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 hafa 894 einstaklingar frá Úkraínu fengið mannúðarleyfi til dvalar hér á landi vegna stríðsástandsins og 158 einstaklingar samanlagt frá stærstu hópum annarra landa sem hafa hlotið alþjóðlega vernd. Stærstu hóparnir sem hafa fengið alþjóðlega vernd samanstanda af 56 einstaklingum frá Venesúela og 38 frá Palestínu. Á Íslandi búa nú 65.870 erlendir ríkisborgarar samkvæmt Hagstofunni, fólk sem við köllum oft einu nafni útlendinga. Sá hópur hefur stækkað um 0,24% það sem af er ári ef þau sem hafa fengið alþjóðlega vernd eru talin, en um 1,58% ef Úkraínumenn eru teknir með. Því spyr ég: Hvað ætla flokkarnir, sem sífellt tala um að „taka á útlendingamálum“ og „ná stjórn á landamærunum“, raunverulega að gera? Er markmiðið að minnka þann hóp útlendinga sem hingað kemur? Vilja þeir hætta að ráða útlendinga í vinnu? Ganga úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES)? Hætta að taka á móti Úkraínumönnum eða sleppa því alfarið að veita alþjóðlega vernd, sem væri brot á Genfarsáttmálanum frá 1951? Staðan í málefnum flóttafólks hefur í raun lítið breyst undanfarin ár, nema fyrir þá stóru hópa Úkraínumanna og Venesúelabúa sem íslensk stjórnvöld ákváðu að veita vernd vegna sérstakra aðstæðna í heimalöndum þeirra. Úkraínumenn flúðu stríðsástandið í Úkraínu og fengu mannúðarleyfi, en Venesúelabúar fengu tímabundna viðbótarvernd samkvæmt sérstakri ákvörðun þar um, vegna efnahags- og pólitískrar kreppu í heimalandi sínu. Þessir hópar hafa verið helstu drifkraftarnir á bak við aukinn fjölda flóttafólks og hækkandi kostnað í útlendingamálum. Í því samhengi er vert að nefna að sérstaklega voru Venesúelabúar með mjög háa atvinnuþátttöku, eða 86,5%, sem var hærri en meðal innfæddra. Þeir greiddu skatta og stóðu undir sér fjárhagslega, sem hafði jákvæð áhrif á samfélagið. Hins vegar, þegar stjórnvöld breyttu fyrri stefnu sinni og hættu að veita þeim vernd, misstu þeir rétt til að vinna og urðu háðir opinberri framfærslu áður en þeir voru sendir úr landi. Þetta leiddi til verulegs kostnaðarauka fyrir ríkið, þar sem fólk sem áður var sjálfbjarga þurfti nú að treysta á húsnæði og framfærslu frá opinberum aðilum. Þetta atriði útskýrir fyrst og fremst af hverju kostnaður við útlendingamálin jókst. Ástæðan var ekki almenn fjölgun flóttafólks heldur meðvituð ákvörðun um stefnu stjórnvalda gagnvart þessum tilteknu hópum. Þannig er kostnaðaraukningin fyrst og fremst tengd stefnubreytingum sem höfðu áhrif á atvinnuréttindi Venesúelabúa. Nánar er hægt að lesa sér til um þennan kostnað á síðu Stjórnarráðsins sem finna má á hlekk í heimildum hér neðar í greininni. Flokkarnir sem tala um að „taka á útlendingamálunum“ þurfa þá að útskýra hvort þeir ætli að hætta að taka á móti Úkraínumönnum eða erlendu vinnuafli. Ef svo er, hvaða atvinnugreinar eiga þá að taka á sig búsifjar vegna starfsmannaskorts? Margir lykilgeirar í íslensku hagkerfi reiða sig í auknum mæli á erlent vinnuafl til að halda uppi rekstri, í hvaða atvinnugreinum vilja þessir stjórnmálamenn helst skera niður í? Hér eru nokkur dæmi, en engan veginn tæmandi listi: Ferðaþjónusta: Ferðaþjónustan er ein stærsta atvinnugrein landsins og treystir á erlenda starfsmenn til að manna þjónustustörfin. Byggingariðnaður: Mörg stór framkvæmda- og byggingaverkefni væru ekki möguleg án erlends vinnuafls sem sinnir bæði sérhæfðum og almennum störfum. Hjúkrunarheimili og leikskólar: Velferðar- og menntageirinn reiðir sig á erlent vinnuafl til að tryggja nægjanlegan fjölda starfsfólks á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og annarri grunnþjónustu. Samgöngufyrirtæki: Erlendir starfsmenn gegna mikilvægu hlutverki í flutningum og samgöngum. Landbúnaður: Kjötframleiðsla hefur áratugum saman reitt sig á erlenda starfsmenn, þar sem innlent vinnuafl hefur ekki dugað til að mæta eftirspurn. Sjávarútvegur: Fiskvinnsla hefur einnig áratugum saman reitt sig á erlent vinnuafl, þar sem íslenskir starfsmenn fylla ekki öll störf í greininni. Tæknigeirinn: Íslensk fyrirtæki í hugbúnaðar- og upplýsingatækni hafa leitað í síauknum mæli til erlendra sérfræðinga vegna sérhæfðra starfa. Heilbrigðisþjónusta: Sjúkrahús og heilsugæsla reiða sig á erlent starfsfólk til að mæta þörfum í heilbrigðiskerfinu. Matvælaiðnaður: Fisk- og kjötvinnsla, ásamt gróðurhúsaræktun, notar erlent vinnuafl til að tryggja framleiðslu, sem annars væri erfitt að manna með íslensku vinnuafli. Þrif og viðhald: Starfsfólk í hreingerningum og viðhaldi á fasteignum er að stórum hluta erlent, og sú þjónusta er ómissandi í samfélaginu. Ef erlendu starfsfólki yrði fækkað myndi það setja þrýsting á þessar greinar og þar með allt samfélagið. Skortur á starfsfólki myndi leiða til minna framboðs á þjónustu og samdráttar í framleiðslu, hagvexti, lífsgæðum og velferð. Þannig vaknar spurningin: Eru flokkarnir, sem tala um að „taka á útlendingamálum“, tilbúnir að takast á við þessar afleiðingar? Fjöldi útlendinga á árinu 2024 skiptist þannig í prósentum: Erlent vinnuafl: 98,43% Úkraínumenn: 1,34% Aðrir: 0,24% Hvers vegna er allur fókus umræðunnar 2024 á þessum 0,24% sem Excel tekst ekki einu sinni að gera greinileg fyrir mig á kökuriti? Getur verið að stóru viðfangsefnin í stjórnmálunum sé að finna annars staðar en hjá þessum agnarsmáa hópi flóttafólks, eða hjá mikilvægu vinnandi fólki í samfélaginu okkar? Heimildir Hagstofa Íslands. (2024). Mannfjöldinn 1. janúar 2024. Sótt af https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/mannfjoldinn-1-januar-2024 Útlendingastofnun. (2024). Tölfræði verndarsviðs janúar-september 2024. Sótt af https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2rqOXRQXw7zneGGCmfCY0P/6568c254a71bc06d7e4abbdac8e192d3/T_lfr__i_verndarsvi_s_jan_ar-september_2024.pdf Stjórnarráðið. (2024). Fjármálaáætlun 2025–2029: Greinargerð. Sótt af https://www.stjornarradid.is/fjarmalaaaetlun-2025-2029/greinargerd/kafli/?itemid=408ba390-fa51-11ee-b883-005056bcde1f Höfundur er ráðgjafi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun