Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar 30. október 2024 11:17 Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það. Nú þegar styttist í veturinn er tilvalið að staldra við og íhuga hvernig við getum minnkað notkunina til að tryggja að allir hafi nægt heitt vatn án þess að skerða lífsgæði okkar. Hvernig nýtum við heita vatnið best til upphitunar? Stærsti hluti heita vatnsins sem almenningur notar fer í upphitun húsnæðis. Ólíkt rafmagni, þar sem hægt er að ná 100% nýtingu í rafhitun, er nýting heita vatnsins til upphitunar háð því hvernig við notum það. Hvernig hitum við hús með heitu vatni? Heitu vatni er dælt upp úr borholum víða um landið, oft við hitastig yfir 70°C. Vatninu er síðan dælt inn í heimili okkar og tengt við ofna, sturtur og krana. Þegar 70°C er of heitt fyrir beina notkun, fer vatnið í gegnum blöndunartæki sem lækka hitastigið með köldu vatni. Ofnar nota hins vegar heita vatnið beint. Vatnið streymir um ofnana, hitar þá upp, og hitinn þeirra geislar út í herbergið. Við þetta kólnar vatnið og fer kaldara út úr ofnunum en það kom inn. Munurinn á hitastigi vatnsins sem fer inn í ofninn og vatnsins sem kemur út úr honum er mælikvarði á það hversu vel ofninn nýtir heita vatnið til að hita upp rýmið. Hvernig aukum við nýtinguna? Það er freistandi að skrúfa ofninn í botn þegar okkur er kalt. En ef frárenslið úr ofninum er mjög heitt, erum við ekki að nýta vatnið sem skyldi. Til dæmis, ef innrennslið er 70°C og frárenslið 60°C, þá erum við aðeins að nýta 10°C af varmaorku. Ef frárenslið er 40°C, erum við að nýta 30°C af varmaorku, sem er þrefalt meiri nýting. Hér eru nokkur ráð til að auka nýtinguna: Stilltu ofninn skynsamlega: Forðastu að setja ofninn á fullt nema brýna nauðsyn beri til. Betra er að hækka hann smám saman og fylgjast með hvernig hitastigið í herberginu breytist. Gott er að hafa hitamæli í stærri rýmum, staðsettan við augnhæð, til að fylgjast með hitastiginu og grípa fyrr inn ef það lækkar. Veldu rétta stærð af ofni: Stórir ofnar eru oft skilvirkari en litlir. Ef þú þarft sífellt að hafa ofninn á fullu, gæti verið tímabært að íhuga að skipta honum út fyrir stærri eða skilvirkari ofn. Yfirborðsflatarmálið skiptir mestu máli, þar sem það eykur varmaflutninginn til rýmisins. Betri tækni: Fjárfesting í nýrri tækni getur bætt nýtinguna til muna. Þetta gæti verið varmadælur, sem nýta orku úr umhverfinu til upphitunar, eða orkusparandi stjórnbúnaður sem stillir hitann sjálfkrafa eftir þörf. Snjallir ofnastillar geta fylgst með hitastigi herbergisins og lækkað hitann þegar enginn er heima. Lokaðu gluggunum: Einfaldasta ráðið er að skilja ekki glugga eftir opna. Það gagnast lítið að reyna að auka nýtingu ofnanna ef hitinn sleppur út um opna glugga. Ef þú ert að glíma við raka, íhugaðu þá að nota rakaþétti til að halda rakastiginu í skefjum án þess að tapa hita. Með því að fara varlega með heita vatnið okkar og auka nýtingu þess getum við tryggt að allir njóti nægs hita í vetur. Við getum þannig verndað okkar sameiginlegu auðlindir án þess að fórna lífsgæðum.Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Heita vatnið er ein af okkar dýrmætustu auðlindum og fylgja því mikil lífsgæði. Við erum svo heppin að hafa gnægð af því á hagstæðu verði, en því miður förum við oft kærulauslega með það. Nú þegar styttist í veturinn er tilvalið að staldra við og íhuga hvernig við getum minnkað notkunina til að tryggja að allir hafi nægt heitt vatn án þess að skerða lífsgæði okkar. Hvernig nýtum við heita vatnið best til upphitunar? Stærsti hluti heita vatnsins sem almenningur notar fer í upphitun húsnæðis. Ólíkt rafmagni, þar sem hægt er að ná 100% nýtingu í rafhitun, er nýting heita vatnsins til upphitunar háð því hvernig við notum það. Hvernig hitum við hús með heitu vatni? Heitu vatni er dælt upp úr borholum víða um landið, oft við hitastig yfir 70°C. Vatninu er síðan dælt inn í heimili okkar og tengt við ofna, sturtur og krana. Þegar 70°C er of heitt fyrir beina notkun, fer vatnið í gegnum blöndunartæki sem lækka hitastigið með köldu vatni. Ofnar nota hins vegar heita vatnið beint. Vatnið streymir um ofnana, hitar þá upp, og hitinn þeirra geislar út í herbergið. Við þetta kólnar vatnið og fer kaldara út úr ofnunum en það kom inn. Munurinn á hitastigi vatnsins sem fer inn í ofninn og vatnsins sem kemur út úr honum er mælikvarði á það hversu vel ofninn nýtir heita vatnið til að hita upp rýmið. Hvernig aukum við nýtinguna? Það er freistandi að skrúfa ofninn í botn þegar okkur er kalt. En ef frárenslið úr ofninum er mjög heitt, erum við ekki að nýta vatnið sem skyldi. Til dæmis, ef innrennslið er 70°C og frárenslið 60°C, þá erum við aðeins að nýta 10°C af varmaorku. Ef frárenslið er 40°C, erum við að nýta 30°C af varmaorku, sem er þrefalt meiri nýting. Hér eru nokkur ráð til að auka nýtinguna: Stilltu ofninn skynsamlega: Forðastu að setja ofninn á fullt nema brýna nauðsyn beri til. Betra er að hækka hann smám saman og fylgjast með hvernig hitastigið í herberginu breytist. Gott er að hafa hitamæli í stærri rýmum, staðsettan við augnhæð, til að fylgjast með hitastiginu og grípa fyrr inn ef það lækkar. Veldu rétta stærð af ofni: Stórir ofnar eru oft skilvirkari en litlir. Ef þú þarft sífellt að hafa ofninn á fullu, gæti verið tímabært að íhuga að skipta honum út fyrir stærri eða skilvirkari ofn. Yfirborðsflatarmálið skiptir mestu máli, þar sem það eykur varmaflutninginn til rýmisins. Betri tækni: Fjárfesting í nýrri tækni getur bætt nýtinguna til muna. Þetta gæti verið varmadælur, sem nýta orku úr umhverfinu til upphitunar, eða orkusparandi stjórnbúnaður sem stillir hitann sjálfkrafa eftir þörf. Snjallir ofnastillar geta fylgst með hitastigi herbergisins og lækkað hitann þegar enginn er heima. Lokaðu gluggunum: Einfaldasta ráðið er að skilja ekki glugga eftir opna. Það gagnast lítið að reyna að auka nýtingu ofnanna ef hitinn sleppur út um opna glugga. Ef þú ert að glíma við raka, íhugaðu þá að nota rakaþétti til að halda rakastiginu í skefjum án þess að tapa hita. Með því að fara varlega með heita vatnið okkar og auka nýtingu þess getum við tryggt að allir njóti nægs hita í vetur. Við getum þannig verndað okkar sameiginlegu auðlindir án þess að fórna lífsgæðum.Höfundur er verkfræðingur
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun