Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 18:15 Þingflokkur Miðflokksins telur nú þrjá en Jakob Frímann var rétt í þessu að ganga til liðs við þá Sigmund Davíð og Bergþór. Jakob Frímann vill ekkert tjá sig um viðskipti sín og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Ekki nema bara óska henni og hennar fólki alls hins besta. vísir/vilhelm Miðflokknum hefur borist góður liðsauki því nú rétt í þessu var gengið frá því að Jakob Frímann Magnússon, sem áður var í Flokki fólksins, hefur gengið til liðs hann. Jakob sagði sig nýverið úr Flokki fólksins eftir að honum hafði óvænt verið vikið úr oddvitasætinu í Norðurlandi eystra, en við stöðu hans þar tók Sigurjón Þórðarson. Jakob var ekki lengi utan flokka á þingi en Miðflokkurinn hefur nú þrjá í sínu þingliði: Formanninn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingflokksformanninn Bergþór Ólason. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá allra flokkanna til hlítar og les mikla skynsemishyggju úr stefnu Miðflokksins eins og hún birtist á vefnum. Hún rímar að mörgu leyti við mín lífsviðhorf og það sem ég hef einbeitt mér að á undanförnum árum, sem er að bæta hlut viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Jakob segir að í lykilmálum sé stefna Miðflokksins skýr og hún falli sér vel að skapi. En voru fleiri flokkar sem komu til greina? „Ég fór yfir stefnu allra flokkanna og mátaði mín viðhorf við þær stefnur og ég vil segja hreint út að þetta varð niðurstaða mín.“ Það kom mönnum á óvart þegar Sigurjóni var skipt inn og þér út. Hvað geturðu sagt mér um viðskipti þín og Ingu Sæland? „Ég ætla ekki að tjá mig um þau samskipti að öðru leyti en því að ég óska henni og hennar fólki alls hins besta.“ En hvert verður framhaldið, munt þú fara fram fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum, sem eru eftir mánuð? „Ég ætla ekki að sjá mig frekar á þessu stigi málsins.“ Í kvöld mun Miðflokkurinn kynna lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og verður spennandi að sjá hvort Jakob Frímann verði þar á meðal frambjóðenda. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Jakob sagði sig nýverið úr Flokki fólksins eftir að honum hafði óvænt verið vikið úr oddvitasætinu í Norðurlandi eystra, en við stöðu hans þar tók Sigurjón Þórðarson. Jakob var ekki lengi utan flokka á þingi en Miðflokkurinn hefur nú þrjá í sínu þingliði: Formanninn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingflokksformanninn Bergþór Ólason. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá allra flokkanna til hlítar og les mikla skynsemishyggju úr stefnu Miðflokksins eins og hún birtist á vefnum. Hún rímar að mörgu leyti við mín lífsviðhorf og það sem ég hef einbeitt mér að á undanförnum árum, sem er að bæta hlut viðkvæmustu hópa samfélagsins.“ Jakob segir að í lykilmálum sé stefna Miðflokksins skýr og hún falli sér vel að skapi. En voru fleiri flokkar sem komu til greina? „Ég fór yfir stefnu allra flokkanna og mátaði mín viðhorf við þær stefnur og ég vil segja hreint út að þetta varð niðurstaða mín.“ Það kom mönnum á óvart þegar Sigurjóni var skipt inn og þér út. Hvað geturðu sagt mér um viðskipti þín og Ingu Sæland? „Ég ætla ekki að tjá mig um þau samskipti að öðru leyti en því að ég óska henni og hennar fólki alls hins besta.“ En hvert verður framhaldið, munt þú fara fram fyrir Miðflokkinn í komandi kosningum, sem eru eftir mánuð? „Ég ætla ekki að sjá mig frekar á þessu stigi málsins.“ Í kvöld mun Miðflokkurinn kynna lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og verður spennandi að sjá hvort Jakob Frímann verði þar á meðal frambjóðenda.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira