Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar 29. október 2024 16:02 Við hjá Framsókn stöndum fyrir því að nýta okkar náttúruauðlindir á ábyrgan hátt og byggja undir sjálfbæra framtíð fyrir land og þjóð. Sjálfbærni snýst um að vera sjálfum okkur nóg, hvort sem það er í matvælaframleiðslu, orkumálum eða annarri verðmætasköpun. Með sjálfbærnistefnu fylgir mikil ábyrgð, sérstaklega þegar kemur að því að fullnýta þá orku sem við eigum þegar til – til að tryggja þjóðaröryggi okkar. Það er mikilvægt að við nýtum alla orkuna sem er tiltæk. Ef við sjáum gufustróka rísa frá virkjunum eða jarðhitavökva dælt niður við 120°C, vitum við að við erum ekki að fullnýta orkuna. Við viljum sjá nýtingu og nýsköpun handan hefðbundinnar orkunýtingar og horfa til orkugjafa eins og sólar- og vindorku til viðbótar við jarðhita og vatnsafl. Það er lykilatriði fyrir þjóðaröryggi. Landbúnaður er okkur mikilvæg atvinnugrein og sjálfbærni í landbúnaði skiptir sköpum til framtíðar og styrkir stoðir öflugrar matvælaframleiðslu hér á landi í síbreytilegum heimi. Með því að stuðla að enn frekari sjálfbærni í landbúnaði getum við byggt traustari grunn að sjálfstæði þjóðarinnar. Ætlum í því samhengi að taka sjávarútveginn til fyrirmyndar, sem nær að nýta allt að 90% af hráefnum sínum. Með stuðningi við nýsköpun og hringrásarhagkerfi í landbúnaði getum við stuðlað að atvinnuþróun í öllum landshlutum og aukið verðmætasköpun í heimabyggð. Það er löngu kominn tími til að efla stuðning við nýsköpun á landsbyggðinni. Á Suðurnesjum er til dæmis ekki til staðar neitt frumkvöðlasetur eða stuðningsaðstaða fyrir nýsköpun. Við hjá Framsókn teljum að þetta þurfi að breytast. Við eigum að setja spurningamerki við sjálfbærni þess að auðlindir séu fluttar úr landi. Við verðum að styðja með öflugum hætti við verðmætasköpun hér á landi og nýta þær auðlindir sem við eigum yfir að ráða með sjálfbærum hætti. Við erum í dauðafæri og höfum allar forsendur til að skapa sjálfbært Ísland. Við í Framsókn ætlum að vera leiðandi í þeirri vegferð með öflugu stuðningsnet fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu víðsvegar um landið. Sjálfbærni er þjóðaröryggismál, og nú er kominn tími til að setja landsbyggðina í forgang, byggja undir verðmætasköpun og öryggi allra landsmanna. Höfundur er frambjóðandi Framsóknar í Suðurkjördæmi og skipar fjórða sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Fida Abu Libdeh Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Framsókn stöndum fyrir því að nýta okkar náttúruauðlindir á ábyrgan hátt og byggja undir sjálfbæra framtíð fyrir land og þjóð. Sjálfbærni snýst um að vera sjálfum okkur nóg, hvort sem það er í matvælaframleiðslu, orkumálum eða annarri verðmætasköpun. Með sjálfbærnistefnu fylgir mikil ábyrgð, sérstaklega þegar kemur að því að fullnýta þá orku sem við eigum þegar til – til að tryggja þjóðaröryggi okkar. Það er mikilvægt að við nýtum alla orkuna sem er tiltæk. Ef við sjáum gufustróka rísa frá virkjunum eða jarðhitavökva dælt niður við 120°C, vitum við að við erum ekki að fullnýta orkuna. Við viljum sjá nýtingu og nýsköpun handan hefðbundinnar orkunýtingar og horfa til orkugjafa eins og sólar- og vindorku til viðbótar við jarðhita og vatnsafl. Það er lykilatriði fyrir þjóðaröryggi. Landbúnaður er okkur mikilvæg atvinnugrein og sjálfbærni í landbúnaði skiptir sköpum til framtíðar og styrkir stoðir öflugrar matvælaframleiðslu hér á landi í síbreytilegum heimi. Með því að stuðla að enn frekari sjálfbærni í landbúnaði getum við byggt traustari grunn að sjálfstæði þjóðarinnar. Ætlum í því samhengi að taka sjávarútveginn til fyrirmyndar, sem nær að nýta allt að 90% af hráefnum sínum. Með stuðningi við nýsköpun og hringrásarhagkerfi í landbúnaði getum við stuðlað að atvinnuþróun í öllum landshlutum og aukið verðmætasköpun í heimabyggð. Það er löngu kominn tími til að efla stuðning við nýsköpun á landsbyggðinni. Á Suðurnesjum er til dæmis ekki til staðar neitt frumkvöðlasetur eða stuðningsaðstaða fyrir nýsköpun. Við hjá Framsókn teljum að þetta þurfi að breytast. Við eigum að setja spurningamerki við sjálfbærni þess að auðlindir séu fluttar úr landi. Við verðum að styðja með öflugum hætti við verðmætasköpun hér á landi og nýta þær auðlindir sem við eigum yfir að ráða með sjálfbærum hætti. Við erum í dauðafæri og höfum allar forsendur til að skapa sjálfbært Ísland. Við í Framsókn ætlum að vera leiðandi í þeirri vegferð með öflugu stuðningsnet fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu víðsvegar um landið. Sjálfbærni er þjóðaröryggismál, og nú er kominn tími til að setja landsbyggðina í forgang, byggja undir verðmætasköpun og öryggi allra landsmanna. Höfundur er frambjóðandi Framsóknar í Suðurkjördæmi og skipar fjórða sæti.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun