Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar 29. október 2024 13:31 Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði. Við eigum og getum nálgast náttúruvernd úr ólíkum áttum. Við eigum okkur ólíka sögu, ólík gildi og þræðirnir sem tengja okkur við landið eru af ýmsum toga. En öll ættum við að deila þeirri hugsjón að náttúran skuli njóta vafans. Mitt sjónarhorn tengist minni lífssýn og mínum bakgrunni sem prestur. Fyrir mér er náttúran heilög, hún tilheyrir ekki okkur heldur höfum við mannfólkið það hlutverk að yrkja jörðina og gæta hennar. Þannig sé það ekki okkar að taka ákvarðanir sem leiða af sér hnignun vistkerfa eða valda óbætanlegum skaða. Allt þarf að vinnast í sátt við lífið og landið. Verndun skapar tækifæri Hér á Norður- og Austurlandi sjáum við hvernig talsfólk virkjana og sjókvíaeldis fer um og lofar gulli og grænum skógum - ef við borgum fyrir það með náttúrunni. En víðernin, hreinu firðirnir og óvirkjaðar árnar eru okkar stærsti fjársjóður. Það sem við gerum við hana verður oft ekki aftur tekið. Barátta Seyðfirðinga ætti að vera barátta okkar allra. Við ættum öll að berjast fyrir því að fjörðurinn verði áfram ósnortinn. Að fiskeldisfyrirtækin láti hann í friði. Við fjölskyldan bjuggum um tíma á eyju í Noregi, húsið okkar var um hundrað metra frá sjónum. Þessu samfélagi hafði verið lofað áratugum áður að fiskeldi myndi bæta allt. Það urðu vissulega til störf, en börnin okkar máttu ekki synda í sjónum eða leika sér í fjörunni vegna mengunar frá eldinu. Það varð uppbygging en rækjusjómenn gátu ekki lengur stundað sínar veiðar í kringum eyjarnar því eitrið gegn laxalús gerði út af við þær. Þarna ríkti hvorki sátt við lífið, landið, hafið eða samfélagið, eini gróðinn var hjá fjárfestum. Í Þingeyjarsveit er ásælni í að virkja Skjálfandafljót. Þar er önnur barátta sem ætti að vera okkar allra, baráttan fyrir verndun þessarar miklu jökulár. Verndun er ekki glatað tækifæri, friðun náttúru skapar mun fleiri möguleika en röskun og eyðilegging. Friðlýsing skapar fjölbreytt störf eins sést hvað gleggst í gestastofunni Gíg í Mývatnssveit þar sem heilsársstarfsfólki og landvörðum hefur fjölgað eftir síðustu stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem verið er að byggja upp háskólasetur, skapa ný tækifæri og fagstörf í sátt við land og líf. Frekari stækkun þjóðgarðsins og áþekk uppbygging í tengslum við Skjálfandafljót væri sigur fyrir okkur öll, lífríkið og samfélagið. Barátta okkar allra Umhverfismál voru sett á dagskrá íslenskra stjórnmála vegna eins stjórnmálaafls og það er VG. Þó verður ekki horft fram hjá því að þátttaka okkar í síðustu ríkisstjórn dró úr trausti og væntingum til hreyfingarinnar. Með nýju fólki í öllum kjördæmum sem brennur fyrir náttúruvernd leiðum við baráttuna fyrir jökulánum, fjörðunum, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslaginu. Því það er baráttan fyrir því að byggð og líf geti þrifist um landið allt til framtíðar. Það verður barátta okkar allra. Höfundur er oddviti VG í Norðausturkjördæmi og félagi í Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Norðausturkjördæmi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni. Fólk og fjármunir streymi til viðkvæmra svæða í skiptum fyrir að landi sé sökkt, vatnsfarvegum breytt, vindorkuver reist á sjóndeildarhringnum eða firðir fylltir af fiskeldi. Jafnvel sálir sem elska landið sitt geta látið glepjast, en auðhyggjuöflin sem sjá hvern blett ósnortinnar náttúru sem vannýtt gróðatækifæri hafa hag samfélagsins aldrei að sínu markmiði. Við eigum og getum nálgast náttúruvernd úr ólíkum áttum. Við eigum okkur ólíka sögu, ólík gildi og þræðirnir sem tengja okkur við landið eru af ýmsum toga. En öll ættum við að deila þeirri hugsjón að náttúran skuli njóta vafans. Mitt sjónarhorn tengist minni lífssýn og mínum bakgrunni sem prestur. Fyrir mér er náttúran heilög, hún tilheyrir ekki okkur heldur höfum við mannfólkið það hlutverk að yrkja jörðina og gæta hennar. Þannig sé það ekki okkar að taka ákvarðanir sem leiða af sér hnignun vistkerfa eða valda óbætanlegum skaða. Allt þarf að vinnast í sátt við lífið og landið. Verndun skapar tækifæri Hér á Norður- og Austurlandi sjáum við hvernig talsfólk virkjana og sjókvíaeldis fer um og lofar gulli og grænum skógum - ef við borgum fyrir það með náttúrunni. En víðernin, hreinu firðirnir og óvirkjaðar árnar eru okkar stærsti fjársjóður. Það sem við gerum við hana verður oft ekki aftur tekið. Barátta Seyðfirðinga ætti að vera barátta okkar allra. Við ættum öll að berjast fyrir því að fjörðurinn verði áfram ósnortinn. Að fiskeldisfyrirtækin láti hann í friði. Við fjölskyldan bjuggum um tíma á eyju í Noregi, húsið okkar var um hundrað metra frá sjónum. Þessu samfélagi hafði verið lofað áratugum áður að fiskeldi myndi bæta allt. Það urðu vissulega til störf, en börnin okkar máttu ekki synda í sjónum eða leika sér í fjörunni vegna mengunar frá eldinu. Það varð uppbygging en rækjusjómenn gátu ekki lengur stundað sínar veiðar í kringum eyjarnar því eitrið gegn laxalús gerði út af við þær. Þarna ríkti hvorki sátt við lífið, landið, hafið eða samfélagið, eini gróðinn var hjá fjárfestum. Í Þingeyjarsveit er ásælni í að virkja Skjálfandafljót. Þar er önnur barátta sem ætti að vera okkar allra, baráttan fyrir verndun þessarar miklu jökulár. Verndun er ekki glatað tækifæri, friðun náttúru skapar mun fleiri möguleika en röskun og eyðilegging. Friðlýsing skapar fjölbreytt störf eins sést hvað gleggst í gestastofunni Gíg í Mývatnssveit þar sem heilsársstarfsfólki og landvörðum hefur fjölgað eftir síðustu stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs, auk þess sem verið er að byggja upp háskólasetur, skapa ný tækifæri og fagstörf í sátt við land og líf. Frekari stækkun þjóðgarðsins og áþekk uppbygging í tengslum við Skjálfandafljót væri sigur fyrir okkur öll, lífríkið og samfélagið. Barátta okkar allra Umhverfismál voru sett á dagskrá íslenskra stjórnmála vegna eins stjórnmálaafls og það er VG. Þó verður ekki horft fram hjá því að þátttaka okkar í síðustu ríkisstjórn dró úr trausti og væntingum til hreyfingarinnar. Með nýju fólki í öllum kjördæmum sem brennur fyrir náttúruvernd leiðum við baráttuna fyrir jökulánum, fjörðunum, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslaginu. Því það er baráttan fyrir því að byggð og líf geti þrifist um landið allt til framtíðar. Það verður barátta okkar allra. Höfundur er oddviti VG í Norðausturkjördæmi og félagi í Landvernd.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar