300 milljónir á dag Aðalsteinn Leifsson skrifar 28. október 2024 14:32 Spjallið við eldhúsborðið ætti að vera um sumarfrí og framtíðaráform fremur en vexti og hallann á heimilisbókhaldinu. Eitt mikilvægt framlag ríkisins í baráttunni við verðbólguna er að hafa jafnvægi í ríkisfjármálum. Hvernig hefur það gengið hjá ríkisstjórn síðustu sjö ára? Í frumvarpi til fjáraukalaga sem nú liggur fyrir Alþingi er mesta útgjaldaaukningin vegna vaxtagjalda ríkissjóðs sem hækka úr 99 milljörðum í 114 milljarða, sem þýðir að ríkið greiðir yfir 300 milljónir í vaxtagreiðslur á hverjum degi. Það eru vextirnir, þá er höfuðstóllinn eftir. Afborganir lána er fjórði stærsti úgjaldaliður ríkisins. Semsagt, það gæti gengið talsvert betur. Forgangsmál að ríkið geri sitt Við þurfum nýja ríkisstjórn sem setur í forgang að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir ríkissjóðs og gera þannig sitt til að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir heimili og fyrirtæki. Raunverulegur sparnaður næst ekki með því að skera flatt niður um 2% eða 10% heldur þegar mótuð er skýr sýn á það sem skiptir mestu máli. Það felur í sér að sumt fær aukin framlög en öðru er frestað eða því einfaldlega sleppt. Þetta þekki ég vel m.a. úr störfum mínum sem einn „ópólitískra fagmanna“ sem kom inn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að snúa við rekstri OR eftir óhóflegar lántökur og fjárfestingapartý áranna á undan. Það tókst í samstarfi við frábært starfsfólk. Ég þekki það líka vel að marka skýra stefnu, taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir m.a. eftir stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu eftir fjármálahrunið. Biðlistar barna burt Það er hægt að ná fram jafnvægi og á sama tíma setja enn sterkari fókus á það sem skiptir mestu máli fyrir líðan fólks. Biðlistar barna og unglinga eftir þjónustu sem þau þurfa nauðsynlega á að halda til að líða vel og ganga vel verður að vinna niður. Það má kosta, því það kostar mikið meira að gera ekkert og ef við eigum ekki peninga og orku til að hjálpa börnum okkar, til hvers er þá af stað farið? Viðreisn setur ábyrg fjármál, líðan fólks og frelsi til að taka ákvarðanir um hvernig hvert og eitt vill lifa lífi sínu fremst. Meðal annars þess vegna er ég í framboði fyrir Viðreisn. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Spjallið við eldhúsborðið ætti að vera um sumarfrí og framtíðaráform fremur en vexti og hallann á heimilisbókhaldinu. Eitt mikilvægt framlag ríkisins í baráttunni við verðbólguna er að hafa jafnvægi í ríkisfjármálum. Hvernig hefur það gengið hjá ríkisstjórn síðustu sjö ára? Í frumvarpi til fjáraukalaga sem nú liggur fyrir Alþingi er mesta útgjaldaaukningin vegna vaxtagjalda ríkissjóðs sem hækka úr 99 milljörðum í 114 milljarða, sem þýðir að ríkið greiðir yfir 300 milljónir í vaxtagreiðslur á hverjum degi. Það eru vextirnir, þá er höfuðstóllinn eftir. Afborganir lána er fjórði stærsti úgjaldaliður ríkisins. Semsagt, það gæti gengið talsvert betur. Forgangsmál að ríkið geri sitt Við þurfum nýja ríkisstjórn sem setur í forgang að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir ríkissjóðs og gera þannig sitt til að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir heimili og fyrirtæki. Raunverulegur sparnaður næst ekki með því að skera flatt niður um 2% eða 10% heldur þegar mótuð er skýr sýn á það sem skiptir mestu máli. Það felur í sér að sumt fær aukin framlög en öðru er frestað eða því einfaldlega sleppt. Þetta þekki ég vel m.a. úr störfum mínum sem einn „ópólitískra fagmanna“ sem kom inn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að snúa við rekstri OR eftir óhóflegar lántökur og fjárfestingapartý áranna á undan. Það tókst í samstarfi við frábært starfsfólk. Ég þekki það líka vel að marka skýra stefnu, taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir m.a. eftir stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu eftir fjármálahrunið. Biðlistar barna burt Það er hægt að ná fram jafnvægi og á sama tíma setja enn sterkari fókus á það sem skiptir mestu máli fyrir líðan fólks. Biðlistar barna og unglinga eftir þjónustu sem þau þurfa nauðsynlega á að halda til að líða vel og ganga vel verður að vinna niður. Það má kosta, því það kostar mikið meira að gera ekkert og ef við eigum ekki peninga og orku til að hjálpa börnum okkar, til hvers er þá af stað farið? Viðreisn setur ábyrg fjármál, líðan fólks og frelsi til að taka ákvarðanir um hvernig hvert og eitt vill lifa lífi sínu fremst. Meðal annars þess vegna er ég í framboði fyrir Viðreisn. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun