Kvennabarátta síðustu áratuga og virðing fyrir starfi kennara Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 28. október 2024 11:15 Fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi var haldinn þann 24. október árið 1975. Eins og allir vita þá lögðu konur niður störf þennan dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra í samfélaginu, bæði á vinnumarkaði og heimilum. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum verkfallsaðgerðum, sem undirstrikaði stöðu þeirra og áhrif í íslensku samfélagi. Þessi staðreynd leitaði á mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög hugsi síðustu vikurnar yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og þeirri virðingu sem þær njóta fyrir störf sín í íslensku samfélagi dagsins í dag. Að það skuli enn vera staðan, eftir öll þessi ár sem liðinn eru frá þessum merka degi í október 1975, að konur njóti ekki verðleika sinna í störfum þeim sem þær sinna í samfélaginu. Það er nefnilega svo að hörð umræðan um kjarabaráttu kennara hefur undanfarnar vikur varpað ljósi á þá stöðu sem enn er uppi í samfélaginu og tengist virðingu og viðurkenningu á starfi sem er einkum sinnt af konum, eins og kennslu. Í samfélögum víða um heim, þar á meðal á Íslandi, hefur lengi verið viðurkennt að launakjör í starfsstéttum sem að mestu eru skipaðar konum, svo sem kennarastörfum, eru oft lægri en í öðrum sérfræðistörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Og að við séum ekki komin lengra en raun ber vitni í að leiðrétta þetta þrátt fyrir áralanga og sanngjarna baráttu kvenna. Það er dapurleg staðreynd. Ástæður fyrir þessu eru margþættar og tengjast bæði sögulegum og félagslegum þáttum. Kennarastarf, sérstaklega á grunn- og leikaskólastigi, hefur lengi verið litið á sem „kvennastarf“og fullyrða má að hafi því ekki notið sömu virðingar og önnur sérfræðistörf. Þrátt fyrir að kennarar þurfi að hafa fimm ára háskólamenntun, líkt og margir aðrir sérfræðingar, þá endurspegla launakjör þeirra alls ekki þá menntun og færni sem starf þeirra krefst. Þessi mismunur er því miður vísbending um djúp samfélagsleg viðhorf sem líta niður á störf sem eru talin „kvenleg“og álitin minna virði. Kjaradeilan endurspeglar því ekki einungis ágreining um laun og starfskjör, heldur varpar hún einnig ljósi á viðhorf til jafnréttis og viðurkenningar á starfsgrein kvenna sem leggur ómetanlegan grunn í þróun samfélagsins. Hvernig viljum við sem samfélag mæta og virða þá sem leggja grunn að menntun og þroska ungra einstaklinga. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við lakari kjör en aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun. Viðurkenning á þeirra mikilvæga hlutverki og réttlát launakjör þeim til handa eru lykilatriði í að byggja upp heilbrigt samfélag sem byggir á jafnrétti, velferð og virðingu. Þeir sem mest hafa haft sig í frammi við að tala niður til kennara og gaslýsa þá undanfarnar vikur eru um leið að tala niður konur og þeirra ómetanlegu störf í þágu þjóðar. Og skömmin er þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og skólastjórnandi til tæplega 30 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi var haldinn þann 24. október árið 1975. Eins og allir vita þá lögðu konur niður störf þennan dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra í samfélaginu, bæði á vinnumarkaði og heimilum. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum verkfallsaðgerðum, sem undirstrikaði stöðu þeirra og áhrif í íslensku samfélagi. Þessi staðreynd leitaði á mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög hugsi síðustu vikurnar yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og þeirri virðingu sem þær njóta fyrir störf sín í íslensku samfélagi dagsins í dag. Að það skuli enn vera staðan, eftir öll þessi ár sem liðinn eru frá þessum merka degi í október 1975, að konur njóti ekki verðleika sinna í störfum þeim sem þær sinna í samfélaginu. Það er nefnilega svo að hörð umræðan um kjarabaráttu kennara hefur undanfarnar vikur varpað ljósi á þá stöðu sem enn er uppi í samfélaginu og tengist virðingu og viðurkenningu á starfi sem er einkum sinnt af konum, eins og kennslu. Í samfélögum víða um heim, þar á meðal á Íslandi, hefur lengi verið viðurkennt að launakjör í starfsstéttum sem að mestu eru skipaðar konum, svo sem kennarastörfum, eru oft lægri en í öðrum sérfræðistörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Og að við séum ekki komin lengra en raun ber vitni í að leiðrétta þetta þrátt fyrir áralanga og sanngjarna baráttu kvenna. Það er dapurleg staðreynd. Ástæður fyrir þessu eru margþættar og tengjast bæði sögulegum og félagslegum þáttum. Kennarastarf, sérstaklega á grunn- og leikaskólastigi, hefur lengi verið litið á sem „kvennastarf“og fullyrða má að hafi því ekki notið sömu virðingar og önnur sérfræðistörf. Þrátt fyrir að kennarar þurfi að hafa fimm ára háskólamenntun, líkt og margir aðrir sérfræðingar, þá endurspegla launakjör þeirra alls ekki þá menntun og færni sem starf þeirra krefst. Þessi mismunur er því miður vísbending um djúp samfélagsleg viðhorf sem líta niður á störf sem eru talin „kvenleg“og álitin minna virði. Kjaradeilan endurspeglar því ekki einungis ágreining um laun og starfskjör, heldur varpar hún einnig ljósi á viðhorf til jafnréttis og viðurkenningar á starfsgrein kvenna sem leggur ómetanlegan grunn í þróun samfélagsins. Hvernig viljum við sem samfélag mæta og virða þá sem leggja grunn að menntun og þroska ungra einstaklinga. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við lakari kjör en aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun. Viðurkenning á þeirra mikilvæga hlutverki og réttlát launakjör þeim til handa eru lykilatriði í að byggja upp heilbrigt samfélag sem byggir á jafnrétti, velferð og virðingu. Þeir sem mest hafa haft sig í frammi við að tala niður til kennara og gaslýsa þá undanfarnar vikur eru um leið að tala niður konur og þeirra ómetanlegu störf í þágu þjóðar. Og skömmin er þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og skólastjórnandi til tæplega 30 ára.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun