Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina Valur Páll Eiríksson skrifar 25. október 2024 14:32 Þessir fimm eru á meðal þeirra sem leggja skóna á hilluna frægu um helgina. Vísir/Samsett Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna. Arnór Smárason (36 ára, ÍA) Arnór Smárason, fyrirliði ÍA.Vísir/Hulda Margrét Arnór er uppalinn á Skaganum og var mikið undrabarn í fótboltanum. Hann fór til Molde 15 ára gamall árið 2003 en árið eftir samdi hann við Heerenveen í Hollandi. Hann var í unglingastarfi félagsins og fékk fyrsta tækifærið með aðalliðinu 19 ára gamall, 2008. Hann varð byrjunarliðsmaður tímabilið eftir, 2008-09, en meiðsli settu strik í reikninginn tímabilið eftir það. Í kjölfarið söðlaði hann um og samdi við Esbjerg í Danmörku 2010, hvar hann lék til 2013. Þá var leið haldið til Helsingborgar í Svíþjóð og eftir stutta lánsdvöl hjá Torpedo Moskvu í Rússlandi færði hann sig til Stokkhólms til að leika með Hammarby. Arnór hélt ungur að árum til Hollands. Frá Hammarby fór hann til Lilleström í Noregi 2018 og var þar til 2020 þegar hann sneri heim til að leika með Val. Arnór spilaði lítið sumarið 2021 vegna meiðsla en náði 17 deildarleikjum árið eftir auk þess að skora fimm mörk. Eftir árin tvö með Val sneri hann heim til ÍA og spilaði sína fyrstu deildarleiki fyrir félagið í næst efstu deild. Hann var fyrirliði liðsins sem fór upp í Bestu deildina og hefur spilað með Skagamönnum sem rétt missa af Evrópusæti í sumar. Arnór hefur leikið 47 leiki í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Hann spilaði 26 landsleiki fyrir Íslands hönd milli 2008 og 2019 og skoraði í þeim þrjú mörk. Arnór Sveinn Aðalsteinsson (38 ára, Breiðablik) Arnór Sveinn hefur þrisvar gengið í raðir Blika á ferlinum sem lýkur á sunnudag.Mynd/Blikar.is Arnór Sveinn vonast til að ljúka ferlinum með sínum öðrum Íslandsmeistaratitli með uppeldisfélaginu þegar Blikar sækja Víking heim á sunnudag. Arnór Sveinn lék með Blikum frá 2004 til 2017 með stuttu tveggja ára stoppi í atvinnumennsku með Hönefoss í Noregi milli 2011 og 2013. Hann hélt út í atvinnumennsku eftir tímabilið 2010 þar sem Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn og þá vann Arnór einnig bikartitil ári fyrr. Arnór Sveinn yfirgaf Blika til að spila með KR frá 2017 til 2022 og varð Íslandsmeistari með félaginu 2019. Bikartitlinum 2009 var vel fagnað.Mynd/Daníel Arnór hefur leikið 255 leiki í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Hann spilaði 12 landsleiki fyrir Íslands hönd milli 2009 og 2012. Birkir Már Sævarsson (39 ára, Valur) Birkir Már fer í faðm fjölskyldunnar í Svíþjóð strax eftir helgi. Fyrst ætlar hann að tryggja Val Evrópusæti.Vísir/Hulda Margrét Birkir Már vill hjálpa Val að ná Evrópusæti þegar Valur mætir ÍA að Hlíðarenda á morgun. Hann hóf að spila fyrir Val í 1. deildinni árið 2004 og varð Íslandsmeistari með liðinu þremur árum síðar. Árið 2008 hélt hann út í atvinnumennsku þar sem hann lék með Brann í Noregi til 2014 og svo Hammarby í Svíþjóð frá 2015 til 2017. Á árum hans í Svíþjóð átti hann glæst ár með landsliðinu þar sem hann var lykilmaður í liðinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. Hann sneri heim í Val fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi og hefur spilað með Valsmönnum síðan og verið lykilmaður. Birkir varð Íslandsmeistari öðru sinni sumarið 2018 og þá var Valur á toppi deildarinnar þegar Íslandsmótinu var slúttað sumarið 2020. Birkir Már hefur leikið 212 leiki í efstu deild og skorað í þeim 18 mörk. Hann spilaði 103 landsleiki fyrir Íslands hönd milli 2007 og 2021. Hann þrjú mörk í þeim. Daníel Laxdal (38 ára, Stjarnan) Daníel Laxdal hefur haldið tryggð við Stjörnuna allan sinn feril.Bára Dröfn Kristinsdóttir Herra Stjarnan getur hjálpað Garðbæingum að ná Evrópusæti í lokaleik sínum á ferlinum. Stjarnan þarf að vinna FH á morgun og treysta á sigur ÍA gegn Val. Daníel hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Daníel fagnar íslandsmeistaratitlinum fyrir áratug.Vísir/Andri Marinó Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. Daníel tókst ekki að spila landsleik fyrir Íslands hönd. Hilmar Árni Halldórsson (32 ára, Stjarnan) Hilmar Árni var heiðraður fyrr í sumar og verður það eflaust aftur á morgun.Vísir/Diego Hilmar Árni verður Daníel við hlið í Garðabænum þegar Stjarnan mætir FH á morgun. Hilmar er yngstur á listanum og kemur eflaust einhverjum á óvart að hann ætli sér að hætta knattspyrnuiðkun. Hilmar er uppalinn í efra Breiðholti og sleit barnsskónum með Leikni Reykjavík. Aðeins 16 ára gamall fékk hann tækifæri með liðinu í 1. deildinni árið 2008 og skoraði tvö mörk í fjórum leikjum. Hann var hluti af Leiknisliðinu sem fór upp í efstu deild í fyrsta skipti og spilaði með liðinu í Pepsi deildinni sumarið 2015. Leiknismenn féllu og þá skipti hann til Stjörnunnar. Hann hefur verið máttarstólpi í liðinu síðan og raðað inn mörkum og stoðsendingum. Hann vann bikartitilinn með liðinu 2018. Hilmar Árni hefur leikið 191 leik í efstu deild og skorað í þeim 70 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild með 66 mörk. Hilmar spilaði fjóra landsleiki fyrir Íslands hönd 2018 og 2019. Theodór Elmar Bjarnason (37 ára, KR) Theodór Elmar spilar síðasta leikinn í KR-treyjunni á morgun en fer ekki úr Vesturbænum. Hann tekur við sem aðstoðarþjálfari á næstu leiktíð.Vísir/Anton Brink Theodór Elmar spilar sinn síðasta leik fyrir KR á heimavelli Þróttar gegn HK sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á morgun. Hann heillaði með KR sumarið 2004, þá aðeins 17 ára gamall, og fékk í kjölfarið skipti til Celtic í Skotlandi. Hann spilaði einn leik fyrir skoska stórveldið á fjórum árum og við tók flakk um Norðurlöndin. Hann spilaði fyrir Lyn í Noregi, Gautaborg í Svíþjóð og Randers og AGF í Danmörku fram til ársins 2017. Tyrklandsdvöl tók við þar sem Emmi lék með Elazigspor, Gazisehir Gaziantep og Akhisarspor áður en hann spilaði um skamma hríð fyrir Lamia í Grikklandi. Eftir það sneri hann heim í KR sumarið 2021 og hefur leikið þar síðan. Theodór Elmar Bjarnason var á EM 2016 og lagði þar upp frægt mark.Vísir/AFP Theodór Elmar var hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM 2016 og lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar gegn Austurríki sem endanlega tryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Theodór hefur leikið 92 leiki í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Hann spilaði 41 landsleik og skoraði eitt mark milli 2007 og 2018. Þórarinn Ingi Valdimarsson (34 ára, Stjarnan) Þórarinn Ingi vann bikartitil með Stjörnunni og tvo Íslandsmeistaratitla með FH.Vísir/Hulda Margrét Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson er þriðji leikmaður Stjörnunnar á listanum. Hann mun enda ferilinn á morgun, líkt og þeir Daníel og Hilmar. Þórarinn hóf að leika með ÍBV þegar hann var rétt skriðinn upp úr 3. flokki sumarið 2007. Árið eftir var hann lykilmaður þegar ÍBV komst upp úr 1. deildinni og var í lykilhlutverki í með Eyjamönnum í efstu deild milli 2009 og 2014, með stuttu stoppi sem lánsmaður Sarpsborgar í Noregi tímabilin 2013 og 2014. Eftir það fór Þórarinn til FH í Hafnarfirði og vann Íslandsmeistaratitilinn með liðinu 2015 og 2016. Hann gekk til liðs við Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og varð bikarmeistari með liðinu það ár. Hann hefur leikið fyrir Garðabæjarfélagið síðan. Þórarinn Ingi hefur spilað 225 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark. Hann spilaði fjóra landsleiki milli 2012 og 2016 og lék einnig þrjá landsleiki í futsal árið 2011. Lokaumferðin í Bestu deild karla Laugardagur 26. október 14:00 Fram - KA (Stöð 2 Sport 5) 14:00 Vestri - Fylkir (Stöð 2 BD) 14:00 KR - HK (Stöð 2 Sport) 16:15 Valur - ÍA (Stöð 2 Sport) 16:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 18:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 27. október 18:30 Víkingur R. - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 21:00 Stúkan (Stöð 2 Sport) Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti ÍA KR Valur Stjarnan Breiðablik Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Arnór Smárason (36 ára, ÍA) Arnór Smárason, fyrirliði ÍA.Vísir/Hulda Margrét Arnór er uppalinn á Skaganum og var mikið undrabarn í fótboltanum. Hann fór til Molde 15 ára gamall árið 2003 en árið eftir samdi hann við Heerenveen í Hollandi. Hann var í unglingastarfi félagsins og fékk fyrsta tækifærið með aðalliðinu 19 ára gamall, 2008. Hann varð byrjunarliðsmaður tímabilið eftir, 2008-09, en meiðsli settu strik í reikninginn tímabilið eftir það. Í kjölfarið söðlaði hann um og samdi við Esbjerg í Danmörku 2010, hvar hann lék til 2013. Þá var leið haldið til Helsingborgar í Svíþjóð og eftir stutta lánsdvöl hjá Torpedo Moskvu í Rússlandi færði hann sig til Stokkhólms til að leika með Hammarby. Arnór hélt ungur að árum til Hollands. Frá Hammarby fór hann til Lilleström í Noregi 2018 og var þar til 2020 þegar hann sneri heim til að leika með Val. Arnór spilaði lítið sumarið 2021 vegna meiðsla en náði 17 deildarleikjum árið eftir auk þess að skora fimm mörk. Eftir árin tvö með Val sneri hann heim til ÍA og spilaði sína fyrstu deildarleiki fyrir félagið í næst efstu deild. Hann var fyrirliði liðsins sem fór upp í Bestu deildina og hefur spilað með Skagamönnum sem rétt missa af Evrópusæti í sumar. Arnór hefur leikið 47 leiki í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Hann spilaði 26 landsleiki fyrir Íslands hönd milli 2008 og 2019 og skoraði í þeim þrjú mörk. Arnór Sveinn Aðalsteinsson (38 ára, Breiðablik) Arnór Sveinn hefur þrisvar gengið í raðir Blika á ferlinum sem lýkur á sunnudag.Mynd/Blikar.is Arnór Sveinn vonast til að ljúka ferlinum með sínum öðrum Íslandsmeistaratitli með uppeldisfélaginu þegar Blikar sækja Víking heim á sunnudag. Arnór Sveinn lék með Blikum frá 2004 til 2017 með stuttu tveggja ára stoppi í atvinnumennsku með Hönefoss í Noregi milli 2011 og 2013. Hann hélt út í atvinnumennsku eftir tímabilið 2010 þar sem Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn og þá vann Arnór einnig bikartitil ári fyrr. Arnór Sveinn yfirgaf Blika til að spila með KR frá 2017 til 2022 og varð Íslandsmeistari með félaginu 2019. Bikartitlinum 2009 var vel fagnað.Mynd/Daníel Arnór hefur leikið 255 leiki í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Hann spilaði 12 landsleiki fyrir Íslands hönd milli 2009 og 2012. Birkir Már Sævarsson (39 ára, Valur) Birkir Már fer í faðm fjölskyldunnar í Svíþjóð strax eftir helgi. Fyrst ætlar hann að tryggja Val Evrópusæti.Vísir/Hulda Margrét Birkir Már vill hjálpa Val að ná Evrópusæti þegar Valur mætir ÍA að Hlíðarenda á morgun. Hann hóf að spila fyrir Val í 1. deildinni árið 2004 og varð Íslandsmeistari með liðinu þremur árum síðar. Árið 2008 hélt hann út í atvinnumennsku þar sem hann lék með Brann í Noregi til 2014 og svo Hammarby í Svíþjóð frá 2015 til 2017. Á árum hans í Svíþjóð átti hann glæst ár með landsliðinu þar sem hann var lykilmaður í liðinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. Hann sneri heim í Val fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi og hefur spilað með Valsmönnum síðan og verið lykilmaður. Birkir varð Íslandsmeistari öðru sinni sumarið 2018 og þá var Valur á toppi deildarinnar þegar Íslandsmótinu var slúttað sumarið 2020. Birkir Már hefur leikið 212 leiki í efstu deild og skorað í þeim 18 mörk. Hann spilaði 103 landsleiki fyrir Íslands hönd milli 2007 og 2021. Hann þrjú mörk í þeim. Daníel Laxdal (38 ára, Stjarnan) Daníel Laxdal hefur haldið tryggð við Stjörnuna allan sinn feril.Bára Dröfn Kristinsdóttir Herra Stjarnan getur hjálpað Garðbæingum að ná Evrópusæti í lokaleik sínum á ferlinum. Stjarnan þarf að vinna FH á morgun og treysta á sigur ÍA gegn Val. Daníel hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Daníel fagnar íslandsmeistaratitlinum fyrir áratug.Vísir/Andri Marinó Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. Daníel tókst ekki að spila landsleik fyrir Íslands hönd. Hilmar Árni Halldórsson (32 ára, Stjarnan) Hilmar Árni var heiðraður fyrr í sumar og verður það eflaust aftur á morgun.Vísir/Diego Hilmar Árni verður Daníel við hlið í Garðabænum þegar Stjarnan mætir FH á morgun. Hilmar er yngstur á listanum og kemur eflaust einhverjum á óvart að hann ætli sér að hætta knattspyrnuiðkun. Hilmar er uppalinn í efra Breiðholti og sleit barnsskónum með Leikni Reykjavík. Aðeins 16 ára gamall fékk hann tækifæri með liðinu í 1. deildinni árið 2008 og skoraði tvö mörk í fjórum leikjum. Hann var hluti af Leiknisliðinu sem fór upp í efstu deild í fyrsta skipti og spilaði með liðinu í Pepsi deildinni sumarið 2015. Leiknismenn féllu og þá skipti hann til Stjörnunnar. Hann hefur verið máttarstólpi í liðinu síðan og raðað inn mörkum og stoðsendingum. Hann vann bikartitilinn með liðinu 2018. Hilmar Árni hefur leikið 191 leik í efstu deild og skorað í þeim 70 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild með 66 mörk. Hilmar spilaði fjóra landsleiki fyrir Íslands hönd 2018 og 2019. Theodór Elmar Bjarnason (37 ára, KR) Theodór Elmar spilar síðasta leikinn í KR-treyjunni á morgun en fer ekki úr Vesturbænum. Hann tekur við sem aðstoðarþjálfari á næstu leiktíð.Vísir/Anton Brink Theodór Elmar spilar sinn síðasta leik fyrir KR á heimavelli Þróttar gegn HK sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á morgun. Hann heillaði með KR sumarið 2004, þá aðeins 17 ára gamall, og fékk í kjölfarið skipti til Celtic í Skotlandi. Hann spilaði einn leik fyrir skoska stórveldið á fjórum árum og við tók flakk um Norðurlöndin. Hann spilaði fyrir Lyn í Noregi, Gautaborg í Svíþjóð og Randers og AGF í Danmörku fram til ársins 2017. Tyrklandsdvöl tók við þar sem Emmi lék með Elazigspor, Gazisehir Gaziantep og Akhisarspor áður en hann spilaði um skamma hríð fyrir Lamia í Grikklandi. Eftir það sneri hann heim í KR sumarið 2021 og hefur leikið þar síðan. Theodór Elmar Bjarnason var á EM 2016 og lagði þar upp frægt mark.Vísir/AFP Theodór Elmar var hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM 2016 og lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar gegn Austurríki sem endanlega tryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Theodór hefur leikið 92 leiki í efstu deild og skorað í þeim átta mörk. Hann spilaði 41 landsleik og skoraði eitt mark milli 2007 og 2018. Þórarinn Ingi Valdimarsson (34 ára, Stjarnan) Þórarinn Ingi vann bikartitil með Stjörnunni og tvo Íslandsmeistaratitla með FH.Vísir/Hulda Margrét Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson er þriðji leikmaður Stjörnunnar á listanum. Hann mun enda ferilinn á morgun, líkt og þeir Daníel og Hilmar. Þórarinn hóf að leika með ÍBV þegar hann var rétt skriðinn upp úr 3. flokki sumarið 2007. Árið eftir var hann lykilmaður þegar ÍBV komst upp úr 1. deildinni og var í lykilhlutverki í með Eyjamönnum í efstu deild milli 2009 og 2014, með stuttu stoppi sem lánsmaður Sarpsborgar í Noregi tímabilin 2013 og 2014. Eftir það fór Þórarinn til FH í Hafnarfirði og vann Íslandsmeistaratitilinn með liðinu 2015 og 2016. Hann gekk til liðs við Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og varð bikarmeistari með liðinu það ár. Hann hefur leikið fyrir Garðabæjarfélagið síðan. Þórarinn Ingi hefur spilað 225 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark. Hann spilaði fjóra landsleiki milli 2012 og 2016 og lék einnig þrjá landsleiki í futsal árið 2011. Lokaumferðin í Bestu deild karla Laugardagur 26. október 14:00 Fram - KA (Stöð 2 Sport 5) 14:00 Vestri - Fylkir (Stöð 2 BD) 14:00 KR - HK (Stöð 2 Sport) 16:15 Valur - ÍA (Stöð 2 Sport) 16:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 18:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 27. október 18:30 Víkingur R. - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 21:00 Stúkan (Stöð 2 Sport)
Lokaumferðin í Bestu deild karla Laugardagur 26. október 14:00 Fram - KA (Stöð 2 Sport 5) 14:00 Vestri - Fylkir (Stöð 2 BD) 14:00 KR - HK (Stöð 2 Sport) 16:15 Valur - ÍA (Stöð 2 Sport) 16:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 18:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Sunnudagur 27. október 18:30 Víkingur R. - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 21:00 Stúkan (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti ÍA KR Valur Stjarnan Breiðablik Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira