Fjölmörg hlutverk skólafólks! Gróa Arndal Axelsdóttir skrifar 24. október 2024 13:46 Nú erum við skólafólk á öllum skólastigum og skólagerðum að ganga í gegnum ólgusjó þar sem því miður margir í samfélaginu eru að kasta rýrð á allt það frábæra skólastarf sem á sér stað innan veggja skólanna! Við á gólfinu sinnum mörgum hlutverkum til að vera til staðar fyrir nemendur okkar. Kennarinn er ekki eingöngu að miðla þekkingu, leggja fyrir fjölbreytt verkefni og sinna leiðsagnarmati, heldur er hann einnig að sinna líðan nemenda, aðstoða þá við að setja hvert öðru mörk, aðstoða heimili við að setja mörk og hvatningarkerfi, grípa inn í ágreining á milli nemenda, standa undir kröfum foreldra við að ná markmiðum námskrárinnar og um leið að vera til staðar fyrir börnin. Skólastofnunin í dag er svo miklu meira en var hér áður, þá var hún menntastofnun en er í dag að miklu leyti uppeldisstofnun. Þessi fjölbreyttu hlutverk íþyngja mörgum kennurum og gera skóladaginn oft á tíðum mjög flókinn. Eftir stendur kennarinn með sína kennsluáætlun og námskrá og sér oft ekki fram úr því. Sem betur fer eru margir skólar í dag teymisskólar sem styrkja kennara á margan hátt, þeir geta deilt ábyrgð, þeir geta speglað saman kennsluaðferðir, leiðir og lausnir í skólastarfinu o.s.frv. Þó svo að við eigum góða teymisfélaga er starfið oft á tíðum flókið og erfitt sem gerir það að verkum að margir hverfa frá störfum og fara annað. Í dag fjölgar leiðbeinendum um allt land og margir skólar ná ekki að manna skólana af kennurum eða leiðbeinendum. Við vitum samt sem áður að réttinda kennarar eru úti í samfélaginu að sinna öðrum störfum sem gefur meira í vasann! Til að verða kennari með réttindi krefst fimm ára háskólanáms! Er þá nokkuð óeðlilegt að við kennarastéttin gerum kröfur að fá laun sem samsamar því sem fólk í fræðslugeiranum á almenna markaðinum fær? Ég held að við séum öll á þeim stað að vilja gæðamenntun fyrir börnin okkar, að vilja réttinda kennara og fjölbreyttar kennsluaðferðir til að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Við viljum að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra á sínum eigin forsendum og geti borið höfuð hátt á leið út í lífið. Ef þið eruð enn að hugsa um hvernig skólakerfið var á ykkar grunnskólaaldri, gefið ykkur þá tíma til að kynnast skólakerfinu í næsta skóla. Í öllum skólum landsins fer fram gæða skólastarf, fjölbreytt og skapandi þar sem hver einstaklingur fær nám við hæfi. Þar finnið þið fólkið með hjartað og ástríðuna fyrir starfinu sínu. Þar sjáið þið og heyrið gleðina og lífið blómstra. Áfram skólafólk! Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda á Reykjanesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nú erum við skólafólk á öllum skólastigum og skólagerðum að ganga í gegnum ólgusjó þar sem því miður margir í samfélaginu eru að kasta rýrð á allt það frábæra skólastarf sem á sér stað innan veggja skólanna! Við á gólfinu sinnum mörgum hlutverkum til að vera til staðar fyrir nemendur okkar. Kennarinn er ekki eingöngu að miðla þekkingu, leggja fyrir fjölbreytt verkefni og sinna leiðsagnarmati, heldur er hann einnig að sinna líðan nemenda, aðstoða þá við að setja hvert öðru mörk, aðstoða heimili við að setja mörk og hvatningarkerfi, grípa inn í ágreining á milli nemenda, standa undir kröfum foreldra við að ná markmiðum námskrárinnar og um leið að vera til staðar fyrir börnin. Skólastofnunin í dag er svo miklu meira en var hér áður, þá var hún menntastofnun en er í dag að miklu leyti uppeldisstofnun. Þessi fjölbreyttu hlutverk íþyngja mörgum kennurum og gera skóladaginn oft á tíðum mjög flókinn. Eftir stendur kennarinn með sína kennsluáætlun og námskrá og sér oft ekki fram úr því. Sem betur fer eru margir skólar í dag teymisskólar sem styrkja kennara á margan hátt, þeir geta deilt ábyrgð, þeir geta speglað saman kennsluaðferðir, leiðir og lausnir í skólastarfinu o.s.frv. Þó svo að við eigum góða teymisfélaga er starfið oft á tíðum flókið og erfitt sem gerir það að verkum að margir hverfa frá störfum og fara annað. Í dag fjölgar leiðbeinendum um allt land og margir skólar ná ekki að manna skólana af kennurum eða leiðbeinendum. Við vitum samt sem áður að réttinda kennarar eru úti í samfélaginu að sinna öðrum störfum sem gefur meira í vasann! Til að verða kennari með réttindi krefst fimm ára háskólanáms! Er þá nokkuð óeðlilegt að við kennarastéttin gerum kröfur að fá laun sem samsamar því sem fólk í fræðslugeiranum á almenna markaðinum fær? Ég held að við séum öll á þeim stað að vilja gæðamenntun fyrir börnin okkar, að vilja réttinda kennara og fjölbreyttar kennsluaðferðir til að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Við viljum að börnin okkar fái tækifæri til að blómstra á sínum eigin forsendum og geti borið höfuð hátt á leið út í lífið. Ef þið eruð enn að hugsa um hvernig skólakerfið var á ykkar grunnskólaaldri, gefið ykkur þá tíma til að kynnast skólakerfinu í næsta skóla. Í öllum skólum landsins fer fram gæða skólastarf, fjölbreytt og skapandi þar sem hver einstaklingur fær nám við hæfi. Þar finnið þið fólkið með hjartað og ástríðuna fyrir starfinu sínu. Þar sjáið þið og heyrið gleðina og lífið blómstra. Áfram skólafólk! Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda á Reykjanesi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun