Skoðun

Hver er ég?

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar

Heimspekilegar vangaveltur um okkar eigin tilveru:

Hver eða hvað er ég þegar allt kemur til alls?

Lífið er frekar skrýtið finnst þér það ekki? Ég meina ef þú staldrar aðeins við og byrjar að hugsa um þína eigin tilveru.

Afhverju er ég til?

Hver er ég?

Hvað er þetta allt saman?

Ertu hrædd eða hræddur við að spyrja þig sjálfan þessara spurninga og kafa ofan í þær?

Það var mikill meistari á Indlandi sem sagði að við værum þrjár manneskjur:

  • Nr.1 Sá sem þú heldur að þú sért.
  • Nr.2 Sá sem aðrir halda að þú sért.
  • Nr. 3 Sá sem þú raunverulega ert. (Atma - hinn tímalausi raunveruleiki sem aldrei fæðist nè deyr. Þitt raunverulega eilífa ÉG)

Hann sagði einnig að til væri þrenns konar líf:

  • Nr.1 Sofandi líf
  • Nr.2 Andlegt líf
  • Nr.3 Vakandi líf

Hann lét líka ýmsar setningar fara til lærisveina sinna eins og:

„Allsstaðar er miðja alheimsins og í hverju augnabliki er heil eilífð. "

Einnig:

„Það eina raunverulega við manninn er andinn hjúpað hugsanaforminu (líkaminn) sem þið kallið efni. Allt annað er aðeins persónuleikinn sem eyðist og hættir að vera til.“

Allt í þessum heimi er ímyndað áður en það verður til. Hvort sem það er sófinn sem þú situr í eða húsið sem þú býrð í. Allt er ímyndað áður en það verður að veruleika.

Til eru margar kenningar um hvernig allt varð til eins og Big bang Theory sem er jafn heimskuleg eins og hver einasta sköpunarsaga sem búin hefur verið til af trúarbrögðum.

Ef þú hugsar bara rökrétt þá getur ALLT ekki komið úr ENGU. Það bara meikar engan „sense“.

Yogarnir á Indlandi segja að við séum orsakalaus orsök, eitthvað tímalaust sem byrjaði aldrei og endar aldrei. Og að hver manneskju sé í raun avatar þessa tímalausa sjálfs í mismunandi vitundarástandi. Í mismunandi vökuástandi eins og í eilífum kosmískum draumi sem í raun byrjaði aldrei og mun aldrei enda.

Haft er eftir Jesús Kristi í Nýja testamentinu að hann hafi sagt að hann hefði verið til áður en hann fæddist og myndi halda áfram að lifa eftir að efnislíkaminn hætti að virka. Og sagði að allir aðrir væru ekkert öðruvísi en hann ef guðspjöllin eru vel skoðuð.

Búddha var mjög áhugaverður karakter. Hann var spurður hvort hann væri engill, kennari, guð og allt milli himins og jarðar og alltaf svaraði hann „Nei.“

Þá var hann spurður „Hvað ertu þá?.“

Og hann svaraði: „Ég er bara vakandi.“

Búddismi er komin af Hindúisma og Búddha kenndi að lífið væri draumur þar sem maður vaknaði á endanum og myndi muna hver maður raunverulega er sem kallað er Nirvana eða uppljómun. Og að hann lifði sama lífinu aftur og aftur sem þessi drauma karakter „Búddha.“

En að í raun þá væri hann dreymandinn tímalausi eins og allt og allir aðrir, fólk bara vissi ekki né pældi í sinni eigin tilvist.

Hindúismi kennir það sama, að þeir sem fara inn í vöku lífið sèu holdtekjur ,,Dharma" sem í raun þýðir „það sem er skrifað“ þrátt fyrir ýmsar mismunandi túlkanir á hugtakinu.

Að líf þitt var skrifað áður en þú fæddist.

Það var svona avatar eins og Búddha og Kristur á síðustu öld í Suður Indlandi í smábæ kallaður Puttaparthi. Þessi avatar (holdtekja guðs eða raunveruleikans) var kallaður Sathya Sai Baba. Hann gerði mörg kraftaverk og sum er hægt að sjá á YouTube. Eins og að framkalla endalausa ösku úr litlu keri en þessi aska er heilög á Indlandi. En hann er sagður hafa gert öll kraftaverk sem Jesús Kristur gerði.

Hann kenndi að allt og allir væru Guð. Ef ég hef eftir honum þá sagði hann:

Hver ertu? Svar: GUÐ

Hvaðan komstu? Svar: Frá Guði

Hvert ertu að fara? Svar: Til Guðs

Hann reyndi að einfalda hlutina eins og hann gat fyrir almenning.

Svipað og við tökum Baba og vísindin saman þá er bara til ein orka sem bindur allt saman í tilverunni samkvæmt vísindamönnum.

Þess vegna kenndi Baba og fjölmargir meistarar.

Eitt efni

Ein orka

Ein sameiginleg vitund

Eitt: hið eina

Einn draumur

Einn dreymandi

Hver er dreymandinn í þinni sögu? Hver er aðalsöguhetjan?

Hann kenndi að við á jörðinni förum í gegnum mismunandi tímabil hér og að núna sé frekar dökkur tími í sögu mannkyns en að stutt sé í ljósið.

Allavega þá eru þetta bara pælingar. Leikfimi fyrir hugann. Ég gæti skrifað miklu meira og komið inn á spádóma á Íslandi sem erlendis en þessi grein er orðin nógu löng og vonandi ekki of háfleig.

En já lífið er skrýtið. Afhverju ertu til? Erum við eitthvað sem vaknar og sofnar í afstæðum veruleika? Ég veit ekki. Hver og einn verður að finna sitt svar sjálfur.

Í Tómasarguðspjalli segir Jesús: „Sjálfur er ég gjörvallur geimurinn sem undan mínum eigin rifjum er runninn og teygir sig jafnframt til mín. Kljúfið viðarbút og èg er þar. Lyftið við steini og þér munuð finna mig þar.“

En skemmtilegar pælingar fyrir hugsandi fólk.

Er ég nafnið mitt og sagan mín?

Ef ég hugsa::

Líkami minn. Hver er ég?

Hugurinn minn. Hver er ég?

Innsæi mitt. Hver er ég?

Ímyndunaraflið mitt. Hver er ég?

Er ég Siggi sem hefur þróast í gegnum lífið með sögu sem hefur upphaf og endi eða eitthvað meira?

Er til fortilvera eins og Jesús og allir meistarar kenna? Og við erum bara í „sofandi lífi" eins og er og munum bara ekki eftir hlutunum?

Lífið er skrýtið.

En allavega, djúpar og skemmtilegar pælingar.

Vonandi hafið þið haft gaman við lesturinn.

Ég skil við ykkur með eina spurningu:

Hver er ég?

Höfundur er eilífðarstúdent.




Skoðun

Sjá meira


×