Sárnar umræðan síðustu daga Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. október 2024 19:21 Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára. Vísir/Einar Formanni Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs sárnar málflutning síðustu daga og umræða um úttektir Viðskiptaráðs og sveitarfélaganna. Mennta og barnamálaráðherra segir tímabært að meta störf kennara að verðleikum. Að öllu óbreyttu leggja kennarar í níu skólum niður störf eftir eina viku. Þá hafa kennarar í Garðaskóla samþykkt verkfall sem hefst 25. nóvember og í MR hefst verkfall þann ellefta nóvember. Samband íslenskra sveitarfélaga telur verkfallsboðunina ólögmæta en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu í fyrramálið. Tvær úttektir í dag og í gær Viðskiptaráð gaf frá sér úttekt í gær þar sem því var slegið upp að hvergi á Norðurlöndum væru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði að einkareknir grunnskólar væru möguleg lausn á vanda í menntakerfinu. SÍS gaf út samantekt í dag þar sem kom fram að 37% af vinnutíma kennara færi í kennslu nemenda en 63 prósent tímans í undirbúning, önnur fagleg störf, endurmenntun, kaffitíma, frímínútur og undirbúningstíma utan starfstíma skóla. „Hún sló mig“ Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára, sárnar málflutning síðustu daga. „Hún sló mig og okkur kennara töluvert mikið. Umræðan á kennarastofunni í morgun var þannig að við erum leið yfir þessari umræðu og hvernig verið er að tala starfið okkar sí og endurtekið alltaf niður. Það er svolítið tilfinningin að það sé verið að grafa undan því sem við erum að vinna að.“ Hún segist ekki hrifin af einkavæðingu í grunnskólum og tekur fram að það sé alls ekki tekið tillit til þess að á Íslandi séu skólar án aðgreiningar. „Fáir nemendur á hvern kennara, þetta hlýtur að vera á landsvísu svo það væri ráðlagt fyrir sveitarfélögin að koma með tölu hvert fyrir sig því þetta á ekki við um stóru sveitarfélögin þar sem ég starfa og er í forsvari fyrir.“ Þurfi að meta kennara að verðleikum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segist hafa skilning á kröfum kennara og tekur fram að samfélagið nálgist tímamót í umræðu um fólk sem starfar með börnum. Störfin þurfi að meta að verðleikum því að kennarar byggi grunn undir framtíðina. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ef þú skoðar tölfræði í málefnum barna, skortur á fólki sem er tilbúið að vinna með börnum að þá þurfum við að fara að virða þessar stéttir meira en við erum að gera almennt.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Að öllu óbreyttu leggja kennarar í níu skólum niður störf eftir eina viku. Þá hafa kennarar í Garðaskóla samþykkt verkfall sem hefst 25. nóvember og í MR hefst verkfall þann ellefta nóvember. Samband íslenskra sveitarfélaga telur verkfallsboðunina ólögmæta en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu í fyrramálið. Tvær úttektir í dag og í gær Viðskiptaráð gaf frá sér úttekt í gær þar sem því var slegið upp að hvergi á Norðurlöndum væru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sagði að einkareknir grunnskólar væru möguleg lausn á vanda í menntakerfinu. SÍS gaf út samantekt í dag þar sem kom fram að 37% af vinnutíma kennara færi í kennslu nemenda en 63 prósent tímans í undirbúning, önnur fagleg störf, endurmenntun, kaffitíma, frímínútur og undirbúningstíma utan starfstíma skóla. „Hún sló mig“ Kristgerður Garðarsdóttir, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og kennari til margra ára, sárnar málflutning síðustu daga. „Hún sló mig og okkur kennara töluvert mikið. Umræðan á kennarastofunni í morgun var þannig að við erum leið yfir þessari umræðu og hvernig verið er að tala starfið okkar sí og endurtekið alltaf niður. Það er svolítið tilfinningin að það sé verið að grafa undan því sem við erum að vinna að.“ Hún segist ekki hrifin af einkavæðingu í grunnskólum og tekur fram að það sé alls ekki tekið tillit til þess að á Íslandi séu skólar án aðgreiningar. „Fáir nemendur á hvern kennara, þetta hlýtur að vera á landsvísu svo það væri ráðlagt fyrir sveitarfélögin að koma með tölu hvert fyrir sig því þetta á ekki við um stóru sveitarfélögin þar sem ég starfa og er í forsvari fyrir.“ Þurfi að meta kennara að verðleikum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segist hafa skilning á kröfum kennara og tekur fram að samfélagið nálgist tímamót í umræðu um fólk sem starfar með börnum. Störfin þurfi að meta að verðleikum því að kennarar byggi grunn undir framtíðina. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ef þú skoðar tölfræði í málefnum barna, skortur á fólki sem er tilbúið að vinna með börnum að þá þurfum við að fara að virða þessar stéttir meira en við erum að gera almennt.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira