Körfubolti

„Lekur af honum orkan og það er smá hundur í honum í líka“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nimrod hefur byrjað tímabilið af krafti.
Nimrod hefur byrjað tímabilið af krafti. Körfuboltakvöld

„Drengirnir mínir kalla hann „him“ í staðinn fyrir Nim,“ sagði Helgi Már Magnússon um Nimrod Hilliard IV, leikmann KR í Bónus-deild karla í körfubolta, þegar farið var yfir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í Körfuboltakvöldi.

„Drengirnir mínir kalla hann „him“ í staðinn fyrir Nim,“ sagði Helgi Már Magnússon um Nimrod Hilliard IV, leikmann KR í Bónus-deild karla í körfubolta, þegar farið var yfir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í Körfuboltakvöldi.

Nýliðar KR hafa unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum til þessa á leiktíðinni. Eftir að tapa með aðeins einu stigi gegn Stjörnunni í 2. umferð fóru Vesturbæingar til Þorlákshafnar og sóttu þar mikilvægan sigur. Þar fór téður Nim mikinn.

„Framhald af því sem við erum búnir að sjá hjá KR með þessa þrenningu þeirra, Vlatko Granic, Linards Jaunzems og Nimrod. Mér finnst þeir alltaf spila vel og vera mjög stöðugir í gegnum alla leiki,“ sagði Teitur Örlygsson áður en Helgi Már fékk orðið.

„Þeir spila líka á fullu allan tímann, sama hvernig bjátar á. Linards var ekkert frábær en hann er búinn að vera ótrúlega solid finnst mér,“ sagði Helgi Már áður en Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, spurði hann nánar út í Nimrod.

„Drengirnir mínir kalla hann „him“ í staðinn fyrir Nim. Þetta er frábær týpa, hann er aðstoðarþjálfari hjá 7. og 8. flokk. Hann er með ótrúlega nærveru.“

„Maður hafði áhyggjur af því fyrir tímabilið því maður vissi að í fyrra þegar KR var í 1. deild var hann að koma úr meiðslum en maður sér núna að hann er með annan gír.“

„Ofan á það að spila vel er hann með karakter, hann talar mikið, það lekur af honum orkan og það er smá hundur í honum í líka, ég hef alltaf gaman að því.“

Klippa: Körfuboltakvöld:

Umræðu Körfuboltakvölds um Nimrod má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×