Við verðum að viðhalda vegum Sigþór Sigurðsson skrifar 21. október 2024 15:00 Ákall um úrbætur Ný ríkisstjórn mun að öllum líkindum taka við völdum í desember á þessu ári. Stjórninni býður ærið verkefni, en ef marka má fréttaflutning alla daga skortir fé í nánast alla málaflokka og oft fær almenningur það á tilfinninguna að mest allt sé hér í lamasessi í einu auðugasta samfélagi heims. Við heyrum reyndar misvísandi fréttir af þessum málum, ýmist er neyðarástand á spítalanum eða við státum okkur af einu besta heilbrigðiskerfi sem völ er á. Við heyrum að lögregla sé fjárvana og undirmönnuð og glæpaalda ríði yfir eða að við státum okkur af einu öruggasta og friðsælasta landi heims. Skólakerfið er annaðhvort alvont og flestir ólæsir eða við heyrum fréttir af öflugum vinnumarkaði með hæfu starfsfólki sem erlend fyrirtæki dásama þannig að fjárfesting er réttlætt hér á landi. Gott má auðvitað alltaf bæta og eitt er eilífðar verkefni stjórnvalda, sem er að hagræða og forgangsraða. Ekki síst í einu strjálbýlasta landi heims þar sem óhjákvæmilega margt er með öðrum hætti en í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Dæmin eru endalaus en við tæplega 400.000 hræður sem hýrumst hérna á skerinu þurfum að reka flestar eða allar þær stofnanir sem nútíma samfélag krefst og væri auðvitað munur að vera til dæmis 1 milljón manns sem saman kæmu til að standa undir því. Vegakerfið okkar líður fyrir þetta þar sem við erum ekki bara fámenn heldur er eyjan okkar með eindæmum stór. Vegakerfið telst vera um 25.000 kílómetrar með öllu talið og þar af er um helmingur rekinn af ríkinu. Ef við lítum bara til ríkisveganna eru því um 30 íbúar (og enn færri skattgreiðendur) á bakvið hvern kílómetra af vegi. Þetta er minnsti fjöldi skattgreiðenda á kílómetra í allri Evrópu og ef skoðun allan heiminn þá er það aðeins í Kanada sem finnst sambærilegur fjöldi sem ber uppi fjárveitingar til vegagerðar og viðhalds og hér. Öryggi okkar er í húfi Vegirnir okkar eru margir hverjir orðnir úr sér gengnir. Þeir þola illa þá miklu umferð sem um þá fer og ég fullyrði blákalt að áratuga fjársvelti Vegagerðarinnar, að minnsta kosti frá bankahruninu, hefur kostað mannslíf og það mörg. Við heyrum af blæðingum á þjóðveginum þar sem notuð er ódýr lausn (klæðing) sem ekki á við lengur, vegna umferðarþunga. Við heyrum af banaslysum þar sem vegrið hefði hindrað útafakstur. Við heyrum af slysum þar sem kantar of mjórra vega, gefa sig. Flest þekkjum við ónotatilfinninguna þegar við mætum risastórum dráttarbílum á mjóum þjóðvegum okkar og flest allra alvarlegustu slysin og banaslysin verða við árekstur bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Við getum ekki haldið svona áfram. Umferðarþunginn eykst ár frá ári og Vegagerðin verður að fá aukið fé til ráðstöfunar. Við erum áratugum á eftir áætlun. Ný ríkisstjórn verður að finna leiðir til að forgangsraða peningum til vegamála, sérstaklega viðhalds vega, á næstu árum og verkefnið er ekki átaksverkefni. Að bæta ástandið tekur okkur áratugi. En okkur vantar sárlega nýja vegi, nýjar brýr, ný jarðgöng og slitlag á þúsundir kílómetra af malarvegum. Ný ríkisstjórn þarf að vera hugrökk og finna aðrar leiðir til að fjármagna þessar framkvæmdir og forgangsraða takmörkuðu skattfé til viðhaldsverkefna. Aðferðir til þess að fjármagna nýframkvæmdir til dæmis með greiðslu fyrir notkun er vel þekktar og fordæmin eru að finna um alla Evrópu. Meira um það síðar. Öryggi okkar allra á vegum úti er í húfi. Þetta er ákall um úrbætur. Við sættum okkur ekki við banaslys í umferðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. sem vinnur við gatnagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ákall um úrbætur Ný ríkisstjórn mun að öllum líkindum taka við völdum í desember á þessu ári. Stjórninni býður ærið verkefni, en ef marka má fréttaflutning alla daga skortir fé í nánast alla málaflokka og oft fær almenningur það á tilfinninguna að mest allt sé hér í lamasessi í einu auðugasta samfélagi heims. Við heyrum reyndar misvísandi fréttir af þessum málum, ýmist er neyðarástand á spítalanum eða við státum okkur af einu besta heilbrigðiskerfi sem völ er á. Við heyrum að lögregla sé fjárvana og undirmönnuð og glæpaalda ríði yfir eða að við státum okkur af einu öruggasta og friðsælasta landi heims. Skólakerfið er annaðhvort alvont og flestir ólæsir eða við heyrum fréttir af öflugum vinnumarkaði með hæfu starfsfólki sem erlend fyrirtæki dásama þannig að fjárfesting er réttlætt hér á landi. Gott má auðvitað alltaf bæta og eitt er eilífðar verkefni stjórnvalda, sem er að hagræða og forgangsraða. Ekki síst í einu strjálbýlasta landi heims þar sem óhjákvæmilega margt er með öðrum hætti en í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Dæmin eru endalaus en við tæplega 400.000 hræður sem hýrumst hérna á skerinu þurfum að reka flestar eða allar þær stofnanir sem nútíma samfélag krefst og væri auðvitað munur að vera til dæmis 1 milljón manns sem saman kæmu til að standa undir því. Vegakerfið okkar líður fyrir þetta þar sem við erum ekki bara fámenn heldur er eyjan okkar með eindæmum stór. Vegakerfið telst vera um 25.000 kílómetrar með öllu talið og þar af er um helmingur rekinn af ríkinu. Ef við lítum bara til ríkisveganna eru því um 30 íbúar (og enn færri skattgreiðendur) á bakvið hvern kílómetra af vegi. Þetta er minnsti fjöldi skattgreiðenda á kílómetra í allri Evrópu og ef skoðun allan heiminn þá er það aðeins í Kanada sem finnst sambærilegur fjöldi sem ber uppi fjárveitingar til vegagerðar og viðhalds og hér. Öryggi okkar er í húfi Vegirnir okkar eru margir hverjir orðnir úr sér gengnir. Þeir þola illa þá miklu umferð sem um þá fer og ég fullyrði blákalt að áratuga fjársvelti Vegagerðarinnar, að minnsta kosti frá bankahruninu, hefur kostað mannslíf og það mörg. Við heyrum af blæðingum á þjóðveginum þar sem notuð er ódýr lausn (klæðing) sem ekki á við lengur, vegna umferðarþunga. Við heyrum af banaslysum þar sem vegrið hefði hindrað útafakstur. Við heyrum af slysum þar sem kantar of mjórra vega, gefa sig. Flest þekkjum við ónotatilfinninguna þegar við mætum risastórum dráttarbílum á mjóum þjóðvegum okkar og flest allra alvarlegustu slysin og banaslysin verða við árekstur bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Við getum ekki haldið svona áfram. Umferðarþunginn eykst ár frá ári og Vegagerðin verður að fá aukið fé til ráðstöfunar. Við erum áratugum á eftir áætlun. Ný ríkisstjórn verður að finna leiðir til að forgangsraða peningum til vegamála, sérstaklega viðhalds vega, á næstu árum og verkefnið er ekki átaksverkefni. Að bæta ástandið tekur okkur áratugi. En okkur vantar sárlega nýja vegi, nýjar brýr, ný jarðgöng og slitlag á þúsundir kílómetra af malarvegum. Ný ríkisstjórn þarf að vera hugrökk og finna aðrar leiðir til að fjármagna þessar framkvæmdir og forgangsraða takmörkuðu skattfé til viðhaldsverkefna. Aðferðir til þess að fjármagna nýframkvæmdir til dæmis með greiðslu fyrir notkun er vel þekktar og fordæmin eru að finna um alla Evrópu. Meira um það síðar. Öryggi okkar allra á vegum úti er í húfi. Þetta er ákall um úrbætur. Við sættum okkur ekki við banaslys í umferðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland ehf. sem vinnur við gatnagerð.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun