Hafa birt myndskeið af síðustu augnablikum Sinwar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 08:55 Sinwar flúði særður inn í byggingu, þar sem hann fannst og var drepinn. AP/IDF Ísraelsher hefur birt myndskeið sem er sagt sýna hinstu stund Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas og skipuleggjanda árásanna 7. október. Eftir því sem næst verður komist voru þrír hermenn Ísraelshers við leit í Tal El Sultan í suðurhluta Gasa í gær, þegar þeir komu auga á þrjá grunaða hryðjuverkamenn. Skutu þeir á mennina og skotbardagi braust út. Hermennirnir vissu ekki að Sinwar væri einn af þremenningunum. Hann særðist í skotárásinni en tókst að flýja inn í byggingu. Skömmu síðar var dróni sendur inn í umrædda byggingu og á myndskeiðinu má sjá mann klæddan höfuðklút, sem herinn bar seinna kennsl á sem Sinwar. Sat hann í stól í húsarústunum og var augljóslega særður. Raw footage of Yahya Sinwar’s last moments: pic.twitter.com/GJGDlu7bie— LTC Nadav Shoshani (@LTC_Shoshani) October 17, 2024 Á myndskeiðinu má sjá hvernig Sinwar fylgist með drónanum og kastar að lokum spýtu í átt að honum. Skömmu síðar endar myndskeiðið en á eftir fylgdi árás sem er sögð hafa orðið Sinwar að bana. Það var ekki fyrr en líkamsleifar mannsins fundust í rústunum sem menn áttuðu sig á því að líklegast væri um foringjann að ræða. Herinn hefur deilt mynd af lík manns sem vissulega líkist Sinwar en auðkenni hans var staðfest með erfðarannsókn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Tengdar fréttir Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. 18. október 2024 07:31 Fall Sinwar „upphafið að endinum“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segir fall leiðtoga Hamas Yahya Sinwar „upphafið að endinum“ en Ísraelar muni „ekki stöðva stríðið“. 17. október 2024 23:38 Staðfesta andlát leiðtoga Hamas Ísraelski herinn hefur staðfest að þeir hafi banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas-samtakanna, í átökum á Gasaströndinni í gær. Lík hans fannst í dag og í DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að um hann hafi verið að ræða. 17. október 2024 17:52 Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í. 17. október 2024 13:31 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist voru þrír hermenn Ísraelshers við leit í Tal El Sultan í suðurhluta Gasa í gær, þegar þeir komu auga á þrjá grunaða hryðjuverkamenn. Skutu þeir á mennina og skotbardagi braust út. Hermennirnir vissu ekki að Sinwar væri einn af þremenningunum. Hann særðist í skotárásinni en tókst að flýja inn í byggingu. Skömmu síðar var dróni sendur inn í umrædda byggingu og á myndskeiðinu má sjá mann klæddan höfuðklút, sem herinn bar seinna kennsl á sem Sinwar. Sat hann í stól í húsarústunum og var augljóslega særður. Raw footage of Yahya Sinwar’s last moments: pic.twitter.com/GJGDlu7bie— LTC Nadav Shoshani (@LTC_Shoshani) October 17, 2024 Á myndskeiðinu má sjá hvernig Sinwar fylgist með drónanum og kastar að lokum spýtu í átt að honum. Skömmu síðar endar myndskeiðið en á eftir fylgdi árás sem er sögð hafa orðið Sinwar að bana. Það var ekki fyrr en líkamsleifar mannsins fundust í rústunum sem menn áttuðu sig á því að líklegast væri um foringjann að ræða. Herinn hefur deilt mynd af lík manns sem vissulega líkist Sinwar en auðkenni hans var staðfest með erfðarannsókn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Tengdar fréttir Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. 18. október 2024 07:31 Fall Sinwar „upphafið að endinum“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segir fall leiðtoga Hamas Yahya Sinwar „upphafið að endinum“ en Ísraelar muni „ekki stöðva stríðið“. 17. október 2024 23:38 Staðfesta andlát leiðtoga Hamas Ísraelski herinn hefur staðfest að þeir hafi banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas-samtakanna, í átökum á Gasaströndinni í gær. Lík hans fannst í dag og í DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að um hann hafi verið að ræða. 17. október 2024 17:52 Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í. 17. október 2024 13:31 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. 18. október 2024 07:31
Fall Sinwar „upphafið að endinum“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segir fall leiðtoga Hamas Yahya Sinwar „upphafið að endinum“ en Ísraelar muni „ekki stöðva stríðið“. 17. október 2024 23:38
Staðfesta andlát leiðtoga Hamas Ísraelski herinn hefur staðfest að þeir hafi banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas-samtakanna, í átökum á Gasaströndinni í gær. Lík hans fannst í dag og í DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að um hann hafi verið að ræða. 17. október 2024 17:52
Leiðtogi Hamas „líklega“ felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í. 17. október 2024 13:31
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“