Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2024 09:03 Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Fram hefur komið að eitt af markmiðum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi verið að „tryggja landamæri Íslands“, koma böndum á kostnað vegna hælisleitenda og endurskoða útlendingalöggjöfina með það fyrir augum að fella úr gildi íslenskar sérreglur. Mikið er gert úr tölfræði ýmiss konar þar sem fram kemur að umsóknum um vernd hafi fækkað úr 2.547 í 535 á milli áranna 2023 og 2024, og að það sem af er ári hafi tæplega 1.200 einstaklingar farið frá landinu, ýmist í sjálfviljugri heimför eða þvingaðri. Þetta sé um 70 prósenta aukning miðað við allt árið 2023. Þá hefur komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að það sem af er ári hafi 622 einstaklingum verið vísað frá landinu á landamærunum, 443 hafi verið vísað frá 2023 og 121 vísað frá árið 2022. Þetta sé aukning um 524 prósent. „Árangur“ sem þessi segir þó varla hálfa sögu og lýsir öðru fremur gildismati Sjálfstæðisflokksins varðandi fólk á flótta sem hingað leitar í skjól. Ef stefna stjórnvalda í þessum málum væri mannúðleg myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hampa þessum tölum heldur líta á aðra þætti sem nauðsynlegir væru til að ná raunverulegum árangri í málaflokknum. Það er sameiginlegt markmið okkar að lágmarka kostnað ríkissjóðs við framfærslu fólks sem beiðist í raun einskis annars en að fá tækifæri til að sjá um sig sjálft. En í stað þess að auka skilvirkni kerfa og virkni fólks til þess að ná því markmiði telur Sjálfstæðisflokkurinn réttara að reyna að fækka fólkinu með því að gera einmitt hið gagnstæða. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að börn sem glíma við veikindi væru ekki vakin á spítala af lögreglu og rekin úr landi. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk sem hingað leitar byggi ekki á götunni og þyrfti ekki að leita á náðir hjálparsamtaka eða borgara landsins. Þau fengju hjálp og viðeigandi úrræði til að takast á við erfiðar aðstæður sínar. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk gæti unnið til að sjá sér og sínum farborða og fengi tækifæri til að nýta menntun sína og reynslu. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að hér væru innviðir – mennta-, húsnæðis og heilbrigðiskerfi – sem væru nægilega sterkir og stöndugir til að taka á móti þeim sem hingað leita, okkur öllum til heilla. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að viðhorf gagnvart flóttafólki hér á landi væri jákvætt og án fordóma og kynþáttahyggju. Að enginn þyrfti að upplifa sig á jaðrinum eða sem dreggjar samfélagsins. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að tekið væri vel á móti fólki svo það gæti orðið hluti af íslensku samfélagi með því að læra tungumálið, umgangast annað fólk og mynda sambönd, njóta tækifæra til jafns við annað fólk – og búa börnum sínum gott heimili og framtíð. Með því að bjóða fólk velkomið tryggjum við þörf þess fyrir að tilheyra. Þannig stöndum við vörð um gildin okkar og innviðina um leið, því samfélag sem við finnum að við tilheyrum viljum við taka þátt í að byggja upp og bæta. Þannig náum við raunverulegum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Fram hefur komið að eitt af markmiðum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar hafi verið að „tryggja landamæri Íslands“, koma böndum á kostnað vegna hælisleitenda og endurskoða útlendingalöggjöfina með það fyrir augum að fella úr gildi íslenskar sérreglur. Mikið er gert úr tölfræði ýmiss konar þar sem fram kemur að umsóknum um vernd hafi fækkað úr 2.547 í 535 á milli áranna 2023 og 2024, og að það sem af er ári hafi tæplega 1.200 einstaklingar farið frá landinu, ýmist í sjálfviljugri heimför eða þvingaðri. Þetta sé um 70 prósenta aukning miðað við allt árið 2023. Þá hefur komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að það sem af er ári hafi 622 einstaklingum verið vísað frá landinu á landamærunum, 443 hafi verið vísað frá 2023 og 121 vísað frá árið 2022. Þetta sé aukning um 524 prósent. „Árangur“ sem þessi segir þó varla hálfa sögu og lýsir öðru fremur gildismati Sjálfstæðisflokksins varðandi fólk á flótta sem hingað leitar í skjól. Ef stefna stjórnvalda í þessum málum væri mannúðleg myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hampa þessum tölum heldur líta á aðra þætti sem nauðsynlegir væru til að ná raunverulegum árangri í málaflokknum. Það er sameiginlegt markmið okkar að lágmarka kostnað ríkissjóðs við framfærslu fólks sem beiðist í raun einskis annars en að fá tækifæri til að sjá um sig sjálft. En í stað þess að auka skilvirkni kerfa og virkni fólks til þess að ná því markmiði telur Sjálfstæðisflokkurinn réttara að reyna að fækka fólkinu með því að gera einmitt hið gagnstæða. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að börn sem glíma við veikindi væru ekki vakin á spítala af lögreglu og rekin úr landi. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk sem hingað leitar byggi ekki á götunni og þyrfti ekki að leita á náðir hjálparsamtaka eða borgara landsins. Þau fengju hjálp og viðeigandi úrræði til að takast á við erfiðar aðstæður sínar. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að fólk gæti unnið til að sjá sér og sínum farborða og fengi tækifæri til að nýta menntun sína og reynslu. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að hér væru innviðir – mennta-, húsnæðis og heilbrigðiskerfi – sem væru nægilega sterkir og stöndugir til að taka á móti þeim sem hingað leita, okkur öllum til heilla. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að viðhorf gagnvart flóttafólki hér á landi væri jákvætt og án fordóma og kynþáttahyggju. Að enginn þyrfti að upplifa sig á jaðrinum eða sem dreggjar samfélagsins. Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda væri að tekið væri vel á móti fólki svo það gæti orðið hluti af íslensku samfélagi með því að læra tungumálið, umgangast annað fólk og mynda sambönd, njóta tækifæra til jafns við annað fólk – og búa börnum sínum gott heimili og framtíð. Með því að bjóða fólk velkomið tryggjum við þörf þess fyrir að tilheyra. Þannig stöndum við vörð um gildin okkar og innviðina um leið, því samfélag sem við finnum að við tilheyrum viljum við taka þátt í að byggja upp og bæta. Þannig náum við raunverulegum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun