Varði ekki viðsnúninginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. október 2024 07:32 Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða nái það fram að ganga að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu. Farið var víða um völl í ræðu Þórdísar en hvergi hins vegar minnzt á bókun 35 sem þó er eina frumvarpið sem hún er skráð fyrir í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi þins. Þegar Þórdís hafði lokið ræðunni og opnað var á fyrirspurnir spurði ég hana hversu skynsamlegt það væri að leggja fram frumvarpið um bókun 35 við núverandi aðstæður burtséð frá innihaldi þess á kosningavetri þegar ljóst væri að mikil andstaða væri við málið bæði á meðal almennra stuðningsmanna flokksins og innan þingflokks hans. Ég spurði Þórdísi enn fremur út í óútskýrðan viðsnúning í málinu eftir áratugs varnir sem virtist einungis skýrast af komu hennar í utanríkisráðuneytið. Sömuleiðis gat ég þess að ástæða hefði verið fyrir því að staðið hefði verið að málinu varðandi bókun 35 í upphafi eins og það hefði verið gert. Að öðrum kosti hefði málið að öllum líkindum ekki verið samþykkt af þingflokki Sjálfstæðisflokksins auk þess sem það hefði farið gegn stjórnarskránni eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hefði til dæmis bent á. Möguleiki á hagstæðri niðurstöðu Frá því er skemmst að segja að svör Þórdísar voru afskaplega rýr og gengu aðallega út á það að hættulegt væri að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn á þeim forsendum að við hefðum þá ekki forræði á málinu. Staðreyndin er hins vegar sú að versta mögulega staða sem gæti komið upp kæmi til þess væri að dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að verða yrði við kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), það er í raun Evrópusambandsins, um forgang innleidds regluverks sambandsins. Það sama og frumvarp hennar felur í sér! Með öðrum orðum felur frumvarp Þórdísar í sér fyrir fram uppgjöf. Tal um forræði á málinu stenzt enga skoðun. Ef frumvarpið uppfyllti ekki kröfur ESA myndi stofnunin fara aftur af á ný og hóta að lokum aftur að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn sem aftur yrði væntanlega gefizt upp gagnvart. Ekki sízt þar sem erfiðara yrði að fara með málið fyrir dómstólinn þegar einu sinni hefði verið gefizt upp í þeim efnum. Með dómstólaleiðinni væri allavega einhver möguleiki á hagfelldri niðurstöðu sem frumvarpið gerði að engu. Hvað varðar fyrirvarann í frumvarpinu, þess efnis að Alþingi gæti ákveðið að forgangur innleidds regluverk frá Evrópusambandinu ætti ekki við um tiltekna innlenda lagasetningu, er hann í raun gagnslaus. Tilgangurinn með fyrirvaranum er einungis sá að reyna að tryggja stuðning við frumvarpið. Alþingi getur vitanlega alltaf sett slík lög. Kæmi hins vegar til þess myndi það kalla á sömu viðbrögð frá ESA og nú stendur að gefast upp fyrir. Hvaða líkur geta fyrir vikið talizt á því að það yrði gert og að þá yrði staðið í lappirnar? Frumvarpið verði dregið til baka Með fyrirspurninni um viðsnúninginn fólst tækifæri fyrir Þórdísi til þess að útskýra hann. Nokkuð sem hún hafði ekki gert fram að því þrátt fyrir að ítrekað hefði verið kallað eftir því. Ekki sízt af fjölmiðlum. Eins taldi ég rétt að hún fengi tækifæri til þess að tjá sig um það hvernig frumvarp hennar færi saman við stjórnarskrána. Frá því er hins vegar skemmst að segja að hún svaraði hvorki fyrir viðsnúninginn né stjórnarskrána. Gerði raunar ekki einu sinni tilraun til þess. Minntist ekki á málið. Sem aftur kom ekki beint á óvart. Ég nefndi enn fremur að uppgjöf gagnvart kröfum ESA í tengslum við EES-samninginn, til að mynda af hálfu vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu, hefði iðulega verið réttlætt með meintu gríðarlegu efnahagslegu mikilvægi samningsins sem þó lægi ekki nákvæmlega fyrir hvert væri og það samkvæmt gögnum frá stjórnvöldum sjálfum. Þá gat ég þess sömuleiðis að viðskiptahagsmunir Íslands hefðu verið tryggðir með fríverzlunarsamningnum við Bretland sem kom í stað EES-samningsins að mati sjálfs ráðuneytis Þórdísar. Framundan eru þingkosningar og fyrir vikið enn ríkari ástæða en áður til þess að draga til baka frumvarp Þórdísar um bókun 35. Verði það ekki gert felur það eðli málsins samkvæmt í sér yfirlýsingu um að áfram verði reynt að keyra það í gegnum Alþingi komist Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn eftir kosningarnar og takist það ekki muni hann styðja málið í stjórnarandstöðu. Mikilvægt er enn fremur að gefnar verði afdráttarlausar yfirlýsingar af hálfu forystumanna flokksins um að til þess komi ekki aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða nái það fram að ganga að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu. Farið var víða um völl í ræðu Þórdísar en hvergi hins vegar minnzt á bókun 35 sem þó er eina frumvarpið sem hún er skráð fyrir í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi þins. Þegar Þórdís hafði lokið ræðunni og opnað var á fyrirspurnir spurði ég hana hversu skynsamlegt það væri að leggja fram frumvarpið um bókun 35 við núverandi aðstæður burtséð frá innihaldi þess á kosningavetri þegar ljóst væri að mikil andstaða væri við málið bæði á meðal almennra stuðningsmanna flokksins og innan þingflokks hans. Ég spurði Þórdísi enn fremur út í óútskýrðan viðsnúning í málinu eftir áratugs varnir sem virtist einungis skýrast af komu hennar í utanríkisráðuneytið. Sömuleiðis gat ég þess að ástæða hefði verið fyrir því að staðið hefði verið að málinu varðandi bókun 35 í upphafi eins og það hefði verið gert. Að öðrum kosti hefði málið að öllum líkindum ekki verið samþykkt af þingflokki Sjálfstæðisflokksins auk þess sem það hefði farið gegn stjórnarskránni eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hefði til dæmis bent á. Möguleiki á hagstæðri niðurstöðu Frá því er skemmst að segja að svör Þórdísar voru afskaplega rýr og gengu aðallega út á það að hættulegt væri að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn á þeim forsendum að við hefðum þá ekki forræði á málinu. Staðreyndin er hins vegar sú að versta mögulega staða sem gæti komið upp kæmi til þess væri að dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að verða yrði við kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), það er í raun Evrópusambandsins, um forgang innleidds regluverks sambandsins. Það sama og frumvarp hennar felur í sér! Með öðrum orðum felur frumvarp Þórdísar í sér fyrir fram uppgjöf. Tal um forræði á málinu stenzt enga skoðun. Ef frumvarpið uppfyllti ekki kröfur ESA myndi stofnunin fara aftur af á ný og hóta að lokum aftur að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn sem aftur yrði væntanlega gefizt upp gagnvart. Ekki sízt þar sem erfiðara yrði að fara með málið fyrir dómstólinn þegar einu sinni hefði verið gefizt upp í þeim efnum. Með dómstólaleiðinni væri allavega einhver möguleiki á hagfelldri niðurstöðu sem frumvarpið gerði að engu. Hvað varðar fyrirvarann í frumvarpinu, þess efnis að Alþingi gæti ákveðið að forgangur innleidds regluverk frá Evrópusambandinu ætti ekki við um tiltekna innlenda lagasetningu, er hann í raun gagnslaus. Tilgangurinn með fyrirvaranum er einungis sá að reyna að tryggja stuðning við frumvarpið. Alþingi getur vitanlega alltaf sett slík lög. Kæmi hins vegar til þess myndi það kalla á sömu viðbrögð frá ESA og nú stendur að gefast upp fyrir. Hvaða líkur geta fyrir vikið talizt á því að það yrði gert og að þá yrði staðið í lappirnar? Frumvarpið verði dregið til baka Með fyrirspurninni um viðsnúninginn fólst tækifæri fyrir Þórdísi til þess að útskýra hann. Nokkuð sem hún hafði ekki gert fram að því þrátt fyrir að ítrekað hefði verið kallað eftir því. Ekki sízt af fjölmiðlum. Eins taldi ég rétt að hún fengi tækifæri til þess að tjá sig um það hvernig frumvarp hennar færi saman við stjórnarskrána. Frá því er hins vegar skemmst að segja að hún svaraði hvorki fyrir viðsnúninginn né stjórnarskrána. Gerði raunar ekki einu sinni tilraun til þess. Minntist ekki á málið. Sem aftur kom ekki beint á óvart. Ég nefndi enn fremur að uppgjöf gagnvart kröfum ESA í tengslum við EES-samninginn, til að mynda af hálfu vinstristjórnarinnar í Icesave-málinu, hefði iðulega verið réttlætt með meintu gríðarlegu efnahagslegu mikilvægi samningsins sem þó lægi ekki nákvæmlega fyrir hvert væri og það samkvæmt gögnum frá stjórnvöldum sjálfum. Þá gat ég þess sömuleiðis að viðskiptahagsmunir Íslands hefðu verið tryggðir með fríverzlunarsamningnum við Bretland sem kom í stað EES-samningsins að mati sjálfs ráðuneytis Þórdísar. Framundan eru þingkosningar og fyrir vikið enn ríkari ástæða en áður til þess að draga til baka frumvarp Þórdísar um bókun 35. Verði það ekki gert felur það eðli málsins samkvæmt í sér yfirlýsingu um að áfram verði reynt að keyra það í gegnum Alþingi komist Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn eftir kosningarnar og takist það ekki muni hann styðja málið í stjórnarandstöðu. Mikilvægt er enn fremur að gefnar verði afdráttarlausar yfirlýsingar af hálfu forystumanna flokksins um að til þess komi ekki aftur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun