CNN greinir frá þessu en flugstjórinn, İlçehin Pehlivan, var 59 ára þegar hann lést. Hann missti meðvitund á meðan flogið var yfir Norður-Ameríku og þegar endurlífgunartilraunir báru ekki árangur um borð ákvað flugmaður vélarinnar að lenda henni í New York.
Í tilkynningu frá Turkish Airlines sendir flugfélagið samúðarkveðjur á fjölskyldu, samstarfsmenn og aðra aðstandendur Pehlivan.
Pehlivan fór síðast í heilsufarsskoðun í mars og benti þá ekkert til þess að hann glímdi við nein vandamál sem hindruðu hann frá því að geta flogið.