Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar 8. október 2024 12:31 Ímyndið ykkur hvernig það er að þurfa að sinna verkefnum dagslegs lífs án þess að heyra almennilega. Hvernig það er að sinna börnum sínum, mökum og foreldum þannig. Setið ykkur í spor þeirra sem daglega ganga til vinnu við þessar aðstæður. Hvernig haldið þið að það gangi að sinna tómstundum? Setjið ykkur í þessi spor. Þetta er staða rúmlega 2.000 manns sem nú eru skráð á biðlista eftir heyrnarþjónustu frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Fullorðnir eru látnir bíða að meðaltali í tvö ár á þessum biðlista, börn þurfa ekki að þola nema sjö mánuði að meðaltali. Stórkostlegar ógöngur Rúmlega helmingur þeirra sem eru á biðlista bíður að meðaltali í tvö ár eftir þjónustu. Biðtími er mismunandi eftir þjónustu en mestur er biðtíminn hjá fullorðnum einstaklingum sem þurfa þjónustu vegna heyrnartækja og mælinga. 1.155 eru á biðlista eftir þeirri þjónustu og er biðtími þar að meðaltali tvö ár. Meira að segja þau sem þurfa aðstoð við heyrnartæki sem þau eru þegar komin með fá sæti á biðlistanum og eru föst þar í 1-2 mánuði. Þessar upplýsingar eru byggðar á gögnum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands frá því í mars. Staðan hefur ekki lagast. Kristján Sverrisson, forstjóri stofnunarinnar, hefur verið ómyrkur í máli varðandi stöðuna og sagt endalausan niðurskurð og fjársvelti, aðstöðuleysi og manneklu hafa leitt til þess að opinber heyrnarþjónusta á Íslandi sé komin í stórkostlegar ógöngur. Skilningsleysi stjórnvalda Þetta var sem sagt staðan þegar fjárlög næsta árs voru unnin í sumar. Þar var niðurstaðan svo að útgjöld til málaflokksins eru áætluð 549 milljónir króna en fjárlögin gera ráð fyrir 231,6 milljónum. Stjórnvöld ætla Heyrnar- og talmeinastöð að loka gati upp á 318 milljónir með sértekjum á sama tíma og vitað er að gjaldskrá stofnunarinnar er háð lögum og reglugerðum sem þýðir að hún getur ekki aflað nema um fjórðungs þessarar fjárhæðar miðað við núverandi húsnæði og mannafla. Með öðrum orðum, vegna þess aðbúnaðar sem stjórnvöld búa Heyrnar- og talmeinastöðinni getur stofnunin einfaldlega ekki aflað sértekna á þann hátt sem stjórnvöld vilja að hún geri. Fagfólkið þar talar fyrir daufum eyrum þegar reynt er að gera stjórnvöldum grein fyrir alvarleika málsins. Á meðan bíða þúsundir á biðlista eftir nauðsynlegri aðstoð. Þetta er glórulaus staða og áhrifanna gætir enn víðar. Vegna viðvarandi fjárskorts hefur Heyrnar- og talmeinastöð þurft að leggja niður 18 mánaða eftirlit barna sem grunur leikur á að séu með málþroska röskun. Hugsið ykkur! Foreldar og forráðamenn barna geta ekki leitað til neinnar stofnunar með grun um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir börn á þessum aldri. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðrar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Við þurfum að sjá sóma okkar í því að fagfólki sem þar starfar sé gert kleift að uppfylla lögin í okkar þágu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ímyndið ykkur hvernig það er að þurfa að sinna verkefnum dagslegs lífs án þess að heyra almennilega. Hvernig það er að sinna börnum sínum, mökum og foreldum þannig. Setið ykkur í spor þeirra sem daglega ganga til vinnu við þessar aðstæður. Hvernig haldið þið að það gangi að sinna tómstundum? Setjið ykkur í þessi spor. Þetta er staða rúmlega 2.000 manns sem nú eru skráð á biðlista eftir heyrnarþjónustu frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Fullorðnir eru látnir bíða að meðaltali í tvö ár á þessum biðlista, börn þurfa ekki að þola nema sjö mánuði að meðaltali. Stórkostlegar ógöngur Rúmlega helmingur þeirra sem eru á biðlista bíður að meðaltali í tvö ár eftir þjónustu. Biðtími er mismunandi eftir þjónustu en mestur er biðtíminn hjá fullorðnum einstaklingum sem þurfa þjónustu vegna heyrnartækja og mælinga. 1.155 eru á biðlista eftir þeirri þjónustu og er biðtími þar að meðaltali tvö ár. Meira að segja þau sem þurfa aðstoð við heyrnartæki sem þau eru þegar komin með fá sæti á biðlistanum og eru föst þar í 1-2 mánuði. Þessar upplýsingar eru byggðar á gögnum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands frá því í mars. Staðan hefur ekki lagast. Kristján Sverrisson, forstjóri stofnunarinnar, hefur verið ómyrkur í máli varðandi stöðuna og sagt endalausan niðurskurð og fjársvelti, aðstöðuleysi og manneklu hafa leitt til þess að opinber heyrnarþjónusta á Íslandi sé komin í stórkostlegar ógöngur. Skilningsleysi stjórnvalda Þetta var sem sagt staðan þegar fjárlög næsta árs voru unnin í sumar. Þar var niðurstaðan svo að útgjöld til málaflokksins eru áætluð 549 milljónir króna en fjárlögin gera ráð fyrir 231,6 milljónum. Stjórnvöld ætla Heyrnar- og talmeinastöð að loka gati upp á 318 milljónir með sértekjum á sama tíma og vitað er að gjaldskrá stofnunarinnar er háð lögum og reglugerðum sem þýðir að hún getur ekki aflað nema um fjórðungs þessarar fjárhæðar miðað við núverandi húsnæði og mannafla. Með öðrum orðum, vegna þess aðbúnaðar sem stjórnvöld búa Heyrnar- og talmeinastöðinni getur stofnunin einfaldlega ekki aflað sértekna á þann hátt sem stjórnvöld vilja að hún geri. Fagfólkið þar talar fyrir daufum eyrum þegar reynt er að gera stjórnvöldum grein fyrir alvarleika málsins. Á meðan bíða þúsundir á biðlista eftir nauðsynlegri aðstoð. Þetta er glórulaus staða og áhrifanna gætir enn víðar. Vegna viðvarandi fjárskorts hefur Heyrnar- og talmeinastöð þurft að leggja niður 18 mánaða eftirlit barna sem grunur leikur á að séu með málþroska röskun. Hugsið ykkur! Foreldar og forráðamenn barna geta ekki leitað til neinnar stofnunar með grun um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir börn á þessum aldri. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðrar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Við þurfum að sjá sóma okkar í því að fagfólki sem þar starfar sé gert kleift að uppfylla lögin í okkar þágu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun