Er ekki bara best? Reynir Böðvarsson skrifar 8. október 2024 08:02 Kapítalisminn hefur þróast í átt að kerfi sem veldur gífurlegum ójöfnuði, ósjálfbærum vexti og félagslegu óréttlæti. Græðgin sem fylgir nútíma kapítalisma, þar sem áherslan er á hámarksgróða fyrir stórfyrirtæki og fjárfesta, hefur leitt til aukins bils milli hinna ríku og fátæku. Þó að kapítalismi hafi skilað efnahagslegum árangri fyrir suma, hefur kerfið einnig skapað djúpstæðan ójöfnuð í tekjum og lífsgæðum, bæði innan landa og á milli þeirra. Ríku löndin njóta margra auðæfa og ávinnings af hnattvæðingu, á meðan þróunarlönd sitja eftir með skertar auðlindir og vinnuafl sem er notað til að halda uppi lágu verði. Þegar stórfyrirtæki fá stöðugt meiri vald yfir stjórnmálum, hefur lýðræðið veikst og almannahagsmunir víkja fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þetta sést vel í áformum sem snúa að loftslagsbreytingum, þar sem nauðsynlegum aðgerðum er í raun hafnað og í staðin farið út í gerviátök í formi einhverskonar viðskiptamódels þar sem arður fer til fjármagnseigenda en kostnaður fellur á almenning. Er þetta bara allt vonlaust eða er hægt að gera umbætur á okkar þjóðfélögum til þess að snúa af þessari ömurlegu vegferð. Það er augljóst að það þarf að styrkja lýðræðið á einhvern hátt og tryggja að stjórnmálastofnanir starfi í þágu almennings frekar en stórfyrirtækja. Þetta krefst strangari reglna um fjármögnun stjórnmála og kosninga, auk aukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatöku, aukið beint lýðræði er ein af mörgum leiðum í þessa átt. En það er margt annað sem þarf að koma til, skattakerfið eins og það er útformað í flestum löndum í dag ýtir enn frekar á þessa neikvæðu þróun. Hærri skattar á stóreignafólk og alþjóðleg fyrirtæki er nauðsynlegt til þess að dreifa auðnum jafnar. Það þarf að loka skattaskjólum og beita skattlagningu á fjármagnstekjur og fyrirtækjagróða til að fjármagna opinbera þjónustu, menntun og heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum. Ef núverandi þróun varðandi ofnýtingu náttúruauðlinda heldur áfram þá horfir ekki vel fyrir komandi kynslóðir, nauðsynlegur kostnaður flyst yfir á þær og þeim mun seinna sem gripið er til aðgerða þeim mun minni möguleiki er á að þjóðfélagið og þess stofnanir ráði við að fara í þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Það þarf nú þegar að draga úr mengun og leggja áherslu á hringrásarhagkerfi, þar sem endurnýjanleiki er í fyrirrúmi, og skapa störf sem þjóna samfélagslegum hagsmunum. Til þess að fá samfélagslega sátt um þessar róttæku breytingar sem eru nauðsynlegar þá þarf að styrkja réttindi verkafólks, tryggja sanngjörn laun og bætt vinnuskilyrði, þá þarf að skapa jafnvægi á milli gróða fyrirtækja og hagsmuna almennings. Alþjóðlegar reglur og samningar sem tryggja lágmarkslaun og vinnuvernd gætu spornað gegn misnotkun fyrirtækja í fátækari löndum. Öflug velferðarkerfi geta veitt fólki fjárhagslegt öryggi, tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun og dregið úr ójöfnuði. Að auki hefur hugmyndin um grunnframfærslu (universal basic income) verið rædd sem möguleg lausn til að tryggja að allir hafi lágmarksafkomu og möguleika á að lifa með reisn. Það er ekki eftir neinu að bíða, á Íslandi þarf að koma í veg fyrir að nýfrjálshyggjuflokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafi ítök í næstu ríkisstjórn og auðvitað verður að halda íhaldsflokkum eins og Miðflokknum og Flokki fólksins frá áhrifum. Framsóknarflokkinn geta allir notað sem uppfyllingu, þeir hafa enga stefnu aðra en að fá að sitja í ríkisstjórn. Eitt er þó alveg víst að það þarf Sósíalistaflokkinn inn á þing til þess að halda öðrum félagshyggjuflokkum frá freistingum nýfrjálshyggjunnar. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Kapítalisminn hefur þróast í átt að kerfi sem veldur gífurlegum ójöfnuði, ósjálfbærum vexti og félagslegu óréttlæti. Græðgin sem fylgir nútíma kapítalisma, þar sem áherslan er á hámarksgróða fyrir stórfyrirtæki og fjárfesta, hefur leitt til aukins bils milli hinna ríku og fátæku. Þó að kapítalismi hafi skilað efnahagslegum árangri fyrir suma, hefur kerfið einnig skapað djúpstæðan ójöfnuð í tekjum og lífsgæðum, bæði innan landa og á milli þeirra. Ríku löndin njóta margra auðæfa og ávinnings af hnattvæðingu, á meðan þróunarlönd sitja eftir með skertar auðlindir og vinnuafl sem er notað til að halda uppi lágu verði. Þegar stórfyrirtæki fá stöðugt meiri vald yfir stjórnmálum, hefur lýðræðið veikst og almannahagsmunir víkja fyrir hagsmunum fjármagnseigenda. Þetta sést vel í áformum sem snúa að loftslagsbreytingum, þar sem nauðsynlegum aðgerðum er í raun hafnað og í staðin farið út í gerviátök í formi einhverskonar viðskiptamódels þar sem arður fer til fjármagnseigenda en kostnaður fellur á almenning. Er þetta bara allt vonlaust eða er hægt að gera umbætur á okkar þjóðfélögum til þess að snúa af þessari ömurlegu vegferð. Það er augljóst að það þarf að styrkja lýðræðið á einhvern hátt og tryggja að stjórnmálastofnanir starfi í þágu almennings frekar en stórfyrirtækja. Þetta krefst strangari reglna um fjármögnun stjórnmála og kosninga, auk aukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatöku, aukið beint lýðræði er ein af mörgum leiðum í þessa átt. En það er margt annað sem þarf að koma til, skattakerfið eins og það er útformað í flestum löndum í dag ýtir enn frekar á þessa neikvæðu þróun. Hærri skattar á stóreignafólk og alþjóðleg fyrirtæki er nauðsynlegt til þess að dreifa auðnum jafnar. Það þarf að loka skattaskjólum og beita skattlagningu á fjármagnstekjur og fyrirtækjagróða til að fjármagna opinbera þjónustu, menntun og heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum. Ef núverandi þróun varðandi ofnýtingu náttúruauðlinda heldur áfram þá horfir ekki vel fyrir komandi kynslóðir, nauðsynlegur kostnaður flyst yfir á þær og þeim mun seinna sem gripið er til aðgerða þeim mun minni möguleiki er á að þjóðfélagið og þess stofnanir ráði við að fara í þær breytingar sem eru nauðsynlegar. Það þarf nú þegar að draga úr mengun og leggja áherslu á hringrásarhagkerfi, þar sem endurnýjanleiki er í fyrirrúmi, og skapa störf sem þjóna samfélagslegum hagsmunum. Til þess að fá samfélagslega sátt um þessar róttæku breytingar sem eru nauðsynlegar þá þarf að styrkja réttindi verkafólks, tryggja sanngjörn laun og bætt vinnuskilyrði, þá þarf að skapa jafnvægi á milli gróða fyrirtækja og hagsmuna almennings. Alþjóðlegar reglur og samningar sem tryggja lágmarkslaun og vinnuvernd gætu spornað gegn misnotkun fyrirtækja í fátækari löndum. Öflug velferðarkerfi geta veitt fólki fjárhagslegt öryggi, tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun og dregið úr ójöfnuði. Að auki hefur hugmyndin um grunnframfærslu (universal basic income) verið rædd sem möguleg lausn til að tryggja að allir hafi lágmarksafkomu og möguleika á að lifa með reisn. Það er ekki eftir neinu að bíða, á Íslandi þarf að koma í veg fyrir að nýfrjálshyggjuflokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafi ítök í næstu ríkisstjórn og auðvitað verður að halda íhaldsflokkum eins og Miðflokknum og Flokki fólksins frá áhrifum. Framsóknarflokkinn geta allir notað sem uppfyllingu, þeir hafa enga stefnu aðra en að fá að sitja í ríkisstjórn. Eitt er þó alveg víst að það þarf Sósíalistaflokkinn inn á þing til þess að halda öðrum félagshyggjuflokkum frá freistingum nýfrjálshyggjunnar. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar