Fjölgun lóða, hér er leiðin! Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. október 2024 07:31 Þann 23. febrúar 2022 flutti ég eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum.“ Greinargerð: Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slík svæði séu til staðar til framtíðar.“ Óskað var eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar um tillöguna sem svo var tekið fyrir á fundi þann 12. apríl sama ár og gefur góða mynd af stöðunni. Þeirri stöðu hef ég oft og ítrekað haldið á lofti í umræðunni um húsnæðismál á síðustu árum. Umrætt minnisblað fylgir hér greininni. Allt þetta hefur svo verið staðfest margoft og nú síðast á stórum fundi sem ég hélt um húsnæðismál og áhrif þeirri á efnahagsmálin til lengri og skemmri tíma í Bæjarbíói þann 14. ágúst síðastliðinn. Þar komu til mín fulltrúar frá iðnaðinum, stjórnsýslunni, fjármálakerfinu og verkalýðshreyfingunni. Niðurstaðan: okkur fjölgar meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, það þarf að byggja meira og það þarf að fjölga lóðum til að ná því markmiði. Þrátt fyrir að aldrei í sögunni hafi verið byggt meira af íbúðum en á árunum 2019-2024, þá þarf að byggja meira. Það er því ánægjulegt, fyrir mig alveg sérstaklega, að stöðugt sé að fjölga í þeim hópi sem áttar sig á þeirri stöðu. Hún er vond til framtíðar og það sýna okkur allar tölur. Í mínum huga má alveg segja með réttu að Seðlabankinn hafi hlaðið í snjóhengju kynslóða sem ekki komast út á markaðinn með sinni vaxtastefnu og hertum lánþegaskilyrðum. Sú stefna hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á bæði húsbyggjendur og væntanlega kaupendur. Frumvarp lagt fyrir Alþingi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er um margt mjög gott. Það sameinar sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu í þeirri sýn og því markmiði að tryggja náið samstarf um skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins til ársins 2040. Það er mikilvægt, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. En forsendur hafa breyst og nægir þar að nefna fólksfjölgun. Slíkt kallar á endurskoðun. Best væri ef sveitarfélögin hættu að tala og kæmu sér strax saman um endurskoðun vaxtamarka svæðisskipulagsins. Eins og staðan er í dag, þá er nóg að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir slíka skynsamlega útvíkkun vaxtamarka svo hægt sé að bregðast við þeirri þróun sem hér hefur átt sér stað á síðustu árum. Þrátt fyrir að vona það besta, þá tel ég erfitt að treysta á slíka samstöðu og hef því lagt fram frumvarp þess efnis að sveitarfélag eins og t.d. Hafnarfjörður, sem er í þeirri stöðu sem blasað hefur við frá árinu 2022 að allt byggingarland innan vaxtamarka til ársins 2040 er að klárast (sjá meðfylgjandi minnisblað), geti sótt um undanþágu á svæðisskipulaginu til þess að byggja húsnæði í ástandi þar sem m.a. ríkir húsnæðisskortur. Þetta mál hefur verið lengi í vinnslu og óskað var eftir meðflutningi úr öllum flokkum á þingi í fyrri hluta septembermánaðar. Ég hef því bæði flutt tillögu sem bæjarstjórnarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem mér gafst ekki nægur tími til að fylgja henni þar eftir og kem nú fram með frumvarp sem þingmaður til að leysa þessi mál til framtíðar. Ég tel að frumvarpið sé mjög gott og brýnt, sérstaklega við núverandi aðstæður, en ekki er loku fyrir það skotið að í meðförum þingsins verði gerðar breytingar á frumvarpinu komi fram tillögur til hins betra, enda er markmið þess eitt og er alveg skýrt. Það þarf að byggja meira, við þurfum að byggja fyrir venjulegt fólk og tryggja það að við, til framtíðar, komumst úr vítahring hárrar verðbólgu og vaxta vegna áskorana á húsnæðismarkaði. Þar þurfa öll sveitarfélög að hafa svigrúm og getu til að taka þátt. Húsnæðismál eru risavaxið efnahagsmál sem þola enga bið. Frumvarpið læt ég fylgja hér með til frekari skoðunar, en flutningsmenn þess eru auk mín aðrir þingmenn Framsóknar og þingmenn Miðflokksins. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hér má sjá frumvarpið. Tengd skjöl Minnisblaðhfj2022PDF921KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Jarða- og lóðamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar 2022 flutti ég eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum.“ Greinargerð: Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slík svæði séu til staðar til framtíðar.“ Óskað var eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar um tillöguna sem svo var tekið fyrir á fundi þann 12. apríl sama ár og gefur góða mynd af stöðunni. Þeirri stöðu hef ég oft og ítrekað haldið á lofti í umræðunni um húsnæðismál á síðustu árum. Umrætt minnisblað fylgir hér greininni. Allt þetta hefur svo verið staðfest margoft og nú síðast á stórum fundi sem ég hélt um húsnæðismál og áhrif þeirri á efnahagsmálin til lengri og skemmri tíma í Bæjarbíói þann 14. ágúst síðastliðinn. Þar komu til mín fulltrúar frá iðnaðinum, stjórnsýslunni, fjármálakerfinu og verkalýðshreyfingunni. Niðurstaðan: okkur fjölgar meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, það þarf að byggja meira og það þarf að fjölga lóðum til að ná því markmiði. Þrátt fyrir að aldrei í sögunni hafi verið byggt meira af íbúðum en á árunum 2019-2024, þá þarf að byggja meira. Það er því ánægjulegt, fyrir mig alveg sérstaklega, að stöðugt sé að fjölga í þeim hópi sem áttar sig á þeirri stöðu. Hún er vond til framtíðar og það sýna okkur allar tölur. Í mínum huga má alveg segja með réttu að Seðlabankinn hafi hlaðið í snjóhengju kynslóða sem ekki komast út á markaðinn með sinni vaxtastefnu og hertum lánþegaskilyrðum. Sú stefna hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á bæði húsbyggjendur og væntanlega kaupendur. Frumvarp lagt fyrir Alþingi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er um margt mjög gott. Það sameinar sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu í þeirri sýn og því markmiði að tryggja náið samstarf um skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins til ársins 2040. Það er mikilvægt, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. En forsendur hafa breyst og nægir þar að nefna fólksfjölgun. Slíkt kallar á endurskoðun. Best væri ef sveitarfélögin hættu að tala og kæmu sér strax saman um endurskoðun vaxtamarka svæðisskipulagsins. Eins og staðan er í dag, þá er nóg að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir slíka skynsamlega útvíkkun vaxtamarka svo hægt sé að bregðast við þeirri þróun sem hér hefur átt sér stað á síðustu árum. Þrátt fyrir að vona það besta, þá tel ég erfitt að treysta á slíka samstöðu og hef því lagt fram frumvarp þess efnis að sveitarfélag eins og t.d. Hafnarfjörður, sem er í þeirri stöðu sem blasað hefur við frá árinu 2022 að allt byggingarland innan vaxtamarka til ársins 2040 er að klárast (sjá meðfylgjandi minnisblað), geti sótt um undanþágu á svæðisskipulaginu til þess að byggja húsnæði í ástandi þar sem m.a. ríkir húsnæðisskortur. Þetta mál hefur verið lengi í vinnslu og óskað var eftir meðflutningi úr öllum flokkum á þingi í fyrri hluta septembermánaðar. Ég hef því bæði flutt tillögu sem bæjarstjórnarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem mér gafst ekki nægur tími til að fylgja henni þar eftir og kem nú fram með frumvarp sem þingmaður til að leysa þessi mál til framtíðar. Ég tel að frumvarpið sé mjög gott og brýnt, sérstaklega við núverandi aðstæður, en ekki er loku fyrir það skotið að í meðförum þingsins verði gerðar breytingar á frumvarpinu komi fram tillögur til hins betra, enda er markmið þess eitt og er alveg skýrt. Það þarf að byggja meira, við þurfum að byggja fyrir venjulegt fólk og tryggja það að við, til framtíðar, komumst úr vítahring hárrar verðbólgu og vaxta vegna áskorana á húsnæðismarkaði. Þar þurfa öll sveitarfélög að hafa svigrúm og getu til að taka þátt. Húsnæðismál eru risavaxið efnahagsmál sem þola enga bið. Frumvarpið læt ég fylgja hér með til frekari skoðunar, en flutningsmenn þess eru auk mín aðrir þingmenn Framsóknar og þingmenn Miðflokksins. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hér má sjá frumvarpið. Tengd skjöl Minnisblaðhfj2022PDF921KBSækja skjal
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar