Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2024 13:58 Arna Stefanía Guðmundsdóttir var um árabil ein öflugasta frjálsíþróttakona landsins. Hún er meðal kennara við Seljaskóla. Nú Framsýn menntun Arna Stefanía Guðmundsdóttir, grunnskólakennari og íþróttakona, segir aldrei hafa verið eins mikilvægt að samfélagið meti kennara að verðleikum. Sjálf sé hún spurð að því hvert hún stefni í framtíðinni líkt og kennarastarfið sé tímabundið starf. Arna Stefanía stingur niður penna í skoðanahluta Vísis í dag. Hún lýsir því að hafa verið spurð að því nýlega hvert hún stefndi. „Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum,“ segir Arna Stefanía. Svarið hafi því verið einfalt, að verða enn betri kennari. Stefnan ekki sett á skólastjórann Í framhaldinu hafi fylgt leiðrétting á spurningunni. „Nei, ég meina, hver er lokastefnan?“ Arna Stefanía segist ekki alveg hafa skilið spurninguna. Helst hafi henni dottið í hug að manneskjan væri að velta fyrir sér hvaða aldri ég vildi helst kenna eða hvort ég vildi einbeita mér að kennslu ákveðins fags. Hún hafi svarað í þeim dúr og uppskorið hlátur. „Nei, ég meina hvort þú sért að stefna á að verða skólastjóri?“ Alls ekki, var svar Örnu Stefaníu. „Mér finnst svo gaman að kenna og langar að sinna því næstu árin, þó ég útiloki ekki breytingu einhvern tímann síðar á lífsleiðinni.“ Krúttleg hugsun Enn var spurt: „En er ekkert innra með þér sem fær þig til að langa að stefna lengra en að verða kennari?“ Örnu Stefaníu segist hafa brugðið við þessa spurningu þó hún kæmi kannski ekki fullkomlega á óvart miðað við fyrri spurningar. Eftir að hafa hugleitt aðeins spurninguna svaraði hún játandi. „Jú, mig langar að verða framúrskarandi kennari sem hefur jákvæð áhrif á líf nemenda sinna, hvort sem það er á félagslega eða námslega þáttinn.“ Samtalinu hafi lokið með þeim skilaboðum að þetta væri krúttleg hugsun. Dáist að öðrum kennurum „Ástæða þess að ég rek hér þetta samtal er sú sorglega staðreynd að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á í svona samskiptum þegar ég er spurð út í starfið mitt. Í svipuðum samræðum hef ég til dæmis verið spurð af hverju ég klári ekki bara sálfræðina, eða mér sagt að ég eigi að fara í verkfræðinám, ég sé svo góð með tölur,“ segir Arna Stefanía. Hún starfar sem kennari í Seljaskóla í Breiðholti í Reykjavík. Þar fyllist hún aðdáun af horfa á brennandi áhuga annarra kennara á starfi sínu. „Að sjá hversu umhugað þeim er um nemendur sína á sama tíma og þeir sinna starfsþróun árið um kring. Hlutverk kennara í skólakerfinu er víðtækt. Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu heldur einnig veita nemendum tækifæri til að efla vellíðan og þátttöku í lýðræðissamfélagi.“ Göfugt starf en krefjandi Þá hafi hún kynnst kennurum eigin barna sem virðast allir eiga það sameiginlegt að hafa augljósa ástríðu fyrir starfi sínu. „Þegar ég hugsa til baka til minnar skólagöngu eru mér efst í huga þeir frábæru kennarar sem kenndu mér á öllum skólastigum og höfðu áhrif á mig til langs tíma.“ Það sé göfugt og jafnframt krefjandi að vera kennari. „Það verður alltaf þörf fyrir góða og öfluga kennara sem hafa ástríðu fyrir starfinu sínu en það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að við sem samfélag stefnum langt með því að meta kennara að verðleikum og fjárfesta í þeim.“ Grunnskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Arna Stefanía stingur niður penna í skoðanahluta Vísis í dag. Hún lýsir því að hafa verið spurð að því nýlega hvert hún stefndi. „Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum,“ segir Arna Stefanía. Svarið hafi því verið einfalt, að verða enn betri kennari. Stefnan ekki sett á skólastjórann Í framhaldinu hafi fylgt leiðrétting á spurningunni. „Nei, ég meina, hver er lokastefnan?“ Arna Stefanía segist ekki alveg hafa skilið spurninguna. Helst hafi henni dottið í hug að manneskjan væri að velta fyrir sér hvaða aldri ég vildi helst kenna eða hvort ég vildi einbeita mér að kennslu ákveðins fags. Hún hafi svarað í þeim dúr og uppskorið hlátur. „Nei, ég meina hvort þú sért að stefna á að verða skólastjóri?“ Alls ekki, var svar Örnu Stefaníu. „Mér finnst svo gaman að kenna og langar að sinna því næstu árin, þó ég útiloki ekki breytingu einhvern tímann síðar á lífsleiðinni.“ Krúttleg hugsun Enn var spurt: „En er ekkert innra með þér sem fær þig til að langa að stefna lengra en að verða kennari?“ Örnu Stefaníu segist hafa brugðið við þessa spurningu þó hún kæmi kannski ekki fullkomlega á óvart miðað við fyrri spurningar. Eftir að hafa hugleitt aðeins spurninguna svaraði hún játandi. „Jú, mig langar að verða framúrskarandi kennari sem hefur jákvæð áhrif á líf nemenda sinna, hvort sem það er á félagslega eða námslega þáttinn.“ Samtalinu hafi lokið með þeim skilaboðum að þetta væri krúttleg hugsun. Dáist að öðrum kennurum „Ástæða þess að ég rek hér þetta samtal er sú sorglega staðreynd að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á í svona samskiptum þegar ég er spurð út í starfið mitt. Í svipuðum samræðum hef ég til dæmis verið spurð af hverju ég klári ekki bara sálfræðina, eða mér sagt að ég eigi að fara í verkfræðinám, ég sé svo góð með tölur,“ segir Arna Stefanía. Hún starfar sem kennari í Seljaskóla í Breiðholti í Reykjavík. Þar fyllist hún aðdáun af horfa á brennandi áhuga annarra kennara á starfi sínu. „Að sjá hversu umhugað þeim er um nemendur sína á sama tíma og þeir sinna starfsþróun árið um kring. Hlutverk kennara í skólakerfinu er víðtækt. Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu heldur einnig veita nemendum tækifæri til að efla vellíðan og þátttöku í lýðræðissamfélagi.“ Göfugt starf en krefjandi Þá hafi hún kynnst kennurum eigin barna sem virðast allir eiga það sameiginlegt að hafa augljósa ástríðu fyrir starfi sínu. „Þegar ég hugsa til baka til minnar skólagöngu eru mér efst í huga þeir frábæru kennarar sem kenndu mér á öllum skólastigum og höfðu áhrif á mig til langs tíma.“ Það sé göfugt og jafnframt krefjandi að vera kennari. „Það verður alltaf þörf fyrir góða og öfluga kennara sem hafa ástríðu fyrir starfinu sínu en það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að við sem samfélag stefnum langt með því að meta kennara að verðleikum og fjárfesta í þeim.“
Grunnskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira