Leikurinn hefst klukkan 16:45 og fer fram í höfuðborginni Nikósíu á Kýpur. Um er að ræða fyrsta leik Víkings á þessu stigi keppninnar í sögunni.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir eina breytingu á liðinu sem vann 3-2 sigur á Val í Bestu deild karla um helgina.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, kemur inn í byrjunarliðið á kostnað Helga Guðjónssonar sem er á bekknum.
Leikurinn hefst klukkan 16:45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
25. Valdimar Þór Ingimundarson