Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur skrifar 5. október 2024 09:01 Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. Rúmu einu og hálfu ári síðar hóf Ísrael sína mannskæðustu og hrottalegustu árás á Gaza og í Palestínu til þessa. Sú árás stendur en yfir, og nú ári seinna hefur Ísrael sprengt upp alla háskóla á Gaza, myrt yfir 9.000 háskólanemendur og 700 háskólakennara og fræðafólk. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum af menntamorðinu sem Ísrael fremur samhliða þjóðarmorði á Gaza. 24. nóvember 2023 lýsti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, árásum Ísrael á Gaza sem „pólitísku álitamál líðandi stundar“ og taldi ekki ástæðu til þess að Háskól Íslands lýsti yfir stuðningi við nemendur og starfsfólk palestínskra háskóla, hvað þá við alla íbúa landsins. Í sama viðtali lýsir hann innrás Rússlands inn í Úkraínu sem fordæmalausri og segir að Háskólanum beri að fylgja því sem „sannara reynist“. Nú má vera að Jóni Atla, og öðrum stjórnendum við Háskóla Íslands, hafi ekki verið kunnugt um 76 ára sögu stríðsglæpa Ísraels gegn Palestínufólki, en mikill fréttaflutningur og fræðilegar umfjallanir hafa átt sér stað síðan, auk þess sem Ísrael hefur gengið lengra en nokkru sinni fyrr í glæpum sínum gegn Palestínubúum og mannkyninu öllu. Hernám, þjóðernishreinsanir og stríðslæpir eru ekki pólitískt álitamál. Ef Háskóla Íslands vantar einhverskonar sannanir fyrir glæpum Ísraels, nægir að líta til þess að Alþjóðadómstóllinn og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa skipað Ísrael að stöðva tafarlaust árásir sínar á Gaza og Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Í kjölfarið hefur Ísrael hótað Alþjóðaglæpadómstólnum og þeim sem í honum sitja. Nú síðast kaus Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna með viðskiptaþvingunum gegn Ísrael, þar sem lögð var lagaleg skylda á öll ríki að leggja sitt af mörkum til að binda endi á ólöglegt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels í Palestínu. Stór hópur stúdenta, með Stúdentaráð HÍ í broddi fylkingar, ásamt yfir 300 starfsmönnum Háskóla Íslands hafa ítrekað lagt fram þá kröfu á stjórnendur háskólans að hann bregðist við ofantöldu á viðeigandi hátt sem samræmist fyrri aðgerðum hans gegn Rússlandi. Það hlýtur að vera mikilvægt að HÍ gæti jafnræðis og sé samkvæmur sjálfum sér í orðum og gjörðum. Stúdentar fyrir Palestínu hafa boðað til verkfalls og mótmæla í Háskóla Íslands þann 7. október klukkan 12:00, í von um að ná eyrum rektors. Kröfurnar sem að stúdentar gera eru eftirfarandi: Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans slíti öllu samstarfi við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir og stofni ekki til nýs samstarfs. Að Háskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau. Að Háskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza, til dæmis með því að bjóða þeim upp á fjarnám við HÍ. Rektor hefur lýst því yfir að „Háskóli Íslands [sé] ekki með neina samstarfssamninga við ísraelska háskóla, en einstökum fræðimönnum [sé] frjálst að vinna með kollegum sínum hvar í heimi sem er samkvæmt þeirra eigin mati.“ Þar af leiðandi er ekkert því til fyrirstöðu annað en vanvilji háskólayfirvalda að uppfylla fyrstu þrjár kröfurnar strax á morgun, og þó fyrr hefði verið. Ég hvet alla stúdenta, fyrrum stúdenta og starfsfólk HÍ til að mæta á mótmælin 7. október, til að sýna háskólayfirvöldum HÍ að stúdentar vilja tilheyra háskólasamfélagi sem að hefur fræðilega og siðferðislega burði til að standa gegn þjóðar- og menntamorði, að slíkt sé ekki „pólitískt álitamál líðandi stundar“, og að við séum tilbúin að berjast fyrir því. Höfundur er meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. Rúmu einu og hálfu ári síðar hóf Ísrael sína mannskæðustu og hrottalegustu árás á Gaza og í Palestínu til þessa. Sú árás stendur en yfir, og nú ári seinna hefur Ísrael sprengt upp alla háskóla á Gaza, myrt yfir 9.000 háskólanemendur og 700 háskólakennara og fræðafólk. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum af menntamorðinu sem Ísrael fremur samhliða þjóðarmorði á Gaza. 24. nóvember 2023 lýsti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, árásum Ísrael á Gaza sem „pólitísku álitamál líðandi stundar“ og taldi ekki ástæðu til þess að Háskól Íslands lýsti yfir stuðningi við nemendur og starfsfólk palestínskra háskóla, hvað þá við alla íbúa landsins. Í sama viðtali lýsir hann innrás Rússlands inn í Úkraínu sem fordæmalausri og segir að Háskólanum beri að fylgja því sem „sannara reynist“. Nú má vera að Jóni Atla, og öðrum stjórnendum við Háskóla Íslands, hafi ekki verið kunnugt um 76 ára sögu stríðsglæpa Ísraels gegn Palestínufólki, en mikill fréttaflutningur og fræðilegar umfjallanir hafa átt sér stað síðan, auk þess sem Ísrael hefur gengið lengra en nokkru sinni fyrr í glæpum sínum gegn Palestínubúum og mannkyninu öllu. Hernám, þjóðernishreinsanir og stríðslæpir eru ekki pólitískt álitamál. Ef Háskóla Íslands vantar einhverskonar sannanir fyrir glæpum Ísraels, nægir að líta til þess að Alþjóðadómstóllinn og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa skipað Ísrael að stöðva tafarlaust árásir sínar á Gaza og Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Í kjölfarið hefur Ísrael hótað Alþjóðaglæpadómstólnum og þeim sem í honum sitja. Nú síðast kaus Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna með viðskiptaþvingunum gegn Ísrael, þar sem lögð var lagaleg skylda á öll ríki að leggja sitt af mörkum til að binda endi á ólöglegt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels í Palestínu. Stór hópur stúdenta, með Stúdentaráð HÍ í broddi fylkingar, ásamt yfir 300 starfsmönnum Háskóla Íslands hafa ítrekað lagt fram þá kröfu á stjórnendur háskólans að hann bregðist við ofantöldu á viðeigandi hátt sem samræmist fyrri aðgerðum hans gegn Rússlandi. Það hlýtur að vera mikilvægt að HÍ gæti jafnræðis og sé samkvæmur sjálfum sér í orðum og gjörðum. Stúdentar fyrir Palestínu hafa boðað til verkfalls og mótmæla í Háskóla Íslands þann 7. október klukkan 12:00, í von um að ná eyrum rektors. Kröfurnar sem að stúdentar gera eru eftirfarandi: Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans slíti öllu samstarfi við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir og stofni ekki til nýs samstarfs. Að Háskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau. Að Háskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza, til dæmis með því að bjóða þeim upp á fjarnám við HÍ. Rektor hefur lýst því yfir að „Háskóli Íslands [sé] ekki með neina samstarfssamninga við ísraelska háskóla, en einstökum fræðimönnum [sé] frjálst að vinna með kollegum sínum hvar í heimi sem er samkvæmt þeirra eigin mati.“ Þar af leiðandi er ekkert því til fyrirstöðu annað en vanvilji háskólayfirvalda að uppfylla fyrstu þrjár kröfurnar strax á morgun, og þó fyrr hefði verið. Ég hvet alla stúdenta, fyrrum stúdenta og starfsfólk HÍ til að mæta á mótmælin 7. október, til að sýna háskólayfirvöldum HÍ að stúdentar vilja tilheyra háskólasamfélagi sem að hefur fræðilega og siðferðislega burði til að standa gegn þjóðar- og menntamorði, að slíkt sé ekki „pólitískt álitamál líðandi stundar“, og að við séum tilbúin að berjast fyrir því. Höfundur er meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun