Fótbolti

Frum­sýna nýja Evróputreyju

Valur Páll Eiríksson skrifar
Nýja treyjan tekur sig vel út í sólinni á Kýpur.
Nýja treyjan tekur sig vel út í sólinni á Kýpur. Mynd/Víkingur

Víkingar verða í nýrri, sérstakri Evróputreyju í komandi Sambandsdeildarævintýri. Sú verður frumsýnd í leik dagsins við Omonoia frá Kýpur.

Víkingar hafa leikið í svörtu, með örþunnum rauðum línum í Bestu deildinni í sumar en verða heldur rauðleitari í Sambandsdeildinni.

Nýja treyjan ber aðeins þrjár rendur, svarta fyrir miðju og er merki liðsins einnig miðsett á nýju treyjunni.

Áhugavert verður að sjá hvernig Fossvogsliðinu vegnar í nýja búningnum en ljóst er að verkefnið er ærið.

Omonoia er fyrsti andstæðingur þeirra en svo bíða leikir við Cercle Brugge frá Belgíu, Borac frá Bosníu, Noah frá Armeníu, sænska liðið Djurgarden og LASK í Austurríki.

Leikur Víkings við Omonoia hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×