Áfengisstefnu breytt með lögbrotum Einar Ólafsson skrifar 2. október 2024 07:32 Nú um mánaðamótin lagði dómsmálaráðherra fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum (vefverslun með áfengi).. Þetta er merkilegt lagafrumvarp. Með því kemur fram það álit dómsmálaráðherra að sú vefverslun með áfengi sem hefur viðgengist undanfarin ár sé ólögleg. Að öðrum kosti þyrfti varla að breyta lögum til að gera hana löglega! Í greinargerð með frumvarpinu, 1. kafla, segir: „Aftur á móti gerir löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir [þ.e. „að flytja inn áfengi erlendis frá, t.d. í gegnum vefverslanir“] vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það er starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila.“ Í greinargerðinni, 2. kafla, er bent á að almenningi sé heimilt samkvæmt lögum að flytja áfengi til landsins til einkaneyslu og þar með panta það erlendis frá og fá það afhent „að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum“. Auðvitað hefur þó verið fyrirhafnarminna að fara bara í ríkið þótt einhverjir hafi nýtt sér þessa heimild líklega fyrst og fremst til að panta sér tegundir sem ekki hafa fengist í ríkinu. Það hefur hins vegar viðgengist um árabil að einkaaðilar flytji inn áfengi, hafi það á lager og viðskiptavinurinn geti fengið það sent heim hálftíma eftir að hann pantar það. Það er auðvitað allt annað en að bíða eftir sendingu erlendis frá og í því felst lögbrotið, það er að afgreiða af lager innanlands. Sem sagt, lögbrotið hefur viðgengist um árabil, en í stað þess að lögreglan og ákæruvaldið bregðist við því ætlar ráðherrann bara að láta það hverfa með lagabreytingu. Hitt er líka athyglisvert að með þessu er ráðherrann að fara nýja leið til að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Þetta hefur lengi verið stefna margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem þó hefur aldrei náð fram að ganga þar sem það felur í sér veigamiklar breytingar á þeirri stefnu í áfengismálum sem hér hefur verið lögbundin (í greinargerð, 3. kafla, er reyndar sagt að frumvarpið feli „ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu“). Þetta er ekki kallað afnám á einkaleyfi ríkisins heldur „breyting á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda“ (1. kafli greinargerðar). En í raun skiptir litlu máli hvort einkaaðilar geta sett upp vínbúð með afgreiðsluborði og peningakassa eða posa eða látið viðskiptavininn borga gegnum netið og sækja svo vöruna eða fá hana heimsenda. Vissulega er ekki lagt til að matvöruverslanir geti stillt upp víni með öðrum vörum í hillunum. Að sjálfsögðu væri miklu eðlilegra að afnema einfaldlega einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi en setja þau skilyrði að salan fari fram í sérstökum verslunum. Að binda þetta við vefverslun er bara orðhengilsháttur. Hvort það er borgað gegnum vefinn í tölvunni eða símanum eða bara með peningum eða korti á staðnum skiptir engu máli. Svo virðist vera að seinagangurinn við rannsókn þessa einfalda lögbrots sé einfaldlega til þess að gefa ráðherra Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að læða þessari lagabreytingu inn nánast bakdyramegin. Það er umhugsunarvert hvernig lögreglan og ákæruvaldið hafa þannig gengið erinda þeirra sem vilja afnema einkaleyfi ríkisins á áfengi. Auðvitað má deila um stefnuna í áfengismálum og fyrirkomulagið á sölu áfengis en þessi aðferð til að koma í gegn breytingum er afar hallærisleg og lyktar illa, frekar eins og kogari en vandað vín. Svo má auðvitað benda á að Áfengisverslun ríkisins hefur að undanförnu fjölgað verslunum úti á landi til að koma til móts við þá sem þar búa. Með þessu afnámi á einkaleyfi hennar er grafið undan rekstri hennar og henni þar með gert erfiðara að þjóna viðskiptavinum um allt land, en um leið er nokkuð ljóst að fólk utan helstu þéttbýlisstaða muni varla geta pantað á netinu og fengið sent heim samdægurs, hvað þá innan hálftíma. Það er reyndar athyglisvert að í greinargerð, kafla 6, er sagt að ekki hafi „farið fram mat á því hver áhrif frumvarpsins kunni að verða á áfengissölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins“. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin lagði dómsmálaráðherra fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum (vefverslun með áfengi).. Þetta er merkilegt lagafrumvarp. Með því kemur fram það álit dómsmálaráðherra að sú vefverslun með áfengi sem hefur viðgengist undanfarin ár sé ólögleg. Að öðrum kosti þyrfti varla að breyta lögum til að gera hana löglega! Í greinargerð með frumvarpinu, 1. kafla, segir: „Aftur á móti gerir löggjöfin ekki ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja sambærilegar innlendar vefverslanir [þ.e. „að flytja inn áfengi erlendis frá, t.d. í gegnum vefverslanir“] vegna þess einkaleyfisfyrirkomulags sem til staðar er. Þrátt fyrir það er starfræktur fjöldi innlendra vefverslana, ýmist í eigu innlendra eða erlendra lögaðila.“ Í greinargerðinni, 2. kafla, er bent á að almenningi sé heimilt samkvæmt lögum að flytja áfengi til landsins til einkaneyslu og þar með panta það erlendis frá og fá það afhent „að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum“. Auðvitað hefur þó verið fyrirhafnarminna að fara bara í ríkið þótt einhverjir hafi nýtt sér þessa heimild líklega fyrst og fremst til að panta sér tegundir sem ekki hafa fengist í ríkinu. Það hefur hins vegar viðgengist um árabil að einkaaðilar flytji inn áfengi, hafi það á lager og viðskiptavinurinn geti fengið það sent heim hálftíma eftir að hann pantar það. Það er auðvitað allt annað en að bíða eftir sendingu erlendis frá og í því felst lögbrotið, það er að afgreiða af lager innanlands. Sem sagt, lögbrotið hefur viðgengist um árabil, en í stað þess að lögreglan og ákæruvaldið bregðist við því ætlar ráðherrann bara að láta það hverfa með lagabreytingu. Hitt er líka athyglisvert að með þessu er ráðherrann að fara nýja leið til að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis. Þetta hefur lengi verið stefna margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem þó hefur aldrei náð fram að ganga þar sem það felur í sér veigamiklar breytingar á þeirri stefnu í áfengismálum sem hér hefur verið lögbundin (í greinargerð, 3. kafla, er reyndar sagt að frumvarpið feli „ekki í sér beinar tillögur um breytingu á áfengisstefnu“). Þetta er ekki kallað afnám á einkaleyfi ríkisins heldur „breyting á umfangi einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda“ (1. kafli greinargerðar). En í raun skiptir litlu máli hvort einkaaðilar geta sett upp vínbúð með afgreiðsluborði og peningakassa eða posa eða látið viðskiptavininn borga gegnum netið og sækja svo vöruna eða fá hana heimsenda. Vissulega er ekki lagt til að matvöruverslanir geti stillt upp víni með öðrum vörum í hillunum. Að sjálfsögðu væri miklu eðlilegra að afnema einfaldlega einkaleyfi ríkisins til smásölu á áfengi en setja þau skilyrði að salan fari fram í sérstökum verslunum. Að binda þetta við vefverslun er bara orðhengilsháttur. Hvort það er borgað gegnum vefinn í tölvunni eða símanum eða bara með peningum eða korti á staðnum skiptir engu máli. Svo virðist vera að seinagangurinn við rannsókn þessa einfalda lögbrots sé einfaldlega til þess að gefa ráðherra Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að læða þessari lagabreytingu inn nánast bakdyramegin. Það er umhugsunarvert hvernig lögreglan og ákæruvaldið hafa þannig gengið erinda þeirra sem vilja afnema einkaleyfi ríkisins á áfengi. Auðvitað má deila um stefnuna í áfengismálum og fyrirkomulagið á sölu áfengis en þessi aðferð til að koma í gegn breytingum er afar hallærisleg og lyktar illa, frekar eins og kogari en vandað vín. Svo má auðvitað benda á að Áfengisverslun ríkisins hefur að undanförnu fjölgað verslunum úti á landi til að koma til móts við þá sem þar búa. Með þessu afnámi á einkaleyfi hennar er grafið undan rekstri hennar og henni þar með gert erfiðara að þjóna viðskiptavinum um allt land, en um leið er nokkuð ljóst að fólk utan helstu þéttbýlisstaða muni varla geta pantað á netinu og fengið sent heim samdægurs, hvað þá innan hálftíma. Það er reyndar athyglisvert að í greinargerð, kafla 6, er sagt að ekki hafi „farið fram mat á því hver áhrif frumvarpsins kunni að verða á áfengissölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins“. Höfundur er rithöfundur.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun