„Okkur fannst það skylda að klára með sigri“ Stefán Marteinn skrifar 1. október 2024 21:57 Lengst til vinstri: Rúnar Ingi Erlingsson, forveri Einars Árna og núverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Njarðvík. Halldór Karlsson - formaður og loks Einar Árni Jóhannsson sem er í dag þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur. JBÓ/Njarðvík Njaðvík tóku á móti Grindavík í kveðjuleik Ljónagryfjunnar þegar 1. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það var ekki mikið sem benti til þess framan af að þetta yrði spennu leikur en annað kom á daginn þegar Njarðvík sigraði Grindavík 60-54. „Í eðli íþróttarinnar þá eru „run“ og Grindavíkurliðið var betra liðið í seinni hálfleik en við náðum samt að halda þeim í ákveðni fjarlægð og fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. Njarðvík voru mun betri í fyrri hálfleik en það var ekki alveg sami kraftur í þeim í síðari hálfleiknum. „Ég ætla ekkert að taka neitt af Grindavík en mér fannst við bara vera of oft einfaldlega að kasta frá okkur boltanum þar sem við voum að klára okkar sóknir illa. Það gaf allt of mikið af hraðaupphlaupum og sniðskotum. Við vorum lengi að koma til baka eftir þetta áhlaup að vera komin í 16-17 stig. Það er 1. október og við erum mjög stutt á veg komin og þurfum að verða miklu betri á mörgum sviðum, það er bara staðreynd.“ Þrátt fyrir sterkan sigur Njarðvíkur í kvöld er of snemmt að tala um einhvern „statement sigur.“ „Já, Grindavík eru án Bandaríkjamanns í dag og án Ísabellu. Tveir frábærir leikmenn og mikilvægir póstar í þeirra liði. Við erum ekkert að fara neitt rosalega hátt yfir þessu. Þetta var leikur á heimavelli, síðasta leiknum okkar í Ljónagryfjunni og okkur fannst það vera skylda að klára það með sigri og það tókst.“ Njarðvík voru að kveðja Ljónagryfjuna í kvöld eftir afar farsæl ár þar sem margar frábærar minningar hafa skapast hjá Njarðvíkingum í gegnum árin. Það var mikilvægt að kveðja Ljónagryfjuna með sigri. „Það er mikið fallegra, það er bara staðreynd. Hér er gríðarlega mikil saga til 50 ára og sérstaklega bara ef við höfrum frá 1981 þar sem að mikil velgengni á löngum stundum og stelpurnar hafa tekið þátt í því partý með tveimur titlum á seinni árum. Það er ótrúlega margt sem að fer í gegnum huga mans. Mörg geggjuð móment sem hafa verið hér en á sama tíma mikil ánægja að vera á leiðinni í hús sem að þjónustar ekki bara iðkendur okkar og meistaraflokks liðin heldur líka stuðningsmenn þegar kemur að stórum leikjum eins og á mót Keflavík að geta fengið alvöru fjölda í húsið því þetta hús[Ljónagryfjan] tekur ekki mjög marga. Það verður bara byltingar breyting og mikil tilhlökkun hjá öllum í félaginu.“ Körfubolti UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
„Í eðli íþróttarinnar þá eru „run“ og Grindavíkurliðið var betra liðið í seinni hálfleik en við náðum samt að halda þeim í ákveðni fjarlægð og fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. Njarðvík voru mun betri í fyrri hálfleik en það var ekki alveg sami kraftur í þeim í síðari hálfleiknum. „Ég ætla ekkert að taka neitt af Grindavík en mér fannst við bara vera of oft einfaldlega að kasta frá okkur boltanum þar sem við voum að klára okkar sóknir illa. Það gaf allt of mikið af hraðaupphlaupum og sniðskotum. Við vorum lengi að koma til baka eftir þetta áhlaup að vera komin í 16-17 stig. Það er 1. október og við erum mjög stutt á veg komin og þurfum að verða miklu betri á mörgum sviðum, það er bara staðreynd.“ Þrátt fyrir sterkan sigur Njarðvíkur í kvöld er of snemmt að tala um einhvern „statement sigur.“ „Já, Grindavík eru án Bandaríkjamanns í dag og án Ísabellu. Tveir frábærir leikmenn og mikilvægir póstar í þeirra liði. Við erum ekkert að fara neitt rosalega hátt yfir þessu. Þetta var leikur á heimavelli, síðasta leiknum okkar í Ljónagryfjunni og okkur fannst það vera skylda að klára það með sigri og það tókst.“ Njarðvík voru að kveðja Ljónagryfjuna í kvöld eftir afar farsæl ár þar sem margar frábærar minningar hafa skapast hjá Njarðvíkingum í gegnum árin. Það var mikilvægt að kveðja Ljónagryfjuna með sigri. „Það er mikið fallegra, það er bara staðreynd. Hér er gríðarlega mikil saga til 50 ára og sérstaklega bara ef við höfrum frá 1981 þar sem að mikil velgengni á löngum stundum og stelpurnar hafa tekið þátt í því partý með tveimur titlum á seinni árum. Það er ótrúlega margt sem að fer í gegnum huga mans. Mörg geggjuð móment sem hafa verið hér en á sama tíma mikil ánægja að vera á leiðinni í hús sem að þjónustar ekki bara iðkendur okkar og meistaraflokks liðin heldur líka stuðningsmenn þegar kemur að stórum leikjum eins og á mót Keflavík að geta fengið alvöru fjölda í húsið því þetta hús[Ljónagryfjan] tekur ekki mjög marga. Það verður bara byltingar breyting og mikil tilhlökkun hjá öllum í félaginu.“
Körfubolti UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum